| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jürgen Klopp er búinn að velja liðið!
Jürgen Klopp er búinn að velja liðið sem mætir Manchester City á eftir í úrslitaleiknum um enska Deildarbikarinn. Þetta eru þeir leikmenn sem Jürgen treystir best til að verja heiður Liverpool Football Club á Wembley.
Liverpool: Simon Mignolet, Natahniel Clyne, Lucas Leiva, Mamadou Sakho, Alberto Moreno, Jordan Henderson, fyrirliði, Emre Can, James Milner, Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Daniel Sturridge. Varamenn: Adam Bogdan, Kolo Toure, Jon Flanagan, Joe Allen, Adam Lallana, Divock Origi og Christain Benteke.
Jürgen og ráðgjafar hans hafa sem sagt ákveðið að tefla fram sama liði og hóf Evrópuleikinn á móti Augsburg. Flestir töldu að Kolo Toure yrði miðvörður en Lucas Leiva, sem loksins fær tækifæri til að leika á Wembley, heldur stöðu sinni. Þeir Joe Allen og Adam Lallana koma á varamannabekkinn en þeir hafa verið meiddir upp á síðkastíð. Jon Flanagan fær líka sæti á bekknum en hann er ekki í Evrópuliðshópnum. Adam Bogdan er varamarkmaður en hann hefur ekki verið á bekknum í síðustu leikjum. Liklega fær hann sæti vegna þess að hann lagði sitt af mörkum til að koma Liverpool til Wembley.
Nú er að vona að hver einn og einasti þessara leikmanna spili sem allra best. Liverpool vinnur ekki þennan leik nema allir leggist á eitt innan vallar sem utan. Liverpool snýst um að vinna titla og nú gefst tækifæri á að bæta við afrekaskrá félagsins okkar!
YNWA!
Liverpool: Simon Mignolet, Natahniel Clyne, Lucas Leiva, Mamadou Sakho, Alberto Moreno, Jordan Henderson, fyrirliði, Emre Can, James Milner, Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Daniel Sturridge. Varamenn: Adam Bogdan, Kolo Toure, Jon Flanagan, Joe Allen, Adam Lallana, Divock Origi og Christain Benteke.
Jürgen og ráðgjafar hans hafa sem sagt ákveðið að tefla fram sama liði og hóf Evrópuleikinn á móti Augsburg. Flestir töldu að Kolo Toure yrði miðvörður en Lucas Leiva, sem loksins fær tækifæri til að leika á Wembley, heldur stöðu sinni. Þeir Joe Allen og Adam Lallana koma á varamannabekkinn en þeir hafa verið meiddir upp á síðkastíð. Jon Flanagan fær líka sæti á bekknum en hann er ekki í Evrópuliðshópnum. Adam Bogdan er varamarkmaður en hann hefur ekki verið á bekknum í síðustu leikjum. Liklega fær hann sæti vegna þess að hann lagði sitt af mörkum til að koma Liverpool til Wembley.
Nú er að vona að hver einn og einasti þessara leikmanna spili sem allra best. Liverpool vinnur ekki þennan leik nema allir leggist á eitt innan vallar sem utan. Liverpool snýst um að vinna titla og nú gefst tækifæri á að bæta við afrekaskrá félagsins okkar!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan