| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Skyldusigur á Hull
Liverpool valtaði yfir Hull á Anfield í dag. Lokatölur urðu 5-1 og sigurinn hefði hæglega getað orðið talsvert stærri.
Það kom fátt á óvart í liðsvali Jurgen Klopp í dag, enda kvisaðist það út í gær að Lloris Karius myndi byrja leikinn í markinu á kostnað Simon Mignolet. Það voru í raun stóru fréttirnar, en síðan kom það í ljós í morgun að Dejan Lovren sýktist af vírus og gat ekki verið með. Ragnar Klavan kom í hans stað. Liverpool stillti upp sóknarsinnuðu liði, eins og við var að búast, með þá Mané, Firmino, Coutinho og Lallana alla inná.
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og strax á 9. mínútu hefði Coutinho átt að koma boltinum í netið hjá gestunum eftir góða sókn okkar manna, en hann hálfkiksaði fyrir svo að segja opnu marki.
9 mínútum síðar kom fyrsta markið. Þar var að verki Adam Lallana eftir frábæra sókn. Stoðsendingin góð frá Coutinho og afgreiðslan virkilega lagleg hjá Lallana. Staðan 1-0 eftir tæplega 18 mínútna leik.
Á 29. mínútu fékk Liverpool víti þegar Elmohamady í liði Hull varði skot Coutinho af stuttu færi með höndinni inni í teignum. Martin Atkinson gerði gott betur og vísaði Elmohamady af velli. James Milner fór á punktinn og skoraði af öryggi, þrátt fyrir að David Marshall í marki Hull færi í rétt horn. Staðan 2-0 og Liverpool manni fleiri.
Á 36. mínútu kom síðan þriðja markið. Það skoraði Sadio Mané eftir mikla pressu frá Liverpool. Snúningurinn frá Lallana í aðdraganda marksins var stórkostlegur og afgreiðslan hjá Mané örugg. Staðan 3-0 og gestirnir frá Hull komnir með heiftarlega heimþrá.
Fyrri hálfleikurinn hjá Liverpool var hreint út sagt frábær. Liðið réði lögum og lofum á vellinum frá fyrstu mínútu og Hull var heppið að vera ekki 6-7 mörkum undir í leikhléi.
Liverpool hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og það virtist aðeins tímaspursmál hvenær 4. markið liti dagsins ljós. Það kom hinsvegar úr óvæntri átt á 51. mínútu þegar varamaðurinn David Meyler skoraði ágætt mark fyrir Hull eftir hornspyrnu. Nokkrum andartökum síðar var Coutinho búinn að skora hinum megin með frábæru skoti fyrir utan teig. Staðan 3-1 og 4-1 svo að segja á sömu mínútunni.
Liverpool hafði áfram yfirburði á vellinum og Mané og Wijnaldum áttu báðir ágæt færi áður en fimmta mark okkar manna kom. Það skoraði James Milner úr vítaspyrnu á 71. mínútu, eftir að brotið hafði verið á Sturridge inni í teig en Sturridge var þá nýkominn inná fyrir Lallana. Milner ákvað að taka vítið alveg eins og fyrra vítið og Marshall fór í rétt horn, eins og í fyrri hálfleik en var ekki nógu fljótur niður. Staðan 5-1 og leikurinn löngu afgreiddur.
Það sem eftir lifði leiks gerðist ekki margt markvert og niðurstaðan á Anfield öruggur 5-1 sigur, sem var síst of stór. Liðið spilaði mjög vel í dag og gestirnir voru í raun heppnir að fá ekki fleiri mörk á sig, slíkur var krafturinn í okkar mönnum.
Liverpool: Karius, Clyne, Klavan, Matip, Milner, Mane , Henderson (Can á 74. mín.), Wijnaldum, Lallana (Sturridge á 68. mín.), Firmino, Coutinho (Grujic á 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lucas, Moreno, Origi.
Mörk Liverpool: Milner úr vítum á 30. og 71. mín., Lallana á 18. mín., Mané á 36. mín. og Coutinho á 52. mín.
Gult spjald: Milner.
Hull: Marshall, Robertson, Clucas, Mason (Henriksen á 73. mín.), Davies, Hernandez, Livermore, Elmohamadi, Huddlestone (Maguire á 46. mín.), Snodgrass, Diomande (Meyler á 33. mín.). Ónotaðir varamenn: Jagupovic, Maloney, Mbokani, Keane.
Mark Hull: Meyler á 51. mín.
Rautt spjald: Elmohamady
Gul spjöld: Mason og Huddlestone.
Áhorfendur á Anfield Road: 53,109.
Maður leiksins: Ég ætla að velja Adam Lallana mann leiksins. Hann skoraði flott mark og lagði upp annað með frábærum snúningi. Þar að auki hljóp hann eins og brjálæðingur út um allan völl og var gríðarlega mikilvægur, bæði í vörn og sókn. Margir aðrir koma til greina; Coutinho, Milner, Henderson, Wijnaldum og Mané t.d. Einfaldlega frábær dagur hjá Liverpool.
- Lloris Karius lék í dag sinn fyrsta Úrvalsdeildarleik fyrir Liverpool.
- Hull hefur aldrei sigrað Liverpool á Anfield.
- Mike Phelan stjóri Hull á afmæli í dag. Hann fékk sem betur fer engar gjafir frá Liverpool í dag, en fær vonandi eitthvað gott þegar hann kemur heim.
Það kom fátt á óvart í liðsvali Jurgen Klopp í dag, enda kvisaðist það út í gær að Lloris Karius myndi byrja leikinn í markinu á kostnað Simon Mignolet. Það voru í raun stóru fréttirnar, en síðan kom það í ljós í morgun að Dejan Lovren sýktist af vírus og gat ekki verið með. Ragnar Klavan kom í hans stað. Liverpool stillti upp sóknarsinnuðu liði, eins og við var að búast, með þá Mané, Firmino, Coutinho og Lallana alla inná.
Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og strax á 9. mínútu hefði Coutinho átt að koma boltinum í netið hjá gestunum eftir góða sókn okkar manna, en hann hálfkiksaði fyrir svo að segja opnu marki.
9 mínútum síðar kom fyrsta markið. Þar var að verki Adam Lallana eftir frábæra sókn. Stoðsendingin góð frá Coutinho og afgreiðslan virkilega lagleg hjá Lallana. Staðan 1-0 eftir tæplega 18 mínútna leik.
Á 29. mínútu fékk Liverpool víti þegar Elmohamady í liði Hull varði skot Coutinho af stuttu færi með höndinni inni í teignum. Martin Atkinson gerði gott betur og vísaði Elmohamady af velli. James Milner fór á punktinn og skoraði af öryggi, þrátt fyrir að David Marshall í marki Hull færi í rétt horn. Staðan 2-0 og Liverpool manni fleiri.
Á 36. mínútu kom síðan þriðja markið. Það skoraði Sadio Mané eftir mikla pressu frá Liverpool. Snúningurinn frá Lallana í aðdraganda marksins var stórkostlegur og afgreiðslan hjá Mané örugg. Staðan 3-0 og gestirnir frá Hull komnir með heiftarlega heimþrá.
Fyrri hálfleikurinn hjá Liverpool var hreint út sagt frábær. Liðið réði lögum og lofum á vellinum frá fyrstu mínútu og Hull var heppið að vera ekki 6-7 mörkum undir í leikhléi.
Liverpool hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og það virtist aðeins tímaspursmál hvenær 4. markið liti dagsins ljós. Það kom hinsvegar úr óvæntri átt á 51. mínútu þegar varamaðurinn David Meyler skoraði ágætt mark fyrir Hull eftir hornspyrnu. Nokkrum andartökum síðar var Coutinho búinn að skora hinum megin með frábæru skoti fyrir utan teig. Staðan 3-1 og 4-1 svo að segja á sömu mínútunni.
Liverpool hafði áfram yfirburði á vellinum og Mané og Wijnaldum áttu báðir ágæt færi áður en fimmta mark okkar manna kom. Það skoraði James Milner úr vítaspyrnu á 71. mínútu, eftir að brotið hafði verið á Sturridge inni í teig en Sturridge var þá nýkominn inná fyrir Lallana. Milner ákvað að taka vítið alveg eins og fyrra vítið og Marshall fór í rétt horn, eins og í fyrri hálfleik en var ekki nógu fljótur niður. Staðan 5-1 og leikurinn löngu afgreiddur.
Það sem eftir lifði leiks gerðist ekki margt markvert og niðurstaðan á Anfield öruggur 5-1 sigur, sem var síst of stór. Liðið spilaði mjög vel í dag og gestirnir voru í raun heppnir að fá ekki fleiri mörk á sig, slíkur var krafturinn í okkar mönnum.
Liverpool: Karius, Clyne, Klavan, Matip, Milner, Mane , Henderson (Can á 74. mín.), Wijnaldum, Lallana (Sturridge á 68. mín.), Firmino, Coutinho (Grujic á 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lucas, Moreno, Origi.
Mörk Liverpool: Milner úr vítum á 30. og 71. mín., Lallana á 18. mín., Mané á 36. mín. og Coutinho á 52. mín.
Gult spjald: Milner.
Hull: Marshall, Robertson, Clucas, Mason (Henriksen á 73. mín.), Davies, Hernandez, Livermore, Elmohamadi, Huddlestone (Maguire á 46. mín.), Snodgrass, Diomande (Meyler á 33. mín.). Ónotaðir varamenn: Jagupovic, Maloney, Mbokani, Keane.
Mark Hull: Meyler á 51. mín.
Rautt spjald: Elmohamady
Gul spjöld: Mason og Huddlestone.
Áhorfendur á Anfield Road: 53,109.
Maður leiksins: Ég ætla að velja Adam Lallana mann leiksins. Hann skoraði flott mark og lagði upp annað með frábærum snúningi. Þar að auki hljóp hann eins og brjálæðingur út um allan völl og var gríðarlega mikilvægur, bæði í vörn og sókn. Margir aðrir koma til greina; Coutinho, Milner, Henderson, Wijnaldum og Mané t.d. Einfaldlega frábær dagur hjá Liverpool.
Fróðleikur:
- Lloris Karius lék í dag sinn fyrsta Úrvalsdeildarleik fyrir Liverpool.
- Hull hefur aldrei sigrað Liverpool á Anfield.
- Mike Phelan stjóri Hull á afmæli í dag. Hann fékk sem betur fer engar gjafir frá Liverpool í dag, en fær vonandi eitthvað gott þegar hann kemur heim.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan