| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool tekur á móti Hull í Úrvalsdeildinni á morgun. Eftir frábæran sigur á Chelsea fyrir viku síðan er óskandi að liðið sýni stöðugleika og skili þremur skyldustigum í hús á morgun.
Þær fréttir bárust nú undir kvöld að Lloris Karius verður í markinu á morgun. Þetta mun Jürgen Klopp hafa tilkynnt á æfingu í dag. Það verður spennandi að sjá hvernig Karius tekst til en hann átti ágætis dag gegn Derby í deildabikarnum á þriðjudagskvöld. Þessi ákvörðun Klopp kemur aðeins á óvart, enda hefur Karius aðeins leikið einn alvöru leik með liðinu og Mignolet hefur að sama skapi ekki enn gerst sekur um stórvægileg mistök. Það virðist þó nokkuð ljóst að Klopp er ekki eins himinlifandi með Mignolet eins og hann hefur stundum látið í veðri vaka - og skyldi engan undra svosem.
Hull er nýkomið aftur upp í Úrvalsdeild eftir stutta fjarveru og það verður að segjast alveg eins og er að þetta er eitt af þeim liðum sem hefði alveg mátt vera áfram í neðri deildunum því Liverpool hefur stundum átt í dálitlu basli með það. Síðast þegar Hull var í Úrvalsdeild, leiktíðina 2014-15, fékk Liverpool einungis eitt stig út úr viðureignum liðanna og leiktíðina þar á undan steinlágu okkar menn óvænt á KC Stadium. Eina skítatapið á leiktíðinni þegar draumar okkar rættust næstum því.
Mike Phelan er tímabundinn stjóri Hull, en hann hefur stýrt liðinu frá því að Steve Bruce sagði nokkuð óvænt upp störfum rétt fyrir mót vegna ósættis við eiganda félagsins. Undir stjórn Phelan hefur liðið byrjað leiktíðina ágætlega, situr um miðja deild með tvo sigra, tvö töp og eitt jafntefli í pokanum. Liðið er raunar ósigrað í fjórum síðustu útileikjum þannig að leikplanið hjá Hull fyrir morgundaginn er líklega nokkuð borðleggjandi.
Það er ekki hægt að segja annað en að okkar menn hafi byrjað tímabilið nokkuð vel, ef skitan gegn Burnley er undanskilin. Liðið hefur spilað stórskemmtilegan fótbolta og handbragð Klopp er að koma betur og betur í ljós. Blússandi barátta, gott skipulag og á köflum alveg stórskemmtilegur samleikur.
Það er auðvitað skýr krafa að liðið fari að sýna þann stöðugleika sem nauðsynlegur er til þess að komast upp á næsta level og ég leyfi mér að trúa því að nú sé þetta allt að koma. Trúm við því ekki annars alltaf?
Það verður alveg pottþétt erfitt að spila við lið eins og Hull í vetur, sem væntanlega munu pakka í vörn frá fyrstu mínútu, en ef lykilmenn í sóknarleiknum eins og Mané, Sturridge, Firmino og Coutinho haldast heilir þá er alltaf von. Þessir leikmenn geta sprengt upp hvaða strætóstoppistöð sem er á góðum degi.
Eins og fram hefur komið verður Karius í markinu á morgun. Það að hann fái sjénsinn svona snemma - og án þess að Mignolet hafi gert neitt sérstakt af sér - segir manni að Jürgen Klopp horfir til landa síns sem framtíðarmanns. Vonandi stendur hann undir traustinu og veitir vörninni - og liðinu öllu - meiri ró og meira sjálfstraust.
Matip hefur byrjað mjög vel og virðist vera efni í góðan leiðtoga í vörninni og samvinna hans og Lovren lofar góðu. Ég á von á því að þeir byrji leikinn á morgun og sömuleiðis er nokkuð pottþétt að Clyne verður í hægri bakverðinum. Milner virðist vera orðinn fyrsti kostur í vinstri bak., en hver veit nema Moreno færi tækifæri á morgun. Hann gæti hentað betur en Milner í svona leik.
Miðjan er algjört spurningamerki, enda er breiddin þar og frammi að verða ansi fín. Ég þori engu að spá, nema kannski því að ég reikna með því að Klopp stilli upp eins sóknarsinnuðu liðið og hann þorir á morgun. Mér finnst íklegt að Lallana, Coutinho, Firmino og Mané verði allir í byrjunarliðinu. Jafnvel Sturridge líka.
Það er gaman að fylgjast með Liverpool þessa dagana og ég trúi því að liðið valdi ekki vonbrigðum á morgun. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik náum við inn tveimur mörkum, frá Mané og Lallana.
YNWA!
Þær fréttir bárust nú undir kvöld að Lloris Karius verður í markinu á morgun. Þetta mun Jürgen Klopp hafa tilkynnt á æfingu í dag. Það verður spennandi að sjá hvernig Karius tekst til en hann átti ágætis dag gegn Derby í deildabikarnum á þriðjudagskvöld. Þessi ákvörðun Klopp kemur aðeins á óvart, enda hefur Karius aðeins leikið einn alvöru leik með liðinu og Mignolet hefur að sama skapi ekki enn gerst sekur um stórvægileg mistök. Það virðist þó nokkuð ljóst að Klopp er ekki eins himinlifandi með Mignolet eins og hann hefur stundum látið í veðri vaka - og skyldi engan undra svosem.
Hull er nýkomið aftur upp í Úrvalsdeild eftir stutta fjarveru og það verður að segjast alveg eins og er að þetta er eitt af þeim liðum sem hefði alveg mátt vera áfram í neðri deildunum því Liverpool hefur stundum átt í dálitlu basli með það. Síðast þegar Hull var í Úrvalsdeild, leiktíðina 2014-15, fékk Liverpool einungis eitt stig út úr viðureignum liðanna og leiktíðina þar á undan steinlágu okkar menn óvænt á KC Stadium. Eina skítatapið á leiktíðinni þegar draumar okkar rættust næstum því.
Mike Phelan er tímabundinn stjóri Hull, en hann hefur stýrt liðinu frá því að Steve Bruce sagði nokkuð óvænt upp störfum rétt fyrir mót vegna ósættis við eiganda félagsins. Undir stjórn Phelan hefur liðið byrjað leiktíðina ágætlega, situr um miðja deild með tvo sigra, tvö töp og eitt jafntefli í pokanum. Liðið er raunar ósigrað í fjórum síðustu útileikjum þannig að leikplanið hjá Hull fyrir morgundaginn er líklega nokkuð borðleggjandi.
Það er ekki hægt að segja annað en að okkar menn hafi byrjað tímabilið nokkuð vel, ef skitan gegn Burnley er undanskilin. Liðið hefur spilað stórskemmtilegan fótbolta og handbragð Klopp er að koma betur og betur í ljós. Blússandi barátta, gott skipulag og á köflum alveg stórskemmtilegur samleikur.
Það er auðvitað skýr krafa að liðið fari að sýna þann stöðugleika sem nauðsynlegur er til þess að komast upp á næsta level og ég leyfi mér að trúa því að nú sé þetta allt að koma. Trúm við því ekki annars alltaf?
Það verður alveg pottþétt erfitt að spila við lið eins og Hull í vetur, sem væntanlega munu pakka í vörn frá fyrstu mínútu, en ef lykilmenn í sóknarleiknum eins og Mané, Sturridge, Firmino og Coutinho haldast heilir þá er alltaf von. Þessir leikmenn geta sprengt upp hvaða strætóstoppistöð sem er á góðum degi.
Eins og fram hefur komið verður Karius í markinu á morgun. Það að hann fái sjénsinn svona snemma - og án þess að Mignolet hafi gert neitt sérstakt af sér - segir manni að Jürgen Klopp horfir til landa síns sem framtíðarmanns. Vonandi stendur hann undir traustinu og veitir vörninni - og liðinu öllu - meiri ró og meira sjálfstraust.
Matip hefur byrjað mjög vel og virðist vera efni í góðan leiðtoga í vörninni og samvinna hans og Lovren lofar góðu. Ég á von á því að þeir byrji leikinn á morgun og sömuleiðis er nokkuð pottþétt að Clyne verður í hægri bakverðinum. Milner virðist vera orðinn fyrsti kostur í vinstri bak., en hver veit nema Moreno færi tækifæri á morgun. Hann gæti hentað betur en Milner í svona leik.
Miðjan er algjört spurningamerki, enda er breiddin þar og frammi að verða ansi fín. Ég þori engu að spá, nema kannski því að ég reikna með því að Klopp stilli upp eins sóknarsinnuðu liðið og hann þorir á morgun. Mér finnst íklegt að Lallana, Coutinho, Firmino og Mané verði allir í byrjunarliðinu. Jafnvel Sturridge líka.
Það er gaman að fylgjast með Liverpool þessa dagana og ég trúi því að liðið valdi ekki vonbrigðum á morgun. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik náum við inn tveimur mörkum, frá Mané og Lallana.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan