| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Flottur sigur á Derby í deildarbikarnum
Okkar menn unnu flottan sigur á Derby County í deildarbikarnum en lokatölur voru 0-3 fyrir gestina. Loris Karius spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið og Ragnar Klavan skoraði sitt fyrsta mark.
Liðsuppstilling Jurgen Klopp kom svosem ekki á óvart en vitað var að hann myndi gera einhverjar breytingar á liðinu. Loris Karius byrjaði í markinu og í vörninni stóðu þeir Nathaniel Clyne, Ragnar Klavan, Joel Matip og Alberto Moreno. Á miðjunni voru þeir Marko Grujic, Lucas og Jordan Henderson, framlínuna skipuðu svo þeir Roberto Firmino, Divock Origi og Philippe Coutinho. Ungliðinn Ovie Ejaria var á varamannabekknum en hann er aðeins 18 ára gamall, verður 19 ára síðar á þessu ári. Ásamt honum sátu þeir Mignolet, Lovren, Milner, Can, Mané og Ings á bekknum.
Gestirnir byrjuðu betur og Jordan Henderson og Roberto Firmino áttu báðir langskot sem hittu ekki markið. Heimamenn komust lítt áleiðis gegn góðri pressu gestanna og á 24. mínútu var ísinn brotinn. Coutinho tók hornspyrnu og þar náði enginn Derby maður að hreinsa boltann frá og fyrstur til að átta sig á stöðu mála var Ragnar Klavan sem sendi boltann í markið frá markteig. Varnarmaðurinn var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið og því var vel fagnað. Leikmenn Derby vöknuðu aðeins við þetta og Lucas mátti hafa sig allan við að hreinsa frá marki eftir hættulega aukaspyrnu frá Will Hughes. Gestirnir hefðu svo átt að bæta við marki fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Divock Origi nýtti sér varnarmistök og lék í átt að marki. Hann var hinsvegar of lengi að koma boltanum frá sér á Firmino sem var í dauðafæri og færið fór forgörðum. Heimamenn fengu svo sitt besta færi rétt áður en flautað var til hálfleiks þegar Henderson átti slæma sendingu sem Darren Bent komst inní en Karius var vel vakandi í markinu og bjargaði með góðu úthlaupi.
Seinni hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri og nú voru gestirnir fljótir að bæta við mörkum. Brasilíumennirnir Coutinho og Firmino léku vel saman fyrir framan vítateiginn og Firmino sendi flotta sendingu á Coutinho sem kom aðvífandi inná teiginn og sendi boltann örugglega neðst í markhornið. Þetta mark kom á 50. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar var staðan 0-3 þegar Coutinho sendi innfyrir á Origi. Belginn var hægra megin í teignum, lék aðeins nær markinu og þrumaði boltanum svo upp í þaknetið, snyrtilega afgreitt og þar með má segja að leikurinn hafi verið búinn. Skömmu síðar kom Emre Can inná fyrir Jordan Henderson og var ánægjulegt að sjá Can mættan aftur til leiks en hann hafði ekki spilað vegna ökklameiðsla síðan í 2. umferð deildarbikarsins. Sex mínútum síðar kom svo önnur skipting þegar Danny Ings kom inná fyrir Coutinho og var einnig ánægjulegt að sjá Ings aftur á ferðinni með liðinu.
Roberto Firmino fékk fínt færi í seinni hálfleik til að skora fjórða markið en markvörður Derby náði einhvernveginn að koma í veg fyrir mark með fínni vörslu. Ovie Ejaria kom svo inná fyrir Firmino á 78. mínútu en það má svosem segja að varamennirnir hafi ekki sett mark sitt á leikinn enda liðið komið í þægilega forystu og flestir tilbúnir að slaka örlítið á í þessari stöðu. Heimamenn fengu ágætt færi eftir hornspyrnu þegar Karius missti af boltanum en Keogh skallaði framhjá markinu. Fátt meira markvert gerðist eftir þetta og öruggum sigri var fagnað þegar dómarinn flautaði til leiksloka.
Derby County: Mitchell, Christie, Keogh, Pearce, Olsson (Lowe, 64. mín.), Baird (Ince, 45. mín.), Johnson, Butterfield, Hughes, Weimann (Elsnik, 55. mín.), Bent. Ónotaðir varamenn: Weale, Camara, Blackman, Rawson.
Gul spjöld: Johnson og Hughes.
Liverpool: Karius, Clyne, Klavan, Matip, Moreno, Henderson (Can, 57. mín.), Lucas, Grujic, Firmino (Ejaria, 78. mín.), Coutinho (Ings, 63. mín.), Origi. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lovren, Milner, Mané.
Mörk Liverpool: Ragnar Klavan (24. mín.), Philippe Coutinho (50. mín.) og Divock Origi (54. mín.).
Gul spjöld: Moreno og Grujic.
Áhorfendur á iPro Stadium: 26.245.
Maður leiksins: Philippe Coutinho má kannski helst nefna í þessu samhengi en allt liðið spilaði mjög vel í leiknum. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað og sýndi og sannaði að hann er galdramaður með boltann.
Jurgen Klopp: ,,Við vorum betri í kvöld og áttum skilið að sigra, við sköpuðum mikið af færum. Hefðum við getað gert betur? Já, en er það mikilvægt? Nei. Maður þarf að vera 100% klár í leiki sem þessa, þetta hefði getað verið erfitt en við vorum tilbúnir í verkefnið. Við hefðum getað verið beittari í fyrri hálfleik hvað síðustu sendinguna varðar og í seinni hálfleik hefðu skyndisóknirnar mátt vera betri en við tökum 0-3 sigri fagnandi allan daginn. Þetta er mikilvæg keppni fyrir okkur, fyrir leikmennina og við þurfum að sýna það frá fyrstu sekúndu. Áfram veginn !"
Fróðleikur:
- Loris Karius spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið og hélt markinu hreinu.
- Danny Ings spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu.
- Ragnar Klavan opnaði markareikning sinn hjá Liverpool með fyrsta marki leiksins.
- Ovie Ejaria spilaði einnig sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins.
- Divock Origi skoraði sitt annað mark á tímabilinu en bæði mörkin hafa komið í deildarbikarnum.
- Þeir félagar Philippe Coutinho og Roberto Firmino eru markahæstir með 3 mörk hvor það sem af er tímabili.
- Dregið verður í 4. umferð deildarbikarsins eftir leiki miðvikudagskvöldsins 21. september.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Liðsuppstilling Jurgen Klopp kom svosem ekki á óvart en vitað var að hann myndi gera einhverjar breytingar á liðinu. Loris Karius byrjaði í markinu og í vörninni stóðu þeir Nathaniel Clyne, Ragnar Klavan, Joel Matip og Alberto Moreno. Á miðjunni voru þeir Marko Grujic, Lucas og Jordan Henderson, framlínuna skipuðu svo þeir Roberto Firmino, Divock Origi og Philippe Coutinho. Ungliðinn Ovie Ejaria var á varamannabekknum en hann er aðeins 18 ára gamall, verður 19 ára síðar á þessu ári. Ásamt honum sátu þeir Mignolet, Lovren, Milner, Can, Mané og Ings á bekknum.
Gestirnir byrjuðu betur og Jordan Henderson og Roberto Firmino áttu báðir langskot sem hittu ekki markið. Heimamenn komust lítt áleiðis gegn góðri pressu gestanna og á 24. mínútu var ísinn brotinn. Coutinho tók hornspyrnu og þar náði enginn Derby maður að hreinsa boltann frá og fyrstur til að átta sig á stöðu mála var Ragnar Klavan sem sendi boltann í markið frá markteig. Varnarmaðurinn var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið og því var vel fagnað. Leikmenn Derby vöknuðu aðeins við þetta og Lucas mátti hafa sig allan við að hreinsa frá marki eftir hættulega aukaspyrnu frá Will Hughes. Gestirnir hefðu svo átt að bæta við marki fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Divock Origi nýtti sér varnarmistök og lék í átt að marki. Hann var hinsvegar of lengi að koma boltanum frá sér á Firmino sem var í dauðafæri og færið fór forgörðum. Heimamenn fengu svo sitt besta færi rétt áður en flautað var til hálfleiks þegar Henderson átti slæma sendingu sem Darren Bent komst inní en Karius var vel vakandi í markinu og bjargaði með góðu úthlaupi.
Seinni hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri og nú voru gestirnir fljótir að bæta við mörkum. Brasilíumennirnir Coutinho og Firmino léku vel saman fyrir framan vítateiginn og Firmino sendi flotta sendingu á Coutinho sem kom aðvífandi inná teiginn og sendi boltann örugglega neðst í markhornið. Þetta mark kom á 50. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar var staðan 0-3 þegar Coutinho sendi innfyrir á Origi. Belginn var hægra megin í teignum, lék aðeins nær markinu og þrumaði boltanum svo upp í þaknetið, snyrtilega afgreitt og þar með má segja að leikurinn hafi verið búinn. Skömmu síðar kom Emre Can inná fyrir Jordan Henderson og var ánægjulegt að sjá Can mættan aftur til leiks en hann hafði ekki spilað vegna ökklameiðsla síðan í 2. umferð deildarbikarsins. Sex mínútum síðar kom svo önnur skipting þegar Danny Ings kom inná fyrir Coutinho og var einnig ánægjulegt að sjá Ings aftur á ferðinni með liðinu.
Roberto Firmino fékk fínt færi í seinni hálfleik til að skora fjórða markið en markvörður Derby náði einhvernveginn að koma í veg fyrir mark með fínni vörslu. Ovie Ejaria kom svo inná fyrir Firmino á 78. mínútu en það má svosem segja að varamennirnir hafi ekki sett mark sitt á leikinn enda liðið komið í þægilega forystu og flestir tilbúnir að slaka örlítið á í þessari stöðu. Heimamenn fengu ágætt færi eftir hornspyrnu þegar Karius missti af boltanum en Keogh skallaði framhjá markinu. Fátt meira markvert gerðist eftir þetta og öruggum sigri var fagnað þegar dómarinn flautaði til leiksloka.
Derby County: Mitchell, Christie, Keogh, Pearce, Olsson (Lowe, 64. mín.), Baird (Ince, 45. mín.), Johnson, Butterfield, Hughes, Weimann (Elsnik, 55. mín.), Bent. Ónotaðir varamenn: Weale, Camara, Blackman, Rawson.
Gul spjöld: Johnson og Hughes.
Liverpool: Karius, Clyne, Klavan, Matip, Moreno, Henderson (Can, 57. mín.), Lucas, Grujic, Firmino (Ejaria, 78. mín.), Coutinho (Ings, 63. mín.), Origi. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lovren, Milner, Mané.
Mörk Liverpool: Ragnar Klavan (24. mín.), Philippe Coutinho (50. mín.) og Divock Origi (54. mín.).
Gul spjöld: Moreno og Grujic.
Áhorfendur á iPro Stadium: 26.245.
Maður leiksins: Philippe Coutinho má kannski helst nefna í þessu samhengi en allt liðið spilaði mjög vel í leiknum. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað og sýndi og sannaði að hann er galdramaður með boltann.
Jurgen Klopp: ,,Við vorum betri í kvöld og áttum skilið að sigra, við sköpuðum mikið af færum. Hefðum við getað gert betur? Já, en er það mikilvægt? Nei. Maður þarf að vera 100% klár í leiki sem þessa, þetta hefði getað verið erfitt en við vorum tilbúnir í verkefnið. Við hefðum getað verið beittari í fyrri hálfleik hvað síðustu sendinguna varðar og í seinni hálfleik hefðu skyndisóknirnar mátt vera betri en við tökum 0-3 sigri fagnandi allan daginn. Þetta er mikilvæg keppni fyrir okkur, fyrir leikmennina og við þurfum að sýna það frá fyrstu sekúndu. Áfram veginn !"
Fróðleikur:
- Loris Karius spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið og hélt markinu hreinu.
- Danny Ings spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu.
- Ragnar Klavan opnaði markareikning sinn hjá Liverpool með fyrsta marki leiksins.
- Ovie Ejaria spilaði einnig sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins.
- Divock Origi skoraði sitt annað mark á tímabilinu en bæði mörkin hafa komið í deildarbikarnum.
- Þeir félagar Philippe Coutinho og Roberto Firmino eru markahæstir með 3 mörk hvor það sem af er tímabili.
- Dregið verður í 4. umferð deildarbikarsins eftir leiki miðvikudagskvöldsins 21. september.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan