| Sf. Gutt
TIL BAKA
Kjaftshögg í Burnley
Nýliðar Burnley skelltu hressilegu kjaftshöggi framan í Liverpool í dag. Þrátt fyrir að vera með boltann mesta hluta leiksins komust leikmenn Liverpool ekkert áleiðis. Burnley vann sanngjarnt 2:0 og Jürgen Klopp og ráðgjafar hans verða að hugsa sitt ráð.
Alberto Moreno var settur á bekkinn eins og margir bjuggust við eftir mikla gagrýni í kjölfar leiksins við Arsenal. Það segir sína sögu um valkosti í bakvarðarstöðunum að miðjumaðurinn James Milner tók stöðu hans. Jon Flanagan, sem hefði getað komið inn, er nú í láni hjá Burnley en mátti auðvitað ekki vera með mótherjunum.
Heimamenn biðu ekki boðanna og komust yfir strax á annarri mínútu. Nathaniel Clyne átti mislukkaða sendingu og boltinn barst til Sam Vokes sem sneri sér við á vítateigslínunni og þrumaði í mark án þess að Simon Mignolet gæti nokkuð að gert. Fögnuður heimamanna var að vonum mikill og rétt á eftir komast Andre Gray inn að markinu en Dejan Lovren bjargaði með góðri tæklingu.
Eftir þetta tók Liverpool boltann að sér og hélt honum að mestu fram að hálfleik. En það gaf lítið að sér og vörn Burnley varðist auðveldlega. Það var ekki fyrr en á 29. mínútu sem Daniel Sturridge, sem lék sinn fyrsta leik frá því á undirbúningstímabilnu, náði skoti sem hægt var að kalla því nafni en boltinn fór framhjá. Vont versnaði svo á 37. mínútu. Daniel missti boltann á vallarhelmingi Burnley. Heimamenn ruddust fram og sóknin endaði á því að Andre lék framhjá tveimur varnarmönnum og skoraði. Stuðningsmenn Burnley voru því skiljanlega hinir kátustu þegar leikhlé gekk í garð.
Sama form var á síðari hálfleik. Liverpool sótti linnulaust en það var varla að marki Burnley yrði ógnað. Tom Heaton varði þó skot Robero Firmino snemma í hálfleiknum. Þegar 11 mínútur voru eftir sló Tom skot varamannsins Marco Grujic yfir. Það vantaði ekki að Liverpool var með boltann og skotum rigndi í átt að markinu án þess að hætta væri af. Lið Liverpool var slakt og verðskuldaði ekkert úr leiknum en Burnley vann fyrir sigrinum með baráttu og góðum varnarleik. Leikurinn telst einn ef ekki sá versti á valdatíð Jürgen Klopp. Svona slök framganga er ekki boðleg og gengur ekki ef berjast á um efstu sætin í deildinni!
Burnley: Heaton: Lowton, Keane, Mee, Ward: Arfield, Marney, Defour (Jóhann Berg (56. mín.), Boyd: Gray O’Neill 90. mín.) og Vokes (Jutkiewicz 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Robinson, Tarkowski, Kightly, O’Neill og Darikwa.
Mörk Burnley: Sam Vokes (2. mín.) og Andre Gray (37. mín.).
Liverpool: Mignolet: Clyne, Lovren, Klavan, Milner (Moreno 78. mín.): Lallana (Grujic 78. mín.), Henderson, Wijnaldum: Sturridge (Origi 64. mín.), Firmino og Coutinho. Ónotaðir varamenn: Manninger, Can, Matip og Stewart.
Gult spjald: Jordan Henderson.
Áhorfendur á Turf Moor: 21.313.
Maður leiksins: Adam Lallana. Það er ekki úr háum söðli að detta varðandi að vera besti maður Liverpool í þessum leik en Adam var mjög duglegur og reyndi alltaf að skapa eitthvað.
Jürgen Klopp: Tímasetningar og ákvarðanataka okkar í dag var alls ekki í lagi. Kannski hafði staðan og eldmóður mótherja sitt að segja. Svona getur það gengið.
- Þetta var fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni.
- Burnley vann sinn fyrsta sigur á sparktíðinni.
- Marco Grujic spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Alberto Moreno var settur á bekkinn eins og margir bjuggust við eftir mikla gagrýni í kjölfar leiksins við Arsenal. Það segir sína sögu um valkosti í bakvarðarstöðunum að miðjumaðurinn James Milner tók stöðu hans. Jon Flanagan, sem hefði getað komið inn, er nú í láni hjá Burnley en mátti auðvitað ekki vera með mótherjunum.
Heimamenn biðu ekki boðanna og komust yfir strax á annarri mínútu. Nathaniel Clyne átti mislukkaða sendingu og boltinn barst til Sam Vokes sem sneri sér við á vítateigslínunni og þrumaði í mark án þess að Simon Mignolet gæti nokkuð að gert. Fögnuður heimamanna var að vonum mikill og rétt á eftir komast Andre Gray inn að markinu en Dejan Lovren bjargaði með góðri tæklingu.
Eftir þetta tók Liverpool boltann að sér og hélt honum að mestu fram að hálfleik. En það gaf lítið að sér og vörn Burnley varðist auðveldlega. Það var ekki fyrr en á 29. mínútu sem Daniel Sturridge, sem lék sinn fyrsta leik frá því á undirbúningstímabilnu, náði skoti sem hægt var að kalla því nafni en boltinn fór framhjá. Vont versnaði svo á 37. mínútu. Daniel missti boltann á vallarhelmingi Burnley. Heimamenn ruddust fram og sóknin endaði á því að Andre lék framhjá tveimur varnarmönnum og skoraði. Stuðningsmenn Burnley voru því skiljanlega hinir kátustu þegar leikhlé gekk í garð.
Sama form var á síðari hálfleik. Liverpool sótti linnulaust en það var varla að marki Burnley yrði ógnað. Tom Heaton varði þó skot Robero Firmino snemma í hálfleiknum. Þegar 11 mínútur voru eftir sló Tom skot varamannsins Marco Grujic yfir. Það vantaði ekki að Liverpool var með boltann og skotum rigndi í átt að markinu án þess að hætta væri af. Lið Liverpool var slakt og verðskuldaði ekkert úr leiknum en Burnley vann fyrir sigrinum með baráttu og góðum varnarleik. Leikurinn telst einn ef ekki sá versti á valdatíð Jürgen Klopp. Svona slök framganga er ekki boðleg og gengur ekki ef berjast á um efstu sætin í deildinni!
Burnley: Heaton: Lowton, Keane, Mee, Ward: Arfield, Marney, Defour (Jóhann Berg (56. mín.), Boyd: Gray O’Neill 90. mín.) og Vokes (Jutkiewicz 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Robinson, Tarkowski, Kightly, O’Neill og Darikwa.
Mörk Burnley: Sam Vokes (2. mín.) og Andre Gray (37. mín.).
Liverpool: Mignolet: Clyne, Lovren, Klavan, Milner (Moreno 78. mín.): Lallana (Grujic 78. mín.), Henderson, Wijnaldum: Sturridge (Origi 64. mín.), Firmino og Coutinho. Ónotaðir varamenn: Manninger, Can, Matip og Stewart.
Gult spjald: Jordan Henderson.
Áhorfendur á Turf Moor: 21.313.
Maður leiksins: Adam Lallana. Það er ekki úr háum söðli að detta varðandi að vera besti maður Liverpool í þessum leik en Adam var mjög duglegur og reyndi alltaf að skapa eitthvað.
Jürgen Klopp: Tímasetningar og ákvarðanataka okkar í dag var alls ekki í lagi. Kannski hafði staðan og eldmóður mótherja sitt að segja. Svona getur það gengið.
Fróðleikur:
- Þetta var fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni.
- Burnley vann sinn fyrsta sigur á sparktíðinni.
- Marco Grujic spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan