| Grétar Magnússon
Í dag var salan á Spánverjanum Sergi Canos staðfest en hann gengur til liðs við Norwich City sem spila í næst efstu deild.
Canos, sem er 19 ára, kom til Liverpool frá Barcelona sumarið 2013. Hann var á láni hjá Brentford á síðasta tímabili en náði að snúa aftur til Liverpool í tæka tíð til að spila síðasta leik liðsins á tímabilinu. Það var gegn WBA í 1-1 jafntefli og jafnframt fyrsti og síðasti leikur Canos fyrir félagið.
Talið er að í kaupsamningi félaganna sé klásúla þess efnis að standi Canos sig vel og bæti sig mikið sem leikmaður geti Liverpool keypt hann á ný sem og fengið einhvern hlut af söluverði komi til þess að Norwich selji hann frá sér.
TIL BAKA
Canos til Norwich

Canos, sem er 19 ára, kom til Liverpool frá Barcelona sumarið 2013. Hann var á láni hjá Brentford á síðasta tímabili en náði að snúa aftur til Liverpool í tæka tíð til að spila síðasta leik liðsins á tímabilinu. Það var gegn WBA í 1-1 jafntefli og jafnframt fyrsti og síðasti leikur Canos fyrir félagið.
Talið er að í kaupsamningi félaganna sé klásúla þess efnis að standi Canos sig vel og bæti sig mikið sem leikmaður geti Liverpool keypt hann á ný sem og fengið einhvern hlut af söluverði komi til þess að Norwich selji hann frá sér.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan