| Sf. Gutt

Raheem bjartsýnn fyrir seinni leikinn


Liverpool mátti sætta sig við jafntefli við Chelsea í fyrri leik liðann í undanúrslitum Deildarbikarsins. Raheem Sterling er þó bjartsýnn fyrir seinni leikinn í London. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn í viðtali við Liverpoolfc.com.

Liverpool mátti sætta sig við jafntefli við Chelsea í fyrri leik liðann í undanúrslitum Deildarbikarsins. ,,Við vorum auðvitað vonsviknir yfir því að vera 1:0 undir í hálfleik. En strákarnir sótti sannarlega í sig veðrið og spiluðu frábærlega á köflum. Við héldum boltanum virkilega vel og nýttum okkur opin svæði. Við hefðum vel getað unnið leikinn. Þessi úrslit eru ekki sem verst og við förum einbeittir í leikinn í næstu viku. Við vitum að við getum unnið þar. Vonandi spilum við eins vel og við getum. Við reynum að ná þeim úrslitum sem til þarf."


Raheem Sterling jafnaði leikinn með glæsilegu marki en hann gerði lítið úr markinu. 

,,Jordan gaf á mig. Ég komst upp að vítateignum og hugsaði mér að skjóta. Ég hitti boltann ekki vel en hann lak inn svo heppnin var með mér. En það var gott að skora og hjálpa liðinu að ná jafntefli."

Þó svo Raheem hafi gert lítið úr markinu þá var það magnað. Ekki var mikilvægi þess minna því það gefur Liverpool möguleika á að komast í úrslitaleikinn um Deildarbikarinn á Wembley. 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan