| Grétar Magnússon
Markvörðurinn Adam Bogdan hefur verið lánaður til Wigan Athletic og mun hann vera hjá félaginu út næsta tímabil.
Bogdan, sem er 28 ára gamall, spilaði sex leiki fyrir félagið á síðasta tímabili, þar af tvo í úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til liðs við Liverpool síðasta sumar á frjálsri sölu frá Bolton Wanderers.
Hans fyrsti leikur fyrir félagið í deildinni er sennilega eitthvað sem hann vill helst gleyma en það var gegn Watford í desember í fyrra. Slæm mistök hans eftir hornspyrnu, þar sem hann hélt ekki boltanum, urðu til þess að Watford komust yfir og unnu svo nokkuð auðveldan 3-0 sigur í kjölfarið.
Hann stóð sig þó vel í Deildarbikarnum gegn Carlisle þar sem hann varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni á Anfield og tryggði liðinu áframhald í keppninni.
Wigan komust upp í næst efstu deild á síðasta tímabili er þeir unnu League One en eins og margir vita spilaði félagið í nokkur ár í ensku úrvalsdeildinni.
TIL BAKA
Bodgan lánaður til Wigan

Bogdan, sem er 28 ára gamall, spilaði sex leiki fyrir félagið á síðasta tímabili, þar af tvo í úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til liðs við Liverpool síðasta sumar á frjálsri sölu frá Bolton Wanderers.
Hans fyrsti leikur fyrir félagið í deildinni er sennilega eitthvað sem hann vill helst gleyma en það var gegn Watford í desember í fyrra. Slæm mistök hans eftir hornspyrnu, þar sem hann hélt ekki boltanum, urðu til þess að Watford komust yfir og unnu svo nokkuð auðveldan 3-0 sigur í kjölfarið.
Hann stóð sig þó vel í Deildarbikarnum gegn Carlisle þar sem hann varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni á Anfield og tryggði liðinu áframhald í keppninni.
Wigan komust upp í næst efstu deild á síðasta tímabili er þeir unnu League One en eins og margir vita spilaði félagið í nokkur ár í ensku úrvalsdeildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan