| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sakho sýknaður !
Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti nú rétt í þessu að Mamadou Sakho hafi verið sýknaður af ákæru um notkun ólöglegra efna sem fundust í honum eftir leik í Evrópudeildinni í vor.
Það verður að segjast að málið hefur dregist ansi mikið á langinn en Sakho missti af restinni af tímabilinu hjá Liverpool, m.a. úrslitaleiknum í Evrópudeildinni. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið í banni þegar lokahópur franska landsliðsins var tilkynntur var hann ekki valinn enda var málinu ekki lokið og sennilega vildi franska knattspyrnusambandið ekki taka neina áhættu með því að velja Sakho.
En hvað um það, vissulega er mikill léttir að Frakkinn sterki geti nú snúið sér að því að spila og æfa með félaginu á ný, hér fyrir neðan er yfirlýsingin frá knattspyrnusambandi Evrópu:
Hin sjálfstæða nefnd UEFA (CEDB) kom saman í París og hefur komist að niðurstöðu hvað varðar málefni sem rannsökuð voru gegn Liverpool FC og Mamadou Sakho leikmanni félagsins, í kjölfar leiks í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar milli Manchester United og Liverpool (1-1), sem fram fór þann 17. mars 2016.
Herra Sakho var fundinn sekur um að hafa brotið reglur UEFA hvað lyfjanotkun varðar eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik. Eftir yfirheyrslur með lögmönnum leikmannsins og sérfræðingum rannsóknarstofu í þessu máli hefur nefndin ákveðið að vísa málinu frá.
Það verður að segjast að málið hefur dregist ansi mikið á langinn en Sakho missti af restinni af tímabilinu hjá Liverpool, m.a. úrslitaleiknum í Evrópudeildinni. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið í banni þegar lokahópur franska landsliðsins var tilkynntur var hann ekki valinn enda var málinu ekki lokið og sennilega vildi franska knattspyrnusambandið ekki taka neina áhættu með því að velja Sakho.
En hvað um það, vissulega er mikill léttir að Frakkinn sterki geti nú snúið sér að því að spila og æfa með félaginu á ný, hér fyrir neðan er yfirlýsingin frá knattspyrnusambandi Evrópu:
Hin sjálfstæða nefnd UEFA (CEDB) kom saman í París og hefur komist að niðurstöðu hvað varðar málefni sem rannsökuð voru gegn Liverpool FC og Mamadou Sakho leikmanni félagsins, í kjölfar leiks í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar milli Manchester United og Liverpool (1-1), sem fram fór þann 17. mars 2016.
Herra Sakho var fundinn sekur um að hafa brotið reglur UEFA hvað lyfjanotkun varðar eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik. Eftir yfirheyrslur með lögmönnum leikmannsins og sérfræðingum rannsóknarstofu í þessu máli hefur nefndin ákveðið að vísa málinu frá.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan