| Grétar Magnússon
Liverpool léku næstsíðasta æfingaleik sinn í Finnlandi. Mótherjinn var finnska liðið HJK Helsinki og enduðu leikar 0-2 fyrir gestina frá Liverpool.
Vegna æfingaleiks við Swindon daginn eftir var leikmannahópnum skipt upp og fóru t.d. þeir Christian Benteke og Roberto Firmino ekki með liðinu til Finnlands. Engu að síður var liðið sterkt á Ólympíuleikvanginum þar í landi og byrjunarliðið var þannig skipað: Mignolet, Lovren, Skrtel, Gomez, Clyne, Lallana, Milner, Henderson, Ibe, Coutinho, Ings. Á bekknum sátu Fulton, Maguire, Chirivella, Kent, Origi og nýjasti liðsmaðurinn Allan frá Brasilíu.
Philippe Coutinho var þarna að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann sneri til æfinga á ný. Hann lét þónokkuð að sér kveða í leiknum og fyrsta hættan uppvið mark heimamanna kom eftir skot frá honum en boltinn fór yfir markið. Danny Ings var næstur á dagskrá til að ógna en skalli hans eftir aukaspyrnu frá Henderson skoppaði framhjá fjærstönginni. James Milner átti svo tvö skot að marki, það fyrra var vel varið en það síðara hefði getað endað í markinu. Henderson tók hornspyrnu og sendi boltann í átt að vítateigslínunni þar sem Milner skaut föstu skoti að marki. HJK menn voru heppnir að einn náði að slæma fæti í boltann og breyta stefnu skotsins sem stefndi í markið. Hættulegasta færi fyrri hálfleiksins var svo það sem áður var nefnt er Coutinho skaut í þverslána.
Skömmu eftir að seinni hálfleikur hafði verið flautaður á átti Lallana gott skot að marki sem fór rétt framhjá. Jordon Ibe átti svo góða rispu upp hægri kantinn og sendi fyrir markið þar sem Ings skaut yfir markið frá markteig. Eina ógn heimamanna í leiknum kom svo um miðjan hálfleikinn er skot frá Ousman Jallow var vel varið hjá Mignolet í markinu.
Brendan Rodgers setti svo Divock Origi inná fyrir Ings eftir u.þ.b. klukkutíma leik. Áfram héldu færin að falla í skaut gestanna en erfitt virtist ætla að koma boltanum í netið. Origi gerði vel í teignum er hann kom boltanum til Lallana sem þrumaði að marki en enn á ný náðu varnarmenn að komast fyrir skotið og breyta stefnum boltans sem fór yfir.
Ísinn var þó brotinn á 72. mínútu er Ibe skeiðaði enn sem fyrr upp hægri kantinn og sendi fyrir markið. Þar flikkaði Milner boltanum áfram beint til Origi sem var fyrir aftan hann. Belginn var fljótur að átta sig í þröngri stöðu og setti hann boltann með föstu skoti í markið.
Forystan var svo tvöfölduð fimm mínútum síðar er hornspyrna og samleikur Coutinho og Milner varð til þess að sá fyrrnefndi var í ágætri stöðu vinstra megin í vítateignum og gott skot hans hafnaði í fjær horninu.
Fátt markvert gerðist eftir þetta og lokatölur leikisins því 0-2 fyrir Liverpool.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Gomez (Maguire 82. mín.), Henderson, Milner, Coutinho (Chirivella 81. mín.), Ibe, Lallana og Ings (Origi 63). Ónotaðir varamenn: Fulton, Kent og Allan.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
TIL BAKA
Sigur í Finnlandi
Liverpool léku næstsíðasta æfingaleik sinn í Finnlandi. Mótherjinn var finnska liðið HJK Helsinki og enduðu leikar 0-2 fyrir gestina frá Liverpool.
Vegna æfingaleiks við Swindon daginn eftir var leikmannahópnum skipt upp og fóru t.d. þeir Christian Benteke og Roberto Firmino ekki með liðinu til Finnlands. Engu að síður var liðið sterkt á Ólympíuleikvanginum þar í landi og byrjunarliðið var þannig skipað: Mignolet, Lovren, Skrtel, Gomez, Clyne, Lallana, Milner, Henderson, Ibe, Coutinho, Ings. Á bekknum sátu Fulton, Maguire, Chirivella, Kent, Origi og nýjasti liðsmaðurinn Allan frá Brasilíu.
Philippe Coutinho var þarna að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann sneri til æfinga á ný. Hann lét þónokkuð að sér kveða í leiknum og fyrsta hættan uppvið mark heimamanna kom eftir skot frá honum en boltinn fór yfir markið. Danny Ings var næstur á dagskrá til að ógna en skalli hans eftir aukaspyrnu frá Henderson skoppaði framhjá fjærstönginni. James Milner átti svo tvö skot að marki, það fyrra var vel varið en það síðara hefði getað endað í markinu. Henderson tók hornspyrnu og sendi boltann í átt að vítateigslínunni þar sem Milner skaut föstu skoti að marki. HJK menn voru heppnir að einn náði að slæma fæti í boltann og breyta stefnu skotsins sem stefndi í markið. Hættulegasta færi fyrri hálfleiksins var svo það sem áður var nefnt er Coutinho skaut í þverslána.
Skömmu eftir að seinni hálfleikur hafði verið flautaður á átti Lallana gott skot að marki sem fór rétt framhjá. Jordon Ibe átti svo góða rispu upp hægri kantinn og sendi fyrir markið þar sem Ings skaut yfir markið frá markteig. Eina ógn heimamanna í leiknum kom svo um miðjan hálfleikinn er skot frá Ousman Jallow var vel varið hjá Mignolet í markinu.
Brendan Rodgers setti svo Divock Origi inná fyrir Ings eftir u.þ.b. klukkutíma leik. Áfram héldu færin að falla í skaut gestanna en erfitt virtist ætla að koma boltanum í netið. Origi gerði vel í teignum er hann kom boltanum til Lallana sem þrumaði að marki en enn á ný náðu varnarmenn að komast fyrir skotið og breyta stefnum boltans sem fór yfir.
Ísinn var þó brotinn á 72. mínútu er Ibe skeiðaði enn sem fyrr upp hægri kantinn og sendi fyrir markið. Þar flikkaði Milner boltanum áfram beint til Origi sem var fyrir aftan hann. Belginn var fljótur að átta sig í þröngri stöðu og setti hann boltann með föstu skoti í markið.
Forystan var svo tvöfölduð fimm mínútum síðar er hornspyrna og samleikur Coutinho og Milner varð til þess að sá fyrrnefndi var í ágætri stöðu vinstra megin í vítateignum og gott skot hans hafnaði í fjær horninu.
Fátt markvert gerðist eftir þetta og lokatölur leikisins því 0-2 fyrir Liverpool.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Gomez (Maguire 82. mín.), Henderson, Milner, Coutinho (Chirivella 81. mín.), Ibe, Lallana og Ings (Origi 63). Ónotaðir varamenn: Fulton, Kent og Allan.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan