| Grétar Magnússon
Ekki þarf að kynna þennan stærsta viðburð klúbbsins sem haldin er ár hvert en það er þó alltaf ástæða til að kynna heiðursgestinn sérstaklega.
Að þessu sinni heiðrar John Barnes okkur með veru sinni á árshátíðinni. Hann er langflestum knattspyrnuáhugamönnum kunnur en þó gætu einhverjir af yngri kynslóð stuðningsmanna ekki munað eftir Barnes, sem lék með liðinu á árunum 1987-1997.
Hann spilaði alls 407 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 108 mörk. Ekki skorti titlana með félaginu heldur en hann var deildarmeistari með liðinu tímabilin 1987-88 og 1989-90, FA Bikarinn vann hann árið 1989 (árið 1992 spilaði hann ekki úrslitaleikinn vegna meiðsla) og Deildarbikarinn árið 1995. Hann var valinn knattspyrnumaður ársins árin 1988 og 1990 og sömuleiðis völdu ensku leikmannasamtökin hann leikmann ársins árið 1988.
Hægt er að lesa nánar um feril John Barnes á liverpool.is hér.
Einnig er lfchistory.net með umfjöllun um Barnes hér.
Upplýsingar um árshátíðina:
Miðaverð í ár er kr. 9.900.
Þú getur pantað miða með því að senda tölvupóst á [email protected]. Tilgreinir nafn, símanúmer, fjölda miða og hvort þú vilt borga með millifærslu eða kreditkorti.
Dagsetning: 14. mars 2015.
Staður: Spot í Kópavogi, heimavöllur okkar.
Heiðursgestir: John Barnes & Ragnhild Lund Ansnes
Uppistand frá Sögu Garðarsdóttur
Matseðill: Forréttur - Steikarhlaðborð.
Húsið opnar kl. 19:00. Borðhald hefst. 19:45.
Þetta er viðburður sem hreinlega er ekki hægt að láta fram hjá sér fara !
TIL BAKA
Árshátíð Liverpoolklúbbsins - Miðasala
Hin margrómaða árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi verður haldin laugardaginn 14. mars næstkomandi.
Ekki þarf að kynna þennan stærsta viðburð klúbbsins sem haldin er ár hvert en það er þó alltaf ástæða til að kynna heiðursgestinn sérstaklega.
Að þessu sinni heiðrar John Barnes okkur með veru sinni á árshátíðinni. Hann er langflestum knattspyrnuáhugamönnum kunnur en þó gætu einhverjir af yngri kynslóð stuðningsmanna ekki munað eftir Barnes, sem lék með liðinu á árunum 1987-1997.
Hann spilaði alls 407 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 108 mörk. Ekki skorti titlana með félaginu heldur en hann var deildarmeistari með liðinu tímabilin 1987-88 og 1989-90, FA Bikarinn vann hann árið 1989 (árið 1992 spilaði hann ekki úrslitaleikinn vegna meiðsla) og Deildarbikarinn árið 1995. Hann var valinn knattspyrnumaður ársins árin 1988 og 1990 og sömuleiðis völdu ensku leikmannasamtökin hann leikmann ársins árið 1988.
Hægt er að lesa nánar um feril John Barnes á liverpool.is hér.
Einnig er lfchistory.net með umfjöllun um Barnes hér.
Upplýsingar um árshátíðina:
Miðaverð í ár er kr. 9.900.
Þú getur pantað miða með því að senda tölvupóst á [email protected]. Tilgreinir nafn, símanúmer, fjölda miða og hvort þú vilt borga með millifærslu eða kreditkorti.
Dagsetning: 14. mars 2015.
Staður: Spot í Kópavogi, heimavöllur okkar.
Heiðursgestir: John Barnes & Ragnhild Lund Ansnes
Uppistand frá Sögu Garðarsdóttur
Matseðill: Forréttur - Steikarhlaðborð.
Húsið opnar kl. 19:00. Borðhald hefst. 19:45.
Þetta er viðburður sem hreinlega er ekki hægt að láta fram hjá sér fara !
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan