| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Jafntefli í hörkuleik
Liverpool og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í fyrri undanúrslitaleiknum í Deildabikarnum á Anfield í kvöld. Hörkuleikur þar sem okkar menn sýndu hvað eftir annað góð tilþrif.
Brendan Rodgers gerði einungis eina breytingu á liðinu sem lagði Aston Villa að velli á laugardaginn. Steven Gerrard kom inn fyrir Fabio Borini. Ánægjuleg tíðindi að Adam Lallana er kominn aftur á ról eftir meiðsli og var í hóp í kvöld. Hinn ungi Jordan Rossiter var einnig í hóp.
Leikurinn fór rólega af stað og Chelsea virtist ekki hafa mikinn áhuga á að sækja í nepjunni á Anfield. Að sama skapi gekk okkar mönnum ekkert að skapa sér færi. Í rauninni gerðist svo að segja ekkert í leiknum fyrsta korterið nema hvað Steven Gerrard átti flot skot utan teigs sem Thibaut Courtois markmaður Chelsea sló yfir. Þá sjaldan Chelsea reyndi eitthvað að sækja fóru þeir upp vinstri vænginn, þar sem Markovic og Can voru til varnar. Upp úr einni slíkri sókn kom einmitt fyrsta mark leiksins.
Fabregas fór þá illa með Can og gaf boltann á Hazard inni í teig gestanna. Meðan Belginn athafnaði sig í þröngri stöðu kom Can hlaupandi í hann á heldur klaufalegan hátt og Hazard nýtti tækifærið og fleygði sér í jörðina fyrir framan nefið á Martin Atkinson dómara leiksins. Hann gekk beint í gildruna og dæmdi víti. Hazard skoraði sjálfur úr vítinu. Staðan 0-1 fyrir Chelsea eftir 18 mínútna leik.
Eftir markið hresstist Liverpool liðið heldur og var eins og vænta mátti meira með boltann það sem eftir var hálfleiksins, án þess að skapa mikið. Coutinho, Sterling og Gerrard voru þó allir líflegir og margt ágætt í sóknarleik liðsins.
Staðan í hálfleik á Anfield 0-1, en Liverpool síst verra liðið á vellinum.
Strax í upphafi síðari hálfleiks mátti minnstu muna að Chelsea gerði út um leikinn. Þá sendi Fabregas eitraðan bolta í gegnum alla vörn Liverpool á Diego Costa sem stakk sér inn fyrir. Sem betur fer var Mignolet vel á verði og hljóp út fyrir teiginn til að hreinsa frá. Vel gert hjá Belganum.
Næstu mínútur sótti Liverpool án afláts og á 53. mínútu átti Coutinho frábæra sendingu á Sterling inni í teignum, en framherjinn náði ekki að gera sér mat úr henni. Örfáum mínútum síðar skoraði Raheem hinsvegar frábært mark eftir góða sendingu frá Henderson.
Sterling fíflaði þá 2-3 Chelsea menn upp úr skónum áður en hann renndi boltanum af miklu öryggi í fjærhornið framhjá Courtois. Glæsilega gert og staðan jöfn á Anfield eftir klukkutíma leik.
Á 67. mínútu átti Steven Gerrard ágætt innanfótarskot með vinstri sem hafnaði í utanverðri stönginni. Grátlegt að boltinn skyldi ekki vera örfáum sentimetrum innar því Courtois stóð grafkyrr á línunni.
Til að gera langa sögu stutta þá sótti Liverpool án afláts án þess að ná að brjóta Chelsea á bak aftur. Í markinu stóð Thibaut Courtois sem SKY valdi mann leiksins. Á 79. mínútu varði hann til að mynda stórkostlega mjög gott skot frá Adam Lallana sem var þá tiltölulega nýkominn inn á fyrir Steven Gerrard.
Niðurstaðan á Anfield 1-1 jafntefli í góðum leik af hálfu okkar manna. Liverpool átti 20 skot í leiknum og var 62% með boltann og var talsvert hættulegra liðið á vellinum. En það var erfitt að komast í gegnum þéttskipaða vörn Lundúnaliðsins, hvað þá að koma boltanum framhjá Courtois í markinu en Belginn átti frábæran leik.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Leiva, Moreno, Gerrard (Lallana á 70. mín.), Henderson, Coutinho, Markovic, Sterling. Ónotaðir varamenn: Ward, Borini, Enrique, Rossiter, Lambert, Manquillo.
Mark Liverpool: Raheem Sterling á 59. mínútu.
Gul spjöld: Lucas Leiva og Steven Gerrard
Chelsea: Courtois, Terry, Ivanovic, Cahill, Luis, Matic, Mikel, Willian (Azpilicueta á 88. mín.), Fabregas, Hazard, Costa. Ónotaðir varamenn: Cech, Drogba, Ramires, Oscar, Zouma, Remy.
Mark Chelsea: Eden Hazard, víti, á 18. mínútu.
Gul spjöld: Felipe Luis og John Obi Mikel.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.573.
Maður leiksins: Hér koma nokkrir til greina enda var liðið að spila vel í kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik. Emre Can gerði ein afdrifarík mistök, en var að öðru leyti mjög góður. Sakho og Skrtel voru sterkir í vörninni sömuleiðis og Lucas þræltraustur þar fyrir framan. Frábær leikur hjá Brassanum. Ég ætla hinsvegar að leyfa mér að velja landa hans Philippe Coutinho mann leiksins. Hann var alltaf að búa eitthvað skemmtilegt til og oft á tíðum var hrein unun að sjá hann fara illa með varnarmenn Chelsea.
Brendan Rodgers: ,,Ég var mjög ánægður með okkar leik í kvöld. Við spiluðum vel og áttum meira í leiknum. Nú er allt undir í seinni leiknum og við förum fullir sjálfstrausts í þann leik. Við sýndum það í kvöld að við eigum möguleika. Mér fannst Chelsea ekki skapa sér mikið í kvöld, líklega var vítaspyrnan eina skotið þeirra á markið."
Fróðleikur:
-Raheem Sterling skoraði sjöunda mark sitt á leiktíðinni.
-Þetta er í 15. sinn sem Liverpool leikur í undaúrslitum í Deildabikarnum.
-Liverpool hefur aldrei tapað heimaleik í undanúrslitum keppninnar.
-Liverpool og Chelsea hafa mæst ótrúlega oft á síðustu árum. Ef litið er til síðustu 10 ára þá var þetta 38. viðureign liðanna, sem er hreint með ólíkindum.
-Í Deildabikarnum hafa liðin mæst sex sinnum. Liverpool hefur unnið 3 leiki, Chelsea 2 og jafnteflið í kvöld var það fyrsta milli liðanna í þessari keppni.
-Liverpool er afar sigursælt í Deildabikarnum. Liðið hefur náð að sigra keppnina 8 sinnum, oftast allra liða. Chelsea 4 sinnum.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
-Hér má lesa viðbrögð Brendan Rodgers.
-Hér má horfa á viðtal sem tekið var við Brendan eftir leikinn.
- Hér má horfa á viðtal sem tekið var við Jose Mourinho eftir leikinn.
Brendan Rodgers gerði einungis eina breytingu á liðinu sem lagði Aston Villa að velli á laugardaginn. Steven Gerrard kom inn fyrir Fabio Borini. Ánægjuleg tíðindi að Adam Lallana er kominn aftur á ról eftir meiðsli og var í hóp í kvöld. Hinn ungi Jordan Rossiter var einnig í hóp.
Leikurinn fór rólega af stað og Chelsea virtist ekki hafa mikinn áhuga á að sækja í nepjunni á Anfield. Að sama skapi gekk okkar mönnum ekkert að skapa sér færi. Í rauninni gerðist svo að segja ekkert í leiknum fyrsta korterið nema hvað Steven Gerrard átti flot skot utan teigs sem Thibaut Courtois markmaður Chelsea sló yfir. Þá sjaldan Chelsea reyndi eitthvað að sækja fóru þeir upp vinstri vænginn, þar sem Markovic og Can voru til varnar. Upp úr einni slíkri sókn kom einmitt fyrsta mark leiksins.
Fabregas fór þá illa með Can og gaf boltann á Hazard inni í teig gestanna. Meðan Belginn athafnaði sig í þröngri stöðu kom Can hlaupandi í hann á heldur klaufalegan hátt og Hazard nýtti tækifærið og fleygði sér í jörðina fyrir framan nefið á Martin Atkinson dómara leiksins. Hann gekk beint í gildruna og dæmdi víti. Hazard skoraði sjálfur úr vítinu. Staðan 0-1 fyrir Chelsea eftir 18 mínútna leik.
Eftir markið hresstist Liverpool liðið heldur og var eins og vænta mátti meira með boltann það sem eftir var hálfleiksins, án þess að skapa mikið. Coutinho, Sterling og Gerrard voru þó allir líflegir og margt ágætt í sóknarleik liðsins.
Staðan í hálfleik á Anfield 0-1, en Liverpool síst verra liðið á vellinum.
Strax í upphafi síðari hálfleiks mátti minnstu muna að Chelsea gerði út um leikinn. Þá sendi Fabregas eitraðan bolta í gegnum alla vörn Liverpool á Diego Costa sem stakk sér inn fyrir. Sem betur fer var Mignolet vel á verði og hljóp út fyrir teiginn til að hreinsa frá. Vel gert hjá Belganum.
Næstu mínútur sótti Liverpool án afláts og á 53. mínútu átti Coutinho frábæra sendingu á Sterling inni í teignum, en framherjinn náði ekki að gera sér mat úr henni. Örfáum mínútum síðar skoraði Raheem hinsvegar frábært mark eftir góða sendingu frá Henderson.
Sterling fíflaði þá 2-3 Chelsea menn upp úr skónum áður en hann renndi boltanum af miklu öryggi í fjærhornið framhjá Courtois. Glæsilega gert og staðan jöfn á Anfield eftir klukkutíma leik.
Á 67. mínútu átti Steven Gerrard ágætt innanfótarskot með vinstri sem hafnaði í utanverðri stönginni. Grátlegt að boltinn skyldi ekki vera örfáum sentimetrum innar því Courtois stóð grafkyrr á línunni.
Til að gera langa sögu stutta þá sótti Liverpool án afláts án þess að ná að brjóta Chelsea á bak aftur. Í markinu stóð Thibaut Courtois sem SKY valdi mann leiksins. Á 79. mínútu varði hann til að mynda stórkostlega mjög gott skot frá Adam Lallana sem var þá tiltölulega nýkominn inn á fyrir Steven Gerrard.
Niðurstaðan á Anfield 1-1 jafntefli í góðum leik af hálfu okkar manna. Liverpool átti 20 skot í leiknum og var 62% með boltann og var talsvert hættulegra liðið á vellinum. En það var erfitt að komast í gegnum þéttskipaða vörn Lundúnaliðsins, hvað þá að koma boltanum framhjá Courtois í markinu en Belginn átti frábæran leik.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Leiva, Moreno, Gerrard (Lallana á 70. mín.), Henderson, Coutinho, Markovic, Sterling. Ónotaðir varamenn: Ward, Borini, Enrique, Rossiter, Lambert, Manquillo.
Mark Liverpool: Raheem Sterling á 59. mínútu.
Gul spjöld: Lucas Leiva og Steven Gerrard
Chelsea: Courtois, Terry, Ivanovic, Cahill, Luis, Matic, Mikel, Willian (Azpilicueta á 88. mín.), Fabregas, Hazard, Costa. Ónotaðir varamenn: Cech, Drogba, Ramires, Oscar, Zouma, Remy.
Mark Chelsea: Eden Hazard, víti, á 18. mínútu.
Gul spjöld: Felipe Luis og John Obi Mikel.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.573.
Maður leiksins: Hér koma nokkrir til greina enda var liðið að spila vel í kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik. Emre Can gerði ein afdrifarík mistök, en var að öðru leyti mjög góður. Sakho og Skrtel voru sterkir í vörninni sömuleiðis og Lucas þræltraustur þar fyrir framan. Frábær leikur hjá Brassanum. Ég ætla hinsvegar að leyfa mér að velja landa hans Philippe Coutinho mann leiksins. Hann var alltaf að búa eitthvað skemmtilegt til og oft á tíðum var hrein unun að sjá hann fara illa með varnarmenn Chelsea.
Brendan Rodgers: ,,Ég var mjög ánægður með okkar leik í kvöld. Við spiluðum vel og áttum meira í leiknum. Nú er allt undir í seinni leiknum og við förum fullir sjálfstrausts í þann leik. Við sýndum það í kvöld að við eigum möguleika. Mér fannst Chelsea ekki skapa sér mikið í kvöld, líklega var vítaspyrnan eina skotið þeirra á markið."
Fróðleikur:
-Raheem Sterling skoraði sjöunda mark sitt á leiktíðinni.
-Þetta er í 15. sinn sem Liverpool leikur í undaúrslitum í Deildabikarnum.
-Liverpool hefur aldrei tapað heimaleik í undanúrslitum keppninnar.
-Liverpool og Chelsea hafa mæst ótrúlega oft á síðustu árum. Ef litið er til síðustu 10 ára þá var þetta 38. viðureign liðanna, sem er hreint með ólíkindum.
-Í Deildabikarnum hafa liðin mæst sex sinnum. Liverpool hefur unnið 3 leiki, Chelsea 2 og jafnteflið í kvöld var það fyrsta milli liðanna í þessari keppni.
-Liverpool er afar sigursælt í Deildabikarnum. Liðið hefur náð að sigra keppnina 8 sinnum, oftast allra liða. Chelsea 4 sinnum.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
-Hér má lesa viðbrögð Brendan Rodgers.
-Hér má horfa á viðtal sem tekið var við Brendan eftir leikinn.
- Hér má horfa á viðtal sem tekið var við Jose Mourinho eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan