| Sf. Gutt
Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, segir það mikil vonbrigði að hafa tapað úrslitaleiknum um Deildarbikarinn gegn Manchester City. Hann segir þó að ekki verði lagðar árar í bát. Þjóðverjinn hafði meðal annars þetta að segja á blaðamannafundi eftir leikinn.
,,Þetta var frábær dagur fram að síðasta sparkinu í vítaspyrnukeppninni. Skipulagningin var fullkomin, stemmningin var fullkomin og þetta var virkilega skemmtileg upplifun. En þegar upp var staðið þá töpuðum við í vítaspyrnukeppni. Lengra verður ekki komist í því að reyna að vinna. Við reyndum allt hvað við gátum. Ég get verið stoltur af mjög mörgu sem leikmennirnir gerðu í dag."
,,Maður getur vissulega dottið og þá verður maður að standa aftur á fætur. Það eru bara bjánar sem liggja áfram eftir að hafa dottið. Við munum snúa vörn í sókn. Það er algjörlega á hreinu!"
Leikmenn Liverpool gáfust aldrei upp þrátt fyrir að Manchester City fengi fleiri færi og Philippe Coutinho jafnaði þegar átta mínútur voru eftir. Framlengingin var jöfn en leikmenn Liverpool voru ekki nógu sparkvissir í vítaspyrnukeppninni. Liverpool hefur ekki unnið titil frá því 2012 og því eru það mikil vonbrigði að hafa tapað eftir að hafa komist svo nærri titli. Jürgen segir að árar verði ekki lagðar í bát.
,,VIð getum breytt öllu í fyrramálið en núna verður engu breytt. Sá er munurinn. En hafið engar áhyggjur. Við munum halda okkar striki. Við verðum betri. Svoleiðis er það bara. Við verðum að fara erfiða leið að því. Svo einfalt er það. Ekkert er auðvelt núna. En ef við höldum áfram að leggja hart að okkur þá munum við sjá nýtt ljós við enda ganganna. Það skiptir öllu að halda trúnni og við vitum það. Það þarf enginn að efast um að við munum halda áfram að berjast. En í kvöld líður okkur ömurlega."
TIL BAKA
Við munum halda okkar striki!

,,Þetta var frábær dagur fram að síðasta sparkinu í vítaspyrnukeppninni. Skipulagningin var fullkomin, stemmningin var fullkomin og þetta var virkilega skemmtileg upplifun. En þegar upp var staðið þá töpuðum við í vítaspyrnukeppni. Lengra verður ekki komist í því að reyna að vinna. Við reyndum allt hvað við gátum. Ég get verið stoltur af mjög mörgu sem leikmennirnir gerðu í dag."
,,Maður getur vissulega dottið og þá verður maður að standa aftur á fætur. Það eru bara bjánar sem liggja áfram eftir að hafa dottið. Við munum snúa vörn í sókn. Það er algjörlega á hreinu!"
Leikmenn Liverpool gáfust aldrei upp þrátt fyrir að Manchester City fengi fleiri færi og Philippe Coutinho jafnaði þegar átta mínútur voru eftir. Framlengingin var jöfn en leikmenn Liverpool voru ekki nógu sparkvissir í vítaspyrnukeppninni. Liverpool hefur ekki unnið titil frá því 2012 og því eru það mikil vonbrigði að hafa tapað eftir að hafa komist svo nærri titli. Jürgen segir að árar verði ekki lagðar í bát.
,,VIð getum breytt öllu í fyrramálið en núna verður engu breytt. Sá er munurinn. En hafið engar áhyggjur. Við munum halda okkar striki. Við verðum betri. Svoleiðis er það bara. Við verðum að fara erfiða leið að því. Svo einfalt er það. Ekkert er auðvelt núna. En ef við höldum áfram að leggja hart að okkur þá munum við sjá nýtt ljós við enda ganganna. Það skiptir öllu að halda trúnni og við vitum það. Það þarf enginn að efast um að við munum halda áfram að berjast. En í kvöld líður okkur ömurlega."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan