| Sf. Gutt
Allt er enn í óvissu með hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Mamadou Sakho. Hann bíður enn eftir úrskurði frá Kanttspyrnusambandi Evrópu um hversu langt leikbann hans verður eða hvort hann fær yfir höfuð leikbann.
Mamadou er reyndar í leikbanni en það gildir aðeins þar til úrskurður verður kveðinn upp í máli hans vegna þess að hann notaði fitubrennslutöflur sem ekki mátti nota. Ómögulegt að segja til um hversu langt leikbann Frakkinn fær og eins og möguleiki að hann fái ekki bann.
Þessi óvissa gerir forráðamönnum Liverpool erfitt fyrir því á meðan ekki er vitað hvort Mamadou verður í banni þegar næsta leiktíð hefst er erfitt að taka ákvörðun um hvort kaupa eigi miðvörð. Kolo Toure hefur verið leyft að fara og reiknað er með því að Martin Skrtel fari eftir Evrópumótið.
Ef Mamadou hefði passað sig eins og honum bar hefði hann verið að spila með Frökkum á EM. Fjarvera hans síðustu vikur leiktíðarinnar kom Liverpool mjög illa þannig að Frakkinn fór eins illa að ráði sínu eins og hægt var.
Eftir því sem best er vitað á að kveða upp úrskurð í næsta mánuði en engin tímaseting er komin.
TIL BAKA
Allt í óvissu með Mamadou

Mamadou er reyndar í leikbanni en það gildir aðeins þar til úrskurður verður kveðinn upp í máli hans vegna þess að hann notaði fitubrennslutöflur sem ekki mátti nota. Ómögulegt að segja til um hversu langt leikbann Frakkinn fær og eins og möguleiki að hann fái ekki bann.
Þessi óvissa gerir forráðamönnum Liverpool erfitt fyrir því á meðan ekki er vitað hvort Mamadou verður í banni þegar næsta leiktíð hefst er erfitt að taka ákvörðun um hvort kaupa eigi miðvörð. Kolo Toure hefur verið leyft að fara og reiknað er með því að Martin Skrtel fari eftir Evrópumótið.
Ef Mamadou hefði passað sig eins og honum bar hefði hann verið að spila með Frökkum á EM. Fjarvera hans síðustu vikur leiktíðarinnar kom Liverpool mjög illa þannig að Frakkinn fór eins illa að ráði sínu eins og hægt var.
Eftir því sem best er vitað á að kveða upp úrskurð í næsta mánuði en engin tímaseting er komin.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan