| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Einn af stærstu leikjum tímabilsins er á sunnudaginn kemur þegar okkar menn heimsækja Manchester United á Old Trafford. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og við hvetjum alla til að mæta á heimavöll okkar, Spot í Kópavogi og mynda þar hörku stemmningu.
Talandi um stemmningu þá er hún ekki mikil í kringum okkar ástkæra félag þessa dagana eftir slakt gengi það sem af er ári. Liðið gerði jafntefli við Sunderland á útivelli í fyrsta leiknum á árinu og verður að segjast að það jafntefli var virkilega svekkjandi. Eftir það hafa tveir bikarleikir verið leiknir og í þeim fyrri tókst ekki að skora mark gegn neðrideildarliði Plymouth en það verður auðvitað að taka það fram að Jurgen Klopp stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í sögunni í þeim leik. Til að bæta svo gráu ofaná svart tapaði liðið svo í miðri viku fyrir Southampton í fyrri leik undanúrslita enska deildarbikarsins. Tapið hefði getað verið mun stærra en það er ljóst að öllu verður tjaldað til í seinni leiknum á Anfield og það er jú bara hálfleikur í þessari rimmu.
En þegar litið er til slakrar spilamennsku liðsins það sem af er ári má kannski finna einn samnefnara í þessu öllusaman og hann er sá að Jordan Henderson hefur verið meiddur. Liðið virðist sakna hans mikið og þegar þeir Sadio Mané og Philippe Coutinho eru ekki með heldur er ljóst að mikið vantar í liðið. En góðu fréttirnar eru þær að Henderson er byrjaður að æfa að fullu aftur og verður líklega með á sunnudaginn kemur. Sömu sögu er að segja af Coutinho en hann spilaði hálftíma gegn Southampton og verður að öllum líkindum með einnig. Klopp sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að Joel Matip væri einnig byrjaður að æfa en minni líkur eru taldar á því að hann spili þennan leik þar sem hann hefur verið töluvert lengi frá. Eins og allir vita þá verður Sadio Mané auðvitað ekki með og þó maður vilji nú að honum vegni vel á Afríkumótinu, sem hefst um helgina, vonar maður nú samt að Senegal gangi ekki of vel á mótinu því hreyfanleika hans og hraða er sárt saknað í sókninni.
Heimamenn í Manchester hafa unnið síðustu níu leiki í röð og þar af eru sex deildarleikir og ljóst er að liðið er á góðu skriði. Ekki eru mikil meiðslavandræði í leikmannahóp þeirra en þeir Marcos Rojo og Zlatan Ibrahimovic verða líklega klárir í slaginn, sá fyrrnefndi er búinn að jafna sig af smávægilegum meiðslum og sá síðarnefndi átti við veikindi að stríða í vikunni en mun væntanlega jafna sig í tæka tíð. Hvað meiðslavandræði Liverpool varðar er eins og áður sagði búist við því að Henderson og Matip séu búnir að ná sér, óvíst er hvort að Marko Grujic verði í leikmannahópnum og svo er Danny Ings auðvitað lengi frá. Að því sögðu held ég að Klopp ætti að tefla Matip fram í vörninni til að mæta þeirri hættu sem Zlatan skapar með hæð sinni, það er vissulega áhætta að láta Matip spila strax en hann er betri varnarmaður en Ragnar Klavan og mér líst illa á þetta satt að segja ef Matip verður ekki með.
Hvað sem því líður þá er ljóst að leikurinn byrjar með 11 menn á móti 11 og allt kemur þetta nú í ljós þegar flautað verður til leiks. Liverpool hefur ekki átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á þessum velli og aðeins einn leikur hefur unnist af síðustu sex á Old Trafford í deildinni en fimm hafa tapast. Því má þó ekki gleyma að Liverpool náði góðu jafntefli gegn United í Evrópudeildinni á síðasta tímabili sem tryggði liðinu farseðilinn í 8-liða úrslit keppninnar, ég held að flestir tækju því nú svona fyrir leik að halda jöfnu á þessum velli. Liðin hafa þrisvar sinnum áður mæst í janúarmánuði á Old Trafford og hafa United unnið tvo leiki og Liverpool einn. Síðan úrvalsdeildin var stofnuð hafa okkar menn unnið fimm leiki, United unnið 15 og 4 leikir hafa endað með jafntefli, þetta er því eins og áður sagði afskaplega slælegt gengi Liverpool en einhverntímann hlýtur annar sigurleikur að koma á þessum velli og við vonum auðvitað að það gerist á sunnudaginn.
Spáin að þessu sinni er því miður sú að við Liverpool menn sitjum í sárum um kvöldmatarleytið. Heimamenn vinna 3-1 sigur. Það er óþarfi að hafa fleiri orð um það en það skal þó aldrei afskrifa Klopp og hans menn svona fyrirfram !
Fróðleikur:
- Liverpool sitja í 2. sæti deildarinnar með 44 stig eftir 20 leiki.
- Manchester United eru í 6. sæti með 39 stig.
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna félagsins á tímabilinu til þessa með 9 mörk og öll hafa þau komið í deildinni.
- Næst á eftir kemur Adam Lallana með 7 deildarmörk til þessa, líkt og Mané hafa þau öll komið í deildinni.
- Nathaniel Clyne hefur spilað flesta leiki leikmanna til þessa eða 24 talsins.
- Hann er jafnframt sá eini sem hefur tekið þátt í öllum 20 deildarleikjum liðsins á tímabilinu.
Talandi um stemmningu þá er hún ekki mikil í kringum okkar ástkæra félag þessa dagana eftir slakt gengi það sem af er ári. Liðið gerði jafntefli við Sunderland á útivelli í fyrsta leiknum á árinu og verður að segjast að það jafntefli var virkilega svekkjandi. Eftir það hafa tveir bikarleikir verið leiknir og í þeim fyrri tókst ekki að skora mark gegn neðrideildarliði Plymouth en það verður auðvitað að taka það fram að Jurgen Klopp stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í sögunni í þeim leik. Til að bæta svo gráu ofaná svart tapaði liðið svo í miðri viku fyrir Southampton í fyrri leik undanúrslita enska deildarbikarsins. Tapið hefði getað verið mun stærra en það er ljóst að öllu verður tjaldað til í seinni leiknum á Anfield og það er jú bara hálfleikur í þessari rimmu.
En þegar litið er til slakrar spilamennsku liðsins það sem af er ári má kannski finna einn samnefnara í þessu öllusaman og hann er sá að Jordan Henderson hefur verið meiddur. Liðið virðist sakna hans mikið og þegar þeir Sadio Mané og Philippe Coutinho eru ekki með heldur er ljóst að mikið vantar í liðið. En góðu fréttirnar eru þær að Henderson er byrjaður að æfa að fullu aftur og verður líklega með á sunnudaginn kemur. Sömu sögu er að segja af Coutinho en hann spilaði hálftíma gegn Southampton og verður að öllum líkindum með einnig. Klopp sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að Joel Matip væri einnig byrjaður að æfa en minni líkur eru taldar á því að hann spili þennan leik þar sem hann hefur verið töluvert lengi frá. Eins og allir vita þá verður Sadio Mané auðvitað ekki með og þó maður vilji nú að honum vegni vel á Afríkumótinu, sem hefst um helgina, vonar maður nú samt að Senegal gangi ekki of vel á mótinu því hreyfanleika hans og hraða er sárt saknað í sókninni.
Heimamenn í Manchester hafa unnið síðustu níu leiki í röð og þar af eru sex deildarleikir og ljóst er að liðið er á góðu skriði. Ekki eru mikil meiðslavandræði í leikmannahóp þeirra en þeir Marcos Rojo og Zlatan Ibrahimovic verða líklega klárir í slaginn, sá fyrrnefndi er búinn að jafna sig af smávægilegum meiðslum og sá síðarnefndi átti við veikindi að stríða í vikunni en mun væntanlega jafna sig í tæka tíð. Hvað meiðslavandræði Liverpool varðar er eins og áður sagði búist við því að Henderson og Matip séu búnir að ná sér, óvíst er hvort að Marko Grujic verði í leikmannahópnum og svo er Danny Ings auðvitað lengi frá. Að því sögðu held ég að Klopp ætti að tefla Matip fram í vörninni til að mæta þeirri hættu sem Zlatan skapar með hæð sinni, það er vissulega áhætta að láta Matip spila strax en hann er betri varnarmaður en Ragnar Klavan og mér líst illa á þetta satt að segja ef Matip verður ekki með.
Hvað sem því líður þá er ljóst að leikurinn byrjar með 11 menn á móti 11 og allt kemur þetta nú í ljós þegar flautað verður til leiks. Liverpool hefur ekki átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á þessum velli og aðeins einn leikur hefur unnist af síðustu sex á Old Trafford í deildinni en fimm hafa tapast. Því má þó ekki gleyma að Liverpool náði góðu jafntefli gegn United í Evrópudeildinni á síðasta tímabili sem tryggði liðinu farseðilinn í 8-liða úrslit keppninnar, ég held að flestir tækju því nú svona fyrir leik að halda jöfnu á þessum velli. Liðin hafa þrisvar sinnum áður mæst í janúarmánuði á Old Trafford og hafa United unnið tvo leiki og Liverpool einn. Síðan úrvalsdeildin var stofnuð hafa okkar menn unnið fimm leiki, United unnið 15 og 4 leikir hafa endað með jafntefli, þetta er því eins og áður sagði afskaplega slælegt gengi Liverpool en einhverntímann hlýtur annar sigurleikur að koma á þessum velli og við vonum auðvitað að það gerist á sunnudaginn.
Spáin að þessu sinni er því miður sú að við Liverpool menn sitjum í sárum um kvöldmatarleytið. Heimamenn vinna 3-1 sigur. Það er óþarfi að hafa fleiri orð um það en það skal þó aldrei afskrifa Klopp og hans menn svona fyrirfram !
Fróðleikur:
- Liverpool sitja í 2. sæti deildarinnar með 44 stig eftir 20 leiki.
- Manchester United eru í 6. sæti með 39 stig.
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna félagsins á tímabilinu til þessa með 9 mörk og öll hafa þau komið í deildinni.
- Næst á eftir kemur Adam Lallana með 7 deildarmörk til þessa, líkt og Mané hafa þau öll komið í deildinni.
- Nathaniel Clyne hefur spilað flesta leiki leikmanna til þessa eða 24 talsins.
- Hann er jafnframt sá eini sem hefur tekið þátt í öllum 20 deildarleikjum liðsins á tímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan