| Sf. Gutt
Framganga Liverpool í bikar- og Evrópukeppnum hefur verið slakleg á valdatíma Brendan Rodgers. Nú loksins ber betra við og í kvöld fer fram á Anfield Road fyrri hálfleikur í rimmu sem gæti fært Liverpool sæti í úrslitaleik á Wembley. Topplið Chelsea kemur í heimsókn á Anfield og víst er verkefni Brendan og lærisveina hans ærið.
Chelsea hefur vegnað mjög vel á leiktíðinni. Liðið leiðir ensku deildina eftir að hafa rústað Swansea 0:5 í Wales um helgina. Liðið er auðvitað í undanúrslitum í Deildarbikarnum og er komið í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur vegnað illa gegn Chelsea síðustu leiktíðir og ekki unnið frá því í maí 2012. Reyndar vann Liverpool Chelsea þrívegis á þeirri leiktíð undir stjórn Kenny Dalglish og meðal annars 0:2 á Stamford Bridge á leið sinni að Deildarbikarsigri númer átta! Chelsea hafði því miður betur 2:1 í úrslitaleiknum í F.A. bikarnum á þeirri leiktíð.
Það er öruggt að stuðningsmenn Liverpool munu mynda magnaða stemmningu á Anfield í kvöld. Meistaratitillinn sem var svo nærri á liðnu vori er víðsfjarri og Liverpool féll úr Meistaradeildinni. Rimman gegn Chelsea í kvöld og svo sú seinni í næstu viku skiptir því gríðarlegu máli. Deildarbikarinn gefur Evrópusæti en fyrst og síðast er hann titill sem vert er að vinna. Brendan Rodgers veit vel að hann þarf að vinna einhvern titil og það fyrr en seinna.
Undanúrslitarimmur Liverpool og Chelsea frá 2005 og 2006 koma upp i hugann. Þá hafði Liverpool betur og vann Evrópubikarinn og F.A. bikarinn í kjölfarið. Eins og fyrr segir þá lá Chelsea líka í valnum síðast þegar Liverpool vann Deildarbikarinn. Það veit því trúlega á gott ef Liverpool nær að slá Chelsea út að þessu sinni.
Brendan hefur flesta sína bestu menn til reiðu í kvöld. Steven Gerrard lék ekki með á laugardaginn við Aston Villa en mun verða tilbúinn í slaginn í kvöld og víst mun hann ekki draga af sér. Hann vill jú enda feril sinn hjá Liverpool með titli. Mario Balotelli lék heldur ekki á móti Villa og óvíst er hvort hann verður búinn að ná sér af hálsbólgu. Sem fyrr eru það mennirnir sem eru til taks sem mestu skipta. Stuðningsmenn Liverpool leika líka stórt hlutverk og nú er rífa upp treflana. Það er of langt um liðið frá því Liverpool komst svona langt í bikarkeppni og liðið þarf að komast lengra!
TIL BAKA
Tækifæri á ferð á Wembley!
Framganga Liverpool í bikar- og Evrópukeppnum hefur verið slakleg á valdatíma Brendan Rodgers. Nú loksins ber betra við og í kvöld fer fram á Anfield Road fyrri hálfleikur í rimmu sem gæti fært Liverpool sæti í úrslitaleik á Wembley. Topplið Chelsea kemur í heimsókn á Anfield og víst er verkefni Brendan og lærisveina hans ærið.
Chelsea hefur vegnað mjög vel á leiktíðinni. Liðið leiðir ensku deildina eftir að hafa rústað Swansea 0:5 í Wales um helgina. Liðið er auðvitað í undanúrslitum í Deildarbikarnum og er komið í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur vegnað illa gegn Chelsea síðustu leiktíðir og ekki unnið frá því í maí 2012. Reyndar vann Liverpool Chelsea þrívegis á þeirri leiktíð undir stjórn Kenny Dalglish og meðal annars 0:2 á Stamford Bridge á leið sinni að Deildarbikarsigri númer átta! Chelsea hafði því miður betur 2:1 í úrslitaleiknum í F.A. bikarnum á þeirri leiktíð.
Það er öruggt að stuðningsmenn Liverpool munu mynda magnaða stemmningu á Anfield í kvöld. Meistaratitillinn sem var svo nærri á liðnu vori er víðsfjarri og Liverpool féll úr Meistaradeildinni. Rimman gegn Chelsea í kvöld og svo sú seinni í næstu viku skiptir því gríðarlegu máli. Deildarbikarinn gefur Evrópusæti en fyrst og síðast er hann titill sem vert er að vinna. Brendan Rodgers veit vel að hann þarf að vinna einhvern titil og það fyrr en seinna.
Undanúrslitarimmur Liverpool og Chelsea frá 2005 og 2006 koma upp i hugann. Þá hafði Liverpool betur og vann Evrópubikarinn og F.A. bikarinn í kjölfarið. Eins og fyrr segir þá lá Chelsea líka í valnum síðast þegar Liverpool vann Deildarbikarinn. Það veit því trúlega á gott ef Liverpool nær að slá Chelsea út að þessu sinni.
Brendan hefur flesta sína bestu menn til reiðu í kvöld. Steven Gerrard lék ekki með á laugardaginn við Aston Villa en mun verða tilbúinn í slaginn í kvöld og víst mun hann ekki draga af sér. Hann vill jú enda feril sinn hjá Liverpool með titli. Mario Balotelli lék heldur ekki á móti Villa og óvíst er hvort hann verður búinn að ná sér af hálsbólgu. Sem fyrr eru það mennirnir sem eru til taks sem mestu skipta. Stuðningsmenn Liverpool leika líka stórt hlutverk og nú er rífa upp treflana. Það er of langt um liðið frá því Liverpool komst svona langt í bikarkeppni og liðið þarf að komast lengra!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan