| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sakho missir af byrjun tímabilsins
Hörmungarsaga Mamadou Sakho heldur áfram en í gær kom í ljós að hann missir af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla.
Sakho hefur var að glíma við meiðsli í hæl undir lok síðasta tímabils og í ljós hefur komið að hann þarfnast meiri hvíldar til að ná sér af þessum meiðslum. Eins og flestir vita var hann sýknaður af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, í síðustu viku og flestir bjuggust við því að hann gæti því hafið æfingar og verið klár í byrjun tímabilsins.
Það er hinsvegar ljóst að af því verður ekki og Sakho þarfnast ekki aðgerðar en verður að hvíla í að minnsta kosti mánuð í viðbót. Það eru ekki góðar fréttir fyrir Jurgen Klopp og þjálfarateymi hans þar sem ekki eru of margir miðverðir á mála hjá félaginu eins og staðan er núna. Martin Skrtel er á förum frá félaginu og búist er við því að hann skrifi undir samning við tyrkneska liðið Fenerbahce á næstu dögum auk þess sem samningur Kolo Toure var ekki endurnýjaður í sumar og hann hefur haldið á braut. Það eru því bara þeir Joel Matip og Dejan Lovren sem eru miðverðir í aðalliðinu þessa stundina.
Til að bæta gráu ofaná svart bárust þær fréttir af lyfjamáli Sakho í vikunni að því gæti ekki verið lokið að fullu þar sem stofnunin sem sá um að greina sýni Sakho gæti áfrýjað málinu uppá eigin frumkvæði. Auk þess er Sakho að íhuga málsókn gegn UEFA þar sem hann missti af ansi mikilvægum leikjum í lokabaráttu Liverpool á síðasta tímabili sem og Evrópumótinu með Frökkum. Það er því ekki hægt að segja, því miður, að þessu leiðindamáli sé lokið.
Jurgen Klopp hafði þetta að segja: ,,Mama átti í smávægilegum vandræðum með hásin þegar hann spilaði, einn daginn var hann góður, annan ekki og þannig var þetta. Þegar hann var svo dæmdur í bann notaði hann tækifærið og lét meðhöndla meiðslin og nú þarf hann að hvíla í þrjár til fjórar vikur áður en hann getur farið að æfa á ný."
,,Hann fór ekki í aðgerð, hann má bara ekki æfa sem stendur. Hann fékk ákveðna meðferð við þessum meiðslum og auðvitað er staðan ekki alveg nógu góð núna fyrir hann, fyrir okkur og í raun fyrir alla. Það skiptir ekki máli hvað ég segi núna en allir hugsa það sama. Hann er hér, getur því miður ekki æft sem stendur en er í meðferð vegna meiðslanna. Við sjáum hvernig hann bregst við því og hvenær hann má fara að spila á ný."
Klopp var einnig varkár þegar hann tjáði sig um lyfjamálin sem ekki er enn lokið eins og áður sagði: ,,Ég get ekki sagt mikið sem knattspyrnustjóri. Ég veit í raun ekki hvað gerist næst hjá Sakho eða UEFA. En sem manneskja get ég sagt að þetta er leiðindamál. Hann hefur ekki spilað knattspyrnu í þrjá og hálfan mánuð. Það er augljóslega ekki nógu gott en við vitum öll að lyfjamisnotkun í íþróttum er alvarlegt mál og við getum aldrei sætt okkur slíkt."
,,En ég er viss um að allir reyndu að gera rétt í málinu. Aðrir verða að ræða þessi mál því ég veit ekki hvað ég má segja eða hvað ég á að segja í raun. Það er einn hlutur og annar er sá að Mama er meiddur sem stendur.
Sakho hefur var að glíma við meiðsli í hæl undir lok síðasta tímabils og í ljós hefur komið að hann þarfnast meiri hvíldar til að ná sér af þessum meiðslum. Eins og flestir vita var hann sýknaður af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, í síðustu viku og flestir bjuggust við því að hann gæti því hafið æfingar og verið klár í byrjun tímabilsins.
Það er hinsvegar ljóst að af því verður ekki og Sakho þarfnast ekki aðgerðar en verður að hvíla í að minnsta kosti mánuð í viðbót. Það eru ekki góðar fréttir fyrir Jurgen Klopp og þjálfarateymi hans þar sem ekki eru of margir miðverðir á mála hjá félaginu eins og staðan er núna. Martin Skrtel er á förum frá félaginu og búist er við því að hann skrifi undir samning við tyrkneska liðið Fenerbahce á næstu dögum auk þess sem samningur Kolo Toure var ekki endurnýjaður í sumar og hann hefur haldið á braut. Það eru því bara þeir Joel Matip og Dejan Lovren sem eru miðverðir í aðalliðinu þessa stundina.
Til að bæta gráu ofaná svart bárust þær fréttir af lyfjamáli Sakho í vikunni að því gæti ekki verið lokið að fullu þar sem stofnunin sem sá um að greina sýni Sakho gæti áfrýjað málinu uppá eigin frumkvæði. Auk þess er Sakho að íhuga málsókn gegn UEFA þar sem hann missti af ansi mikilvægum leikjum í lokabaráttu Liverpool á síðasta tímabili sem og Evrópumótinu með Frökkum. Það er því ekki hægt að segja, því miður, að þessu leiðindamáli sé lokið.
Jurgen Klopp hafði þetta að segja: ,,Mama átti í smávægilegum vandræðum með hásin þegar hann spilaði, einn daginn var hann góður, annan ekki og þannig var þetta. Þegar hann var svo dæmdur í bann notaði hann tækifærið og lét meðhöndla meiðslin og nú þarf hann að hvíla í þrjár til fjórar vikur áður en hann getur farið að æfa á ný."
,,Hann fór ekki í aðgerð, hann má bara ekki æfa sem stendur. Hann fékk ákveðna meðferð við þessum meiðslum og auðvitað er staðan ekki alveg nógu góð núna fyrir hann, fyrir okkur og í raun fyrir alla. Það skiptir ekki máli hvað ég segi núna en allir hugsa það sama. Hann er hér, getur því miður ekki æft sem stendur en er í meðferð vegna meiðslanna. Við sjáum hvernig hann bregst við því og hvenær hann má fara að spila á ný."
Klopp var einnig varkár þegar hann tjáði sig um lyfjamálin sem ekki er enn lokið eins og áður sagði: ,,Ég get ekki sagt mikið sem knattspyrnustjóri. Ég veit í raun ekki hvað gerist næst hjá Sakho eða UEFA. En sem manneskja get ég sagt að þetta er leiðindamál. Hann hefur ekki spilað knattspyrnu í þrjá og hálfan mánuð. Það er augljóslega ekki nógu gott en við vitum öll að lyfjamisnotkun í íþróttum er alvarlegt mál og við getum aldrei sætt okkur slíkt."
,,En ég er viss um að allir reyndu að gera rétt í málinu. Aðrir verða að ræða þessi mál því ég veit ekki hvað ég má segja eða hvað ég á að segja í raun. Það er einn hlutur og annar er sá að Mama er meiddur sem stendur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan