| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Markovic fær tækifæri
Jurgen Klopp segir að Lazar Markovic muni fá tækifæri til að koma ferli sínum hjá félaginu á réttan kjöl þegar nýtt tímabil gengur í garð.
Margir töldu að ferill Serbans unga væri svo gott sem búinn hjá félaginu eftir að hann var lánaður til tyrkneska félagsins Fenerbahce í lok sumars. Oftar en ekki hefur það verið raunin þegar leikmenn hafa farið á lán frá félaginu. En þá var Jurgen Klopp auðvitað ekki við stjórnvölinn því hefur margt breyst.
Markovic er meiddur sem stendur og sneri því aftur á Melwood til að láta læknalið félagsins skoða meiðslin betur og við það tækifæri ræddu þeir Klopp betur saman. Þar sagði Klopp að Markovic ætti að mæta til æfinga í júlí eins og lög gera ráð fyrir og sýna sig og sanna.
,,Lazar á við meiðsli í vöðva að stríða og hann er þess vegna staddur hér," sagði Klopp. ,,Þú verður að spyrja lækninn hvað er nákvæmlega að en hann getur ekki spilað. Hann er ekki leikmaður okkar þetta tímabilið og hann þarf því að fara aftur til Tyrklands."
,,Við ræddum málin stuttlega. Ég sagði að hann væri auðvitað velkominn hingað í júlí og svo væri þetta undir honum komið. Þannig er þetta í knattspyrnu. Undirbúningstímabilið er langt og ef hann vill koma aftur til Liverpool í júlí þá er hann velkominn. Okkur vantar vængmenn. Allir sem koma við sögu á undirbúningstímabilinu geta spilað eitthvað hlutverk á næsta tímabili. Okkur veitir ekki af stórum leikmannahóp því Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í sumar."
Margir töldu að ferill Serbans unga væri svo gott sem búinn hjá félaginu eftir að hann var lánaður til tyrkneska félagsins Fenerbahce í lok sumars. Oftar en ekki hefur það verið raunin þegar leikmenn hafa farið á lán frá félaginu. En þá var Jurgen Klopp auðvitað ekki við stjórnvölinn því hefur margt breyst.
Markovic er meiddur sem stendur og sneri því aftur á Melwood til að láta læknalið félagsins skoða meiðslin betur og við það tækifæri ræddu þeir Klopp betur saman. Þar sagði Klopp að Markovic ætti að mæta til æfinga í júlí eins og lög gera ráð fyrir og sýna sig og sanna.
,,Lazar á við meiðsli í vöðva að stríða og hann er þess vegna staddur hér," sagði Klopp. ,,Þú verður að spyrja lækninn hvað er nákvæmlega að en hann getur ekki spilað. Hann er ekki leikmaður okkar þetta tímabilið og hann þarf því að fara aftur til Tyrklands."
,,Við ræddum málin stuttlega. Ég sagði að hann væri auðvitað velkominn hingað í júlí og svo væri þetta undir honum komið. Þannig er þetta í knattspyrnu. Undirbúningstímabilið er langt og ef hann vill koma aftur til Liverpool í júlí þá er hann velkominn. Okkur vantar vængmenn. Allir sem koma við sögu á undirbúningstímabilinu geta spilað eitthvað hlutverk á næsta tímabili. Okkur veitir ekki af stórum leikmannahóp því Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í sumar."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan