| Sf. Gutt

Spáð í spilin



Liverpool v Wolverhampton Wanderes

Liverpool hefur tapað tveimur leikjum í röð á Anfield Road. Slíkt er ekki í lagi á þeim bænum. En ekki dugar annað en að snúa saman bökum. Margir hafa dregið fram spjótin og beint þeim að framkvæmdastjóranum okkar. En hann var ákveðinn á blaðamannafundi í gær og sagði sig vera í miðju kafi í verkefni sem tæki sinn tíma. Við stuðningsmenn Liverpool ættum að hafa það í huga!


Það verður þó ekki litið framhjá því að Liverpool hefur ekki spilað vel það sem af er þessu ári. Í þeim leikjum eru tveir leikir í FA bikarnum gegn Plymouth sem spilar í fjórðu deild. Nú kemur Wolverhampton Wanderes í heimsókn í sömu keppni. Wolves leikur í næst efstu deild og þó liðið sé í neðri hluta deildarinnar þá gæti leikurinn orðið erfiður. Jürgen Klopp breytir liðinu örugglega eins og hann hefur gert þegar bikarleikir eru annars vegar. Það verður spennandi að sjá hverja hann sendir til leiks!

Það ætti ekki að vera neitt sérstakt áhyggjuefni þótt ungum leikmönnum verði teflt fram því þeir hafa eiginlega spilað betur en reyndu mennirnir. Að minnsta kosti spiluðu menn á borð við Daniel Sturridge og Divock Origi ekki vel á móti Plymouth. Líklegt er að Ben Woodburn og fleiri fái að spreyta sig og vonandi grípa þeir tækifærið sem þeir fá.  



Ég spái því að Liverpool vinni en það gæti tekið sinn tíma að brjóta Wolves á bak aftur því sennilegt er að gestirnir muni leggja áherslu á að verjast og það hefur gjarnan gengið illa að finna lausnir þegar mótherjarnir hafa pakkað í vörn. Liverpool vinnur 2:0 með mörkum Ben Woodburn og Divock Origi skora og koma Liverpool áfram. Það hlýtur að fara koma sigur!

YNWA
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan