| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Í dag fer fram úrslitaleikur enska Deildarbikarsins og mæta okkar menn þar Manchester City. Leikið er á Wembley og verður flautað til leiks kl. 16:30.
Við erum búnir að gera leiknum góð skil hér á vefnum alla þessa viku en þeir sem hafa ekki lesið niðurtalninguna geta gert það með því að smella á hlekkina neðst í þessari upphitun. Þar er að finna ýmsa fróðleiksmola um keppnina og hvernig okkar mönnum hefur vegnað í henni í gegnum árin og margt fleira.
Það er ljóst að mikil spenna er fyrir leiknum í dag og margir Liverpool-búar halda sem leið liggur að Anfield South eins og Wembley er stundum nefndur í tali þeirra Scousera. Einnig er ljóst að mótherjinn gæti varla verið sterkari en einmitt lið Manchester City. Það skiptir reyndar engu máli hver mótherjinn er þegar komið er í úrslitaleik að mínu mati. Leikurinn verður alltaf að vinnast og Liverpool hefur nú sýnt það og sannað í gegnum tíðina að þó svo að mótherjinn sé svokallaður minni spámaður þá er úrslitaleikur ávallt erfiður. Hver man ekki t.d. eftir æsispennandi úrslitaleikjum gegn Birmingham City og Cardiff City á þessu ársþúsundi ? Vonandi er það heillamerki fyrir okkar menn að lið sem inniheldur orðið City sé mótherjinn, að minnsta kosti hefur það skilað titli 2001 og 2012. Árið 2003 vannst þessi titill gegn liði sem ekki innihélt orðið City í sínu nafni en þá var það Manchester United sem lét í lægra haldi þannig að tengingin er klárlega til staðar nú þegar Manchester City eru mótherjarnir ! En svona pælingar eru reyndar bara til gamans gerðar...
Það er ekki létt að spá fyrir um hvernig Jurgen Klopp mun stilla upp byrjunarliðinu, aðallega hvað miðverðina varðar en Dejan Lovren á að vera orðinn klár í slaginn á ný. Kolo Toure er þó talinn líklegastur til að byrja leikinn við hlið Mamadou Sakho. Framlínan verður svo væntanlega skipuð þeim Firmino, Coutinho og Sturridge. Jordan Henderson og James Milner eru klárlega í byrjunarliðinu nema eitthvað komi uppá og svo er spurningin sú hvort að Lucas eða Emre Can verði með þeim á miðjunni. Þetta kemur allt auðvitað í ljós en Manchester City hafa svotil úr öllum sínum helstu kanónum að spila og munar þar helst um Vincent Kompany. Varnarleikur þeirra er mun betri þegar hann spilar og okkar menn þurfa að finna lausn á því máli. Frammi verður svo að stöðva David Silva en hann er heilinn í þeirra sóknarleik og getur þrætt boltann í gegnum nálarauga til Sergio Aguero sem nýtir yfirleitt færin sín vel. En það þýðir ekkert að hugsa of mikið um mótherjann og Jurgen Klopp er vonandi búinn að berja óbilandi sjálfstraust í sína leikmenn. Þeir sem byrja leikinn verða að vera tilbúnir frá fyrstu mínútu og berjast fyrir félagið og stuðningsmennina.
Félögin hafa mæst alls fjórum sinnum áður í þessari keppni eins og við komum inná í 3. kapítula niðurtalningarinnar, eini tapleikurinn gegn ljósbláa liðinu frá Manchester kom tímabilið 1968-69 og vonandi breytist það ekkert í dag. Spáin að þessu sinni er á þá leið að hjartað ræður för og við skulum segja að okkar menn lyfti bikarnum eftir háspennuleik þar sem lokatölur verða 2-1 !
YNWA
Niðurtalningin 1. kapítuli
Niðurtalningin 2. kapítuli
Niðurtalningin 3. kapítuli
Niðurtalningin 4. kapítuli
Niðurtalningin 5. kapítuli
Niðurtalningin 6. kapítuli
Við erum búnir að gera leiknum góð skil hér á vefnum alla þessa viku en þeir sem hafa ekki lesið niðurtalninguna geta gert það með því að smella á hlekkina neðst í þessari upphitun. Þar er að finna ýmsa fróðleiksmola um keppnina og hvernig okkar mönnum hefur vegnað í henni í gegnum árin og margt fleira.
Það er ljóst að mikil spenna er fyrir leiknum í dag og margir Liverpool-búar halda sem leið liggur að Anfield South eins og Wembley er stundum nefndur í tali þeirra Scousera. Einnig er ljóst að mótherjinn gæti varla verið sterkari en einmitt lið Manchester City. Það skiptir reyndar engu máli hver mótherjinn er þegar komið er í úrslitaleik að mínu mati. Leikurinn verður alltaf að vinnast og Liverpool hefur nú sýnt það og sannað í gegnum tíðina að þó svo að mótherjinn sé svokallaður minni spámaður þá er úrslitaleikur ávallt erfiður. Hver man ekki t.d. eftir æsispennandi úrslitaleikjum gegn Birmingham City og Cardiff City á þessu ársþúsundi ? Vonandi er það heillamerki fyrir okkar menn að lið sem inniheldur orðið City sé mótherjinn, að minnsta kosti hefur það skilað titli 2001 og 2012. Árið 2003 vannst þessi titill gegn liði sem ekki innihélt orðið City í sínu nafni en þá var það Manchester United sem lét í lægra haldi þannig að tengingin er klárlega til staðar nú þegar Manchester City eru mótherjarnir ! En svona pælingar eru reyndar bara til gamans gerðar...
Það er ekki létt að spá fyrir um hvernig Jurgen Klopp mun stilla upp byrjunarliðinu, aðallega hvað miðverðina varðar en Dejan Lovren á að vera orðinn klár í slaginn á ný. Kolo Toure er þó talinn líklegastur til að byrja leikinn við hlið Mamadou Sakho. Framlínan verður svo væntanlega skipuð þeim Firmino, Coutinho og Sturridge. Jordan Henderson og James Milner eru klárlega í byrjunarliðinu nema eitthvað komi uppá og svo er spurningin sú hvort að Lucas eða Emre Can verði með þeim á miðjunni. Þetta kemur allt auðvitað í ljós en Manchester City hafa svotil úr öllum sínum helstu kanónum að spila og munar þar helst um Vincent Kompany. Varnarleikur þeirra er mun betri þegar hann spilar og okkar menn þurfa að finna lausn á því máli. Frammi verður svo að stöðva David Silva en hann er heilinn í þeirra sóknarleik og getur þrætt boltann í gegnum nálarauga til Sergio Aguero sem nýtir yfirleitt færin sín vel. En það þýðir ekkert að hugsa of mikið um mótherjann og Jurgen Klopp er vonandi búinn að berja óbilandi sjálfstraust í sína leikmenn. Þeir sem byrja leikinn verða að vera tilbúnir frá fyrstu mínútu og berjast fyrir félagið og stuðningsmennina.
Félögin hafa mæst alls fjórum sinnum áður í þessari keppni eins og við komum inná í 3. kapítula niðurtalningarinnar, eini tapleikurinn gegn ljósbláa liðinu frá Manchester kom tímabilið 1968-69 og vonandi breytist það ekkert í dag. Spáin að þessu sinni er á þá leið að hjartað ræður för og við skulum segja að okkar menn lyfti bikarnum eftir háspennuleik þar sem lokatölur verða 2-1 !
YNWA
Niðurtalningin 1. kapítuli
Niðurtalningin 2. kapítuli
Niðurtalningin 3. kapítuli
Niðurtalningin 4. kapítuli
Niðurtalningin 5. kapítuli
Niðurtalningin 6. kapítuli
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan