| Sf. Gutt
Mamadou Sakho er til láns. Önnur félög geta fengið franska varnarmanninn til láns ef um semst. Það verður að segjast að þetta kemur á óvart en Jürgen Klopp og ráðgjafar hans hafa ákveðið að svona eigi þetta að vera. Nokkur félög munu hafa sett sig í samband við Liverpool varðandi að fá Frakkann og á hann að hafa neitað að fara til Stoke City.
Mamadou var sendur heim úr æfingabúðum Liverpool í Ameríku í sumar eftir að hafa tvívegis verið of seinn þangað sem liðið var komið. Fyrst í flug og svo í matartíma. Hann mun svo ekki hafa mætt á fund sjúkraþjálfara. Jürgen brást illa við þessu og sendi Mamadou heim. Frakkinn slapp í vor með skrekkinn eftir að hann var settur í leikbann fyrir að hafa notað fitubrennslutöflur. Hann þótti heldur ekki í nógu góðu líkamlegu standi þegar komið var að leiktíðarbyrjun. Það er því ekki eins og Mamadou hafi hagað sínum málum nógu vel.
Margir stuðningsmenn Liverpool hafa gagnrýnt Jürgen fyrir að vilja lána Mamadou. Þeir telja að Liverpool hafi ekki efni á að lána sinn besta varnarmann. En það er sama hversu góður eða vinsæll Mamdou. Stuðningsmenn Liverpool verða að treysta því sem Jürgen og ráðgjafar hans hafa ákveðið. Þeir vita stöðu mála best!
TIL BAKA
Mamadou Sakho til láns!

Mamadou Sakho er til láns. Önnur félög geta fengið franska varnarmanninn til láns ef um semst. Það verður að segjast að þetta kemur á óvart en Jürgen Klopp og ráðgjafar hans hafa ákveðið að svona eigi þetta að vera. Nokkur félög munu hafa sett sig í samband við Liverpool varðandi að fá Frakkann og á hann að hafa neitað að fara til Stoke City.
Mamadou var sendur heim úr æfingabúðum Liverpool í Ameríku í sumar eftir að hafa tvívegis verið of seinn þangað sem liðið var komið. Fyrst í flug og svo í matartíma. Hann mun svo ekki hafa mætt á fund sjúkraþjálfara. Jürgen brást illa við þessu og sendi Mamadou heim. Frakkinn slapp í vor með skrekkinn eftir að hann var settur í leikbann fyrir að hafa notað fitubrennslutöflur. Hann þótti heldur ekki í nógu góðu líkamlegu standi þegar komið var að leiktíðarbyrjun. Það er því ekki eins og Mamadou hafi hagað sínum málum nógu vel.

Margir stuðningsmenn Liverpool hafa gagnrýnt Jürgen fyrir að vilja lána Mamadou. Þeir telja að Liverpool hafi ekki efni á að lána sinn besta varnarmann. En það er sama hversu góður eða vinsæll Mamdou. Stuðningsmenn Liverpool verða að treysta því sem Jürgen og ráðgjafar hans hafa ákveðið. Þeir vita stöðu mála best!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan