| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap í Deildarbikarúrslitum
Leikmenn Liverpool háðu hetjulega baráttu við Manchester City í úrslitaleik enska Deildarbikarsins á Wembley í London en höfðu ekki erindi sem erfiði. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem, aldrei þessu vant, hafði mótherjinn betur.
Jurgen Klopp stillti upp óbreyttu liði frá sigrinum við Augsburg sem þýddi að Lucas var ásamt Mamadou Sakho í miðvarðarstöðunni. Þeir Joe Allen, Adam Lallana og Jon Flanagan settust svo á bekkinn ásamt Divock Origi, Christian Benteke, Kolo Toure og Adam Bogdan. Eftir aðeins 25 mínútna leik þurfti svo Mamadou Sakho að fara af velli eftir að hafa skollið saman við Emre Can í skallaeinvígi þar sem báðir lágu óvígir eftir. Sakho vankaðist klárlega og þrátt fyrir mikil mótmæli af hans hálfu þá var ljóst að hann gat ekki haldið áfram. Kolo Toure kom því inná í hans stað. Rétt áður en Sakho fór útaf fékk Sergio Aguero gott færi en Simon Mignolet varði mjög vel skot hans og boltinn small svo í stönginni. Annars var þessi fyrri hálfleikur í miklum járnum og bæði lið náðu ekki að skapa mikla hættu uppvið mark andstæðinganna. Staðan því 0-0 í hálfleik og allt í jafnvægi þannig séð.
En ekki var langt liðið á seinni hálfleik þegar City menn voru komnir yfir eða nánar tiltekið á 48. mínútu. Aguero renndi þá boltanum inná teiginn hægra megin á Fernandinho og hann skaut að marki og Mignolet, sem hefði að því er virtist auðveldlega getað sett fótinn í boltann, gerði það ekki og boltinn hafnaði því í netinu. Afskaplega klaufalegt hjá Mignolet að henda sér niður á boltann þegar allir virtust sjá að hann hefði getað staðið í fæturna og varið boltann með þeim. En hvað um það, markið stóð og City menn virtust ætla að halda þeirri forystu út leikinn. Sóknarlína Liverpool komst lítt áleiðis uppvið mark City manna en pressan jókst þó eftir því sem leið á leikinn. Sem betur fer endaði það með því að jöfnunarmarkið kom en þá voru 7 mínútur til leiksloka. Boltinn barst til Sturridge hægra megin á teignum eftir að Clyne hafði gert vel í að pressa varnarmann City sem hugðist hreinsa frá marki. Sturridge sendi fasta sendingu fyrir markið og þar kom Adam Lallana aðvífandi og setti boltann í stöngina. Frákastið skaust út í teiginn þar sem Coutinho var mættur og hann sendi boltann örugglega í markið. Þessu var svo vægast sagt vel fagnað af leikmönnum og stuðningsmönnum félagsins.
Það má þó ekki gleyma því að leikmenn City hefðu átt að vera búnir að gera út um leikinn áður en jöfnunarmark Liverpool kom en þar fór Raheem Sterling illa að ráði sínu nánast fyrir opnu marki og skaut framhjá. Hann og Aguero fengu svo frábær færi til að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Mignolet stóð þar svo sannarlega fyrir sínu í markinu. Í framlengingunni fékk svo Aguero aftur gott færi til að skora sigurmarkið en Mignolet var vel á verði, það er því ekki við Belgann að sakast þrátt fyrir að hann hafi ekki gert nógu vel í eina marki City í leiknum. Divock Origi fékk einnig flott skallafæri í framlengingunni en Caballero í marki City varði vel.
Gripið var til vítaspyrnukeppni þar sem Emre Can var sá eini sem skoraði úr sinni spyrnu fyrir okkar menn. Þeir Lucas, Coutinho og Lallana létu allir verja frá sér en hjá City skoruðu þeir Navas, Aguero og Yaya Toure úr sínum spyrnum. Afskaplega svekkjandi að tapa úrslitaleik á þennan hátt og í raun eitthvað sem við Liverpool menn eigum ekki að venjast þar sem vítaspyrnukeppnir hafa iðulega verið okkur hliðhollar í gegnum tíðina. En einhverntímann kemur að tapi í svoleiðis happa glappa leik.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Sakho (Toure, 25. mín.), Lucas, Moreno (Lallana, 71. mín.), Henderson, Milner, Can, Coutinho, Firmino (Origi, 80. mín.), Sturridge. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Flanagan, Allen, Benteke.
Mark Liverpool: Philippe Coutinho (83. mín.).
Gul spjöld: Clyne, Moreno, Lallana, Can, Coutinho.
Manchester City: Caballero, Sagna (Zabaleta, 90. mín.), Kompany, Otamendi, Clichy, Y Touré, Fernando (Jesús Navas, 90. mín.), Fernandinho, Silva (Bony, 110. mín.), Sterling, Aguero. Ónotaðir varamenn: Hart, Kolarov, Demichelis, Iheanacho.
Mark Manchester City: Fernandinho (49. mín.).
Gul spjöld: Kompany, Otamendi, Y Touré, Fernando, Fernandinho.
Áhorfendur á Wembley: 86.206.
Maður leiksins: Lucas Leiva stóð sig frábærlega í miðvarðarstöðunni allan leikinn og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Því miður fyrir hann skoraði hann ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór sem fór en frammistaða hans í leiknum sjálfum í 120 mínútur var frábær.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var frábær dagur fram að síðasta sparkinu í vítaspyrnukeppninni. Skipulagningin var fullkomin, stemmningin var fullkomin og þetta var virkilega skemmtileg upplifun. En þegar upp var staðið þá töpuðum við í vítaspyrnukeppni. Lengra verður ekki komist í því að reyna að vinna. Við reyndum allt hvað við gátum. Ég get verið stoltur af mjög mörgu sem leikmennirnir gerðu í dag."
,,Maður getur vissulega dottið og þá verður maður að standa aftur á fætur. Það eru bara bjánar sem liggja áfram eftir að hafa dottið. Við munum snúa vörn í sókn. Það er algjörlega á hreinu!"
- Þetta var í fjórða sinn sem úrslitaleikur hjá Liverpool í Deildarbikar tapast (1978, 1987, 2005 og 2016).
- Philippe Coutinho hefur skorað í fimm af sex leikjum gegn Manchester City í öllum keppnum.
- Þetta var aðeins í fjórða skiptið í sögu félagsins sem vítaspyrnukeppni tapast en alls hefur liðið tekið þátt í 18 vítaspyrnukeppnum.
- Liverpool hafði unnið allar bikarúrslitaviðureignir sínar fram að þessu þar sem útkljá þurfti viðureignina í vítaspyrnukeppni.
- Jurgen Klopp hefur náð í úrslit í bikarkeppni síðustu fimm tímabil sín sem knattspyrnustjóri en hefur tapað fjórum af þeim viðureignum.
- Með marki sínu í leiknum komst Coutinho upp að hlið Christian Benteke sem markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu með heil sjö mörk í öllum keppnum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Jurgen Klopp stillti upp óbreyttu liði frá sigrinum við Augsburg sem þýddi að Lucas var ásamt Mamadou Sakho í miðvarðarstöðunni. Þeir Joe Allen, Adam Lallana og Jon Flanagan settust svo á bekkinn ásamt Divock Origi, Christian Benteke, Kolo Toure og Adam Bogdan. Eftir aðeins 25 mínútna leik þurfti svo Mamadou Sakho að fara af velli eftir að hafa skollið saman við Emre Can í skallaeinvígi þar sem báðir lágu óvígir eftir. Sakho vankaðist klárlega og þrátt fyrir mikil mótmæli af hans hálfu þá var ljóst að hann gat ekki haldið áfram. Kolo Toure kom því inná í hans stað. Rétt áður en Sakho fór útaf fékk Sergio Aguero gott færi en Simon Mignolet varði mjög vel skot hans og boltinn small svo í stönginni. Annars var þessi fyrri hálfleikur í miklum járnum og bæði lið náðu ekki að skapa mikla hættu uppvið mark andstæðinganna. Staðan því 0-0 í hálfleik og allt í jafnvægi þannig séð.
En ekki var langt liðið á seinni hálfleik þegar City menn voru komnir yfir eða nánar tiltekið á 48. mínútu. Aguero renndi þá boltanum inná teiginn hægra megin á Fernandinho og hann skaut að marki og Mignolet, sem hefði að því er virtist auðveldlega getað sett fótinn í boltann, gerði það ekki og boltinn hafnaði því í netinu. Afskaplega klaufalegt hjá Mignolet að henda sér niður á boltann þegar allir virtust sjá að hann hefði getað staðið í fæturna og varið boltann með þeim. En hvað um það, markið stóð og City menn virtust ætla að halda þeirri forystu út leikinn. Sóknarlína Liverpool komst lítt áleiðis uppvið mark City manna en pressan jókst þó eftir því sem leið á leikinn. Sem betur fer endaði það með því að jöfnunarmarkið kom en þá voru 7 mínútur til leiksloka. Boltinn barst til Sturridge hægra megin á teignum eftir að Clyne hafði gert vel í að pressa varnarmann City sem hugðist hreinsa frá marki. Sturridge sendi fasta sendingu fyrir markið og þar kom Adam Lallana aðvífandi og setti boltann í stöngina. Frákastið skaust út í teiginn þar sem Coutinho var mættur og hann sendi boltann örugglega í markið. Þessu var svo vægast sagt vel fagnað af leikmönnum og stuðningsmönnum félagsins.
Það má þó ekki gleyma því að leikmenn City hefðu átt að vera búnir að gera út um leikinn áður en jöfnunarmark Liverpool kom en þar fór Raheem Sterling illa að ráði sínu nánast fyrir opnu marki og skaut framhjá. Hann og Aguero fengu svo frábær færi til að klára leikinn í venjulegum leiktíma en Mignolet stóð þar svo sannarlega fyrir sínu í markinu. Í framlengingunni fékk svo Aguero aftur gott færi til að skora sigurmarkið en Mignolet var vel á verði, það er því ekki við Belgann að sakast þrátt fyrir að hann hafi ekki gert nógu vel í eina marki City í leiknum. Divock Origi fékk einnig flott skallafæri í framlengingunni en Caballero í marki City varði vel.
Gripið var til vítaspyrnukeppni þar sem Emre Can var sá eini sem skoraði úr sinni spyrnu fyrir okkar menn. Þeir Lucas, Coutinho og Lallana létu allir verja frá sér en hjá City skoruðu þeir Navas, Aguero og Yaya Toure úr sínum spyrnum. Afskaplega svekkjandi að tapa úrslitaleik á þennan hátt og í raun eitthvað sem við Liverpool menn eigum ekki að venjast þar sem vítaspyrnukeppnir hafa iðulega verið okkur hliðhollar í gegnum tíðina. En einhverntímann kemur að tapi í svoleiðis happa glappa leik.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Sakho (Toure, 25. mín.), Lucas, Moreno (Lallana, 71. mín.), Henderson, Milner, Can, Coutinho, Firmino (Origi, 80. mín.), Sturridge. Ónotaðir varamenn: Bogdan, Flanagan, Allen, Benteke.
Mark Liverpool: Philippe Coutinho (83. mín.).
Gul spjöld: Clyne, Moreno, Lallana, Can, Coutinho.
Manchester City: Caballero, Sagna (Zabaleta, 90. mín.), Kompany, Otamendi, Clichy, Y Touré, Fernando (Jesús Navas, 90. mín.), Fernandinho, Silva (Bony, 110. mín.), Sterling, Aguero. Ónotaðir varamenn: Hart, Kolarov, Demichelis, Iheanacho.
Mark Manchester City: Fernandinho (49. mín.).
Gul spjöld: Kompany, Otamendi, Y Touré, Fernando, Fernandinho.
Áhorfendur á Wembley: 86.206.
Maður leiksins: Lucas Leiva stóð sig frábærlega í miðvarðarstöðunni allan leikinn og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Því miður fyrir hann skoraði hann ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór sem fór en frammistaða hans í leiknum sjálfum í 120 mínútur var frábær.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var frábær dagur fram að síðasta sparkinu í vítaspyrnukeppninni. Skipulagningin var fullkomin, stemmningin var fullkomin og þetta var virkilega skemmtileg upplifun. En þegar upp var staðið þá töpuðum við í vítaspyrnukeppni. Lengra verður ekki komist í því að reyna að vinna. Við reyndum allt hvað við gátum. Ég get verið stoltur af mjög mörgu sem leikmennirnir gerðu í dag."
,,Maður getur vissulega dottið og þá verður maður að standa aftur á fætur. Það eru bara bjánar sem liggja áfram eftir að hafa dottið. Við munum snúa vörn í sókn. Það er algjörlega á hreinu!"
Fróðleikur:
- Þetta var í fjórða sinn sem úrslitaleikur hjá Liverpool í Deildarbikar tapast (1978, 1987, 2005 og 2016).
- Philippe Coutinho hefur skorað í fimm af sex leikjum gegn Manchester City í öllum keppnum.
- Þetta var aðeins í fjórða skiptið í sögu félagsins sem vítaspyrnukeppni tapast en alls hefur liðið tekið þátt í 18 vítaspyrnukeppnum.
- Liverpool hafði unnið allar bikarúrslitaviðureignir sínar fram að þessu þar sem útkljá þurfti viðureignina í vítaspyrnukeppni.
- Jurgen Klopp hefur náð í úrslit í bikarkeppni síðustu fimm tímabil sín sem knattspyrnustjóri en hefur tapað fjórum af þeim viðureignum.
- Með marki sínu í leiknum komst Coutinho upp að hlið Christian Benteke sem markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu með heil sjö mörk í öllum keppnum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan