| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Eftir slæm úrslit í síðustu tveim leikjum halda okkar menn norður í land til að etja kappi við Middlesbrough. Leikurinn fer fram miðvikudagskvöldið 14. desember og hefst kl. 19:45.
Nú reynir virkilega á Jurgen Klopp og hans menn. Það er aldrei auðvelt að mæta nýliðum í Úrvalsdeildinni á þeirra heimavelli og Middlesbrough menn horfa væntanlega björtum augum til þess að sækja stig eða þrjú gegn Liverpool liði sem virðist vera farið að hiksta.
Sem fyrr eru okkar menn að glíma við meiðslavandræði og Dejan Lovren er nýjasta nafnið á þeim lista en hann þurfti að fara útaf í hálfleik gegn West Ham á sunnudaginn var með meiðsli aftaní læri og það er því frekar ólíklegt að hann spili þennan leik. Hvort það verði Ragnar Klavan eða Lucas sem taka sér stöðu við hliðina á Joel Matip verður að koma í ljós. Emre Can er svo einnig meiddur og verður væntanlega klár í slaginn í næsta leik sem er gegn Everton. Sem fyrr eru svo þeir Philippe Coutinho, Marko Grujic, Daniel Sturridge og Danny Ings meiddir. Það bárust þó góðar fréttir af Coutinho í gær en hann sagði að hann gæti verið búinn að ná sér af sínum meiðslum þegar Manchester City koma í heimsókn á Gamlársdag.
Fyrir utan meiðsli Lovren má búast við því að Klopp stilli upp óbreyttu liði frá síðasta leik og þar þurfa allir leikmenn að girða sig í brók varnarlega en liðið hefur fengið á sig sex mörk í síðustu tveim leikjum. Öll spjót hafa einnig staðið á Loris Karius í markinu og margir velta því fyrir sér hvort að Simon Mignolet komi aftur inní liðið en Klopp virðist ætla að halda tryggð sinni við samlanda sinn. Heimamenn glíma við smávægileg meiðsli hjá þrem mönnum en það eru þeir Alvaro Negredo, Gaston Ramirez og George Friend. Það væri vissulega skarð fyrir skildi ef þeir tveir fyrstnefndu næðu ekki þessum leik en væntanlega verður allt kapp lagt á að hafa þá klára því báðir eru mikilvægur hluti af sóknarlínu liðsins.
Það er frekar langt síðan að þessi lið mættust síðast í Úrvalsdeildinni en síðasta viðureign þessara liða í deildinni var einmitt á Riverside leikvanginum þann 28. febrúar árið 2009. Heimamenn unnu þann leik 2-0 og það má segja að þeir hafi minnkað stórlega möguleika gestanna á því að koma sér í betri stöðu í keppni um titilinn með þeim sigri. Vonandi verður ekki það sama uppá teningnum núna því gestirnir þurfa virkilega á sigri að halda ef þeir ætla sér ekki að hleypa liðunum fyrir neðan sig nær sér í toppbaráttunni. Liverpool hefur gengið afleitlega á þessum velli í deildinni og í síðustu sex leikjum hafa tveir tapast og fjórir endað með jafntefli. Síðasti sigur Liverpool á útivelli gegn Middlesbrough var þann 16. mars árið 2002 ! Þá skoruðu þeir Emile Heskey og John Arne Riise mörkin í 2-1 sigri en núverandi landsliðsþjálfari Englendinga, Gareth Southgate, minnkaði muninn mínútu fyrir leikslok. Það er því fyrir lifandis löngu kominn tími á sigur á þessum velli.
Middlesbrough menn sitja í 16. sæti deildarinnar fyrir þennan leik, hafa náð í þrjá sigra, gert sex jafntefli og tapað sex leikjum. Þeim hefur tekist að standa sig vel gegn stóru liðunum í deildinni ef þannig má að orði komast en þeir náðu jafntefli á útivelli gegn Arsenal og Manchester City svo eitthvað sé nefnt. Á heimavelli hafa þeir náð í tvo sigra af þessum þremur í deildinni, gegn Bournemouth og Hull en helstu vandamálin hjá þeim tengjast markaskorun en til þessa hafa þeir skorað 13 mörk í deildinni. Varnarlega hafa þeir staðið sig betur en Liverpool þar sem þeir hafa fengið á sig 16 mörk á meðan gestirnir hafa fengið á sig 20 mörk til þessa. Á móti kemur þá hafa okkar menn skorað mun meira eða alls 37 mörk og sitja sem stendur í þriðja sæti deildarinnar.
Eins og áður sagði reynir mikið á gestina í þessum leik og spáin að þessu sinni er sú að það takist að merja sigur 1-2 þar sem sigurmarkið kemur seint í leiknum. Eigum við ekki að segja að heimamenn skori fyrst og svartnættið hellist yfir okkur stuðningsmenn um tíma en leikmenn liðsins ná sem betur fer að snúa taflinu við.
Fróðleikur:
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna liðsins í deildinni með 7 mörk.
- Divock Origi hefur skorað í síðustu fjórum leikjum í röð, þrjú í deild og eitt í deildarbikar.
- Belginn er næst markahæstur allra á tímabilinu með sex mörk alls ásamt þeim Coutinho og Firmino.
- Origi spilar væntanlega sinn 50. leik fyrir félagið í öllum keppnum, til þessa hefur hann skorað 16 mörk í 49 leikjum.
- Cristhian Stuani og Alvaro Negredo eru markahæstir á tímabilinu hjá Middlesbrough með 3 mörk hvor.
Nú reynir virkilega á Jurgen Klopp og hans menn. Það er aldrei auðvelt að mæta nýliðum í Úrvalsdeildinni á þeirra heimavelli og Middlesbrough menn horfa væntanlega björtum augum til þess að sækja stig eða þrjú gegn Liverpool liði sem virðist vera farið að hiksta.
Sem fyrr eru okkar menn að glíma við meiðslavandræði og Dejan Lovren er nýjasta nafnið á þeim lista en hann þurfti að fara útaf í hálfleik gegn West Ham á sunnudaginn var með meiðsli aftaní læri og það er því frekar ólíklegt að hann spili þennan leik. Hvort það verði Ragnar Klavan eða Lucas sem taka sér stöðu við hliðina á Joel Matip verður að koma í ljós. Emre Can er svo einnig meiddur og verður væntanlega klár í slaginn í næsta leik sem er gegn Everton. Sem fyrr eru svo þeir Philippe Coutinho, Marko Grujic, Daniel Sturridge og Danny Ings meiddir. Það bárust þó góðar fréttir af Coutinho í gær en hann sagði að hann gæti verið búinn að ná sér af sínum meiðslum þegar Manchester City koma í heimsókn á Gamlársdag.
Fyrir utan meiðsli Lovren má búast við því að Klopp stilli upp óbreyttu liði frá síðasta leik og þar þurfa allir leikmenn að girða sig í brók varnarlega en liðið hefur fengið á sig sex mörk í síðustu tveim leikjum. Öll spjót hafa einnig staðið á Loris Karius í markinu og margir velta því fyrir sér hvort að Simon Mignolet komi aftur inní liðið en Klopp virðist ætla að halda tryggð sinni við samlanda sinn. Heimamenn glíma við smávægileg meiðsli hjá þrem mönnum en það eru þeir Alvaro Negredo, Gaston Ramirez og George Friend. Það væri vissulega skarð fyrir skildi ef þeir tveir fyrstnefndu næðu ekki þessum leik en væntanlega verður allt kapp lagt á að hafa þá klára því báðir eru mikilvægur hluti af sóknarlínu liðsins.
Það er frekar langt síðan að þessi lið mættust síðast í Úrvalsdeildinni en síðasta viðureign þessara liða í deildinni var einmitt á Riverside leikvanginum þann 28. febrúar árið 2009. Heimamenn unnu þann leik 2-0 og það má segja að þeir hafi minnkað stórlega möguleika gestanna á því að koma sér í betri stöðu í keppni um titilinn með þeim sigri. Vonandi verður ekki það sama uppá teningnum núna því gestirnir þurfa virkilega á sigri að halda ef þeir ætla sér ekki að hleypa liðunum fyrir neðan sig nær sér í toppbaráttunni. Liverpool hefur gengið afleitlega á þessum velli í deildinni og í síðustu sex leikjum hafa tveir tapast og fjórir endað með jafntefli. Síðasti sigur Liverpool á útivelli gegn Middlesbrough var þann 16. mars árið 2002 ! Þá skoruðu þeir Emile Heskey og John Arne Riise mörkin í 2-1 sigri en núverandi landsliðsþjálfari Englendinga, Gareth Southgate, minnkaði muninn mínútu fyrir leikslok. Það er því fyrir lifandis löngu kominn tími á sigur á þessum velli.
Middlesbrough menn sitja í 16. sæti deildarinnar fyrir þennan leik, hafa náð í þrjá sigra, gert sex jafntefli og tapað sex leikjum. Þeim hefur tekist að standa sig vel gegn stóru liðunum í deildinni ef þannig má að orði komast en þeir náðu jafntefli á útivelli gegn Arsenal og Manchester City svo eitthvað sé nefnt. Á heimavelli hafa þeir náð í tvo sigra af þessum þremur í deildinni, gegn Bournemouth og Hull en helstu vandamálin hjá þeim tengjast markaskorun en til þessa hafa þeir skorað 13 mörk í deildinni. Varnarlega hafa þeir staðið sig betur en Liverpool þar sem þeir hafa fengið á sig 16 mörk á meðan gestirnir hafa fengið á sig 20 mörk til þessa. Á móti kemur þá hafa okkar menn skorað mun meira eða alls 37 mörk og sitja sem stendur í þriðja sæti deildarinnar.
Eins og áður sagði reynir mikið á gestina í þessum leik og spáin að þessu sinni er sú að það takist að merja sigur 1-2 þar sem sigurmarkið kemur seint í leiknum. Eigum við ekki að segja að heimamenn skori fyrst og svartnættið hellist yfir okkur stuðningsmenn um tíma en leikmenn liðsins ná sem betur fer að snúa taflinu við.
Fróðleikur:
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna liðsins í deildinni með 7 mörk.
- Divock Origi hefur skorað í síðustu fjórum leikjum í röð, þrjú í deild og eitt í deildarbikar.
- Belginn er næst markahæstur allra á tímabilinu með sex mörk alls ásamt þeim Coutinho og Firmino.
- Origi spilar væntanlega sinn 50. leik fyrir félagið í öllum keppnum, til þessa hefur hann skorað 16 mörk í 49 leikjum.
- Cristhian Stuani og Alvaro Negredo eru markahæstir á tímabilinu hjá Middlesbrough með 3 mörk hvor.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan