| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Markmiðið er að ná í bikar
Brendan Rodgers segir að markmið Liverpool fyrir tímabilið hafi verið að enda í topp 4 í deildinni og ná í a.m.k. einn bikar. Hann segir þau markmið ekkert hafa breyst.
Liverpool mætir Chelsea í kvöld í fyrri undanúrslitaleik deildabikarsins. Chelsea hefur verið í feiknaformi í vetur og alveg morgunljóst að Liverpool þarf að eiga 2 toppleiki til þess að komast í úrslitaleikinn á Wembley þann 1. mars. Brendan Rodgers segist hlakka til að takast á við Mourinho og lærisveina hans.
,,Okkar markmið er enn sem fyrr að ná Meistaradeildarsæti og vinna bikar. Við erum lið í uppbyggingarferli og það myndi gera mikið fyrir ungu strákana að vinna bikar. Það er dýrmætt í reynslubankann að spila úrslitaleiki. En við vitum að það verður gríðarlega erfitt að leggja Chelsea að velli. Við verðum að eiga toppleiki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er ekkert sem kemur á óvart. Til þess að vinna bikar þarftu alltaf á einhverjum tímapunkti að mæta sterkustu liðunum."
,,Chelsea er í augnablikinu besta liðið í landinu. Þeir eru með mjög góða leikmenn í öllum stöðum og góða breidd þar fyrir utan. Við hlökkum til að mæta þeim í þessum tveimur leikjum, ekki síst vegna þess að síðast þegar við spiluðum við þá vorum við ekki í nægilega góðu standi. Við erum í betra formi núna þannig að vonandi gengur okkur betur núna en í haust."
,,Við verðum að vera vel vakandi og varkárir í okkar leik. Það er lykilatriði að við gerum okkur grein fyrir því að jafnvel þótt við vinnum ekki í kvöld þá er möguleikinn ennþá fyrir hendi. Við getum unnið þá á Stamford Bridge. Ég á ekki von á opnum leik, ég er nokkuð viss um að bæði lið munu fara mjög varlega inn í fyrri leikinn. Það er ekki gott að mæta í seinni leikinn með tap á bakinu, þótt það sé auðvitað enginn heimsendir."
Liverpool mætir Chelsea í kvöld í fyrri undanúrslitaleik deildabikarsins. Chelsea hefur verið í feiknaformi í vetur og alveg morgunljóst að Liverpool þarf að eiga 2 toppleiki til þess að komast í úrslitaleikinn á Wembley þann 1. mars. Brendan Rodgers segist hlakka til að takast á við Mourinho og lærisveina hans.
,,Okkar markmið er enn sem fyrr að ná Meistaradeildarsæti og vinna bikar. Við erum lið í uppbyggingarferli og það myndi gera mikið fyrir ungu strákana að vinna bikar. Það er dýrmætt í reynslubankann að spila úrslitaleiki. En við vitum að það verður gríðarlega erfitt að leggja Chelsea að velli. Við verðum að eiga toppleiki til þess að komast í úrslitaleikinn. Það er ekkert sem kemur á óvart. Til þess að vinna bikar þarftu alltaf á einhverjum tímapunkti að mæta sterkustu liðunum."
,,Chelsea er í augnablikinu besta liðið í landinu. Þeir eru með mjög góða leikmenn í öllum stöðum og góða breidd þar fyrir utan. Við hlökkum til að mæta þeim í þessum tveimur leikjum, ekki síst vegna þess að síðast þegar við spiluðum við þá vorum við ekki í nægilega góðu standi. Við erum í betra formi núna þannig að vonandi gengur okkur betur núna en í haust."
,,Við verðum að vera vel vakandi og varkárir í okkar leik. Það er lykilatriði að við gerum okkur grein fyrir því að jafnvel þótt við vinnum ekki í kvöld þá er möguleikinn ennþá fyrir hendi. Við getum unnið þá á Stamford Bridge. Ég á ekki von á opnum leik, ég er nokkuð viss um að bæði lið munu fara mjög varlega inn í fyrri leikinn. Það er ekki gott að mæta í seinni leikinn með tap á bakinu, þótt það sé auðvitað enginn heimsendir."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan