| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Taphrinan stöðvuð
Liverpool tókst að stöðva þriggja leikja taphrinu á heimavelli með 1-1 jafntefli gegn Chelsea og líklega voru það sanngjörn úrslit þegar upp var staðið.
Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og þeir Nathaniel Clyne og Adam Lallana voru með en óvíst var með þátttöku hins fyrrnefnda vegna meiðsla. Með Clyne í vörninni voru Lovren, Matip og Milner, á miðjunni þeir Emre Can, Henderson og Wijnaldum og fremstir voru þeir Coutinho, Lallana og Firmino. Sadio Mané var á bekknum og var það kærkomin sjón að sjá hann í leikmannahópnum á ný en með honum á varamannabekknum sátu þeir Origi, Sturridge, Lucas, Klavan, Moreno og markvörðurinn Loris Karius.
Janúarleikir Liverpool hafa verið frekar einsleitir á að horfa. Leikmenn Liverpool spila sín á milli á vallarhelmingi andstæðingsins sem liggur þétt til baka og lokar svæðum mjög vel. Það sama var nú að mestu leyti uppá teningnum framan af þessum leik en Chelsea vörðust auðvitað mjög vel eins og við var að búast. En það mátti merkja einhvern auka kraft í leikmönnum Liverpool og þó svo að þeir hafi ekki komist í nein úrvals færi uppvið mark gestanna þá voru þeir fljótir að vinna boltann til baka af leikmönnum Chelsea og það var ekki alveg sama andleysi yfir mönnum og í síðustu leikjum. Fyrsta skot Liverpool á markið kom á 12. mínútu þegar Wijnaldum skaut fyrir utan vítateig en skotið var beint á Courtois í markinu. Þess má til gamans geta að fyrsta skot Liverpool á markið í leiknum þar á undan kom eftir rúmlega klukkutíma leik !
En um miðjan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir. Aukaspyrna var dæmd fyrir litlar sakir þegar Lallana og Hazard eltust við boltann og Hazard féll við. Mignolet stillti upp í varnarvegg en Liverpool menn virtust alls ekki tilbúnir þegar flautan gall hjá dómaranum og David Luiz þrumaði að marki. Boltinn fór í stöngina og inn og Mignolet stóð steinrunninn í markinu en honum til varnar þá hefði hann sennilega aldrei náð að verja þennan bolta, varnarveggurinn gerði heldur ekki mikið til að reyna að stöðva skotið. Gestirnir fögnuðu markinu auðvitað gríðarlega enda var það nú sennilega gegn gangi leiksins. Mörgum Liverpool manninum leist ekki á blikuna núna því liðið hefur ekki verið að skora mörg mörk undanfarið og Chelsea menn með bestu vörnina í deildinni. Önnur aukaspyrna gestanna skömmu síðar var einnig hættuleg en Mignolet gerði vel í að slá fyrirgjöf Willian frá marki. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var svo sama sagan uppá teningnum, heimamenn mikið með boltann en ógnuðu marki gestanna ansi lítið. Staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés.
Eftir aðeins fjórar mínútur í seinni hálfleik hefði staðan átt að vera orðin jöfn þegar Firmino fékk dauðafæri á vítateignum. Lallana og Clyne léku saman upp hægri kantinn og varnarmaður Chelsea tæklaði boltann frá en hann barst beint til Firmino sem var einn og óvaldaður á teignum. Hann áttaði sig alls ekki á því hversu mikinn tíma hann hafði og skaut í fyrsta himinhátt yfir. Þarna fór úrvals færi forgörðum og það má nú ekki klúðra þeim mörgum gegn liði eins og Chelsea. Gestirnir ógnuðu líka og leikurinn var orðinn mun hraðari. Victor Moses skaut í stöngina utanverða eftir að hafa unnið boltann af Milner inná teignum, þar áttaði Moses sig ekki á því að hann hafði líklega meiri tíma. Liverpool menn náðu svo að jafna metin á 57. mínútu leiksins. Adam Lallana skaut að marki en boltinn fór beint í varnarmann og barst út fyrir teiginn. Þar var Jordan Henderson fljótur að senda boltann rakleiðis út til vinstri á Milner sem var óvaldaður á teignum. Hann skallaði boltann áfram fyrir markið, boltinn fór í fótinn á einum varnarmanna og áfram inná markteiginn þar sem Wijnaldum var mættur til að skalla boltann í markið. Virkilega vel gert hjá Wijnaldum þarna og sendingin hjá Henderson var hreint út sagt frábær og opnaði vörn gestanna. Mikill kraftur var í heimamönnum eftir markið en þeir máttu þó hafa sig alla við til að verjast hröðum skyndisóknum Chelsea manna. Sadio Mané kom inná fyrir Coutinho þegar korter var eftir og skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Matip felldi Costa í teignum. Jurgen Klopp var hreint út sagt ekki kátur með ákvörðunina því honum fannst sem að brotið hefði verið á Lovren þegar Costa fékk boltann á miðjunni. En vítaspyrnan var dæmd og Costa fór á punktinn sjálfur en sem betur fer varði Mignolet spyrnuna, hann kastaði sér snöggt niður til hægri og sló boltann aftur fyrir markið. Virkilega vel gert hjá Mignolet sem sýndi og sannaði að hann er virkilega öflugur þegar kemur að því að verja vítaspyrnur.
Á lokamínútum leiksins hefðu bæði lið getað skorað. Henderson bjargaði mjög vel með góðri tæklingu á teignum þegar Pedro var að komast einn í gegn og Spánverjinn skaut líka rétt framhjá markinu með skoti fyrir utan teig. Hinumegin var það Firmino sem skallaði að marki úr teignum en því miður var skallinn beint á Courtois í markinu. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og bæði lið kannski ágætlega sátt með stigið þegar upp var staðið.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Lovren, Milner, Henderson, Can, Wijnaldum, Lallana (Origi, 90. mín.), Coutinho (Mané, 75. mín.), Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Moreno, Klavan, Lucas, Sturridge.
Mark Liverpool: Gini Wijnaldum (57. mín.).
Gul spjöld: Milner og Henderson.
Chelsea: Courtois, Azpilicueta, Luiz, Cahill, Kanté, Moses, Alonso, Matic, Willian (Fabregas, 83. mín.), Costa (Batshuayi, 90.), Hazard (Pedro, 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Begovic, Zouma, Terry, Chalobah.
Mark Chelsea: David Luiz (24. mín.).
Gult spjald: Willian.
Áhorfendur á Anfield: 53.157.
Maður leiksins: Simon Mignolet fær nafnbótina þar sem hann bjargaði stigi með því að verja vítaspyrnu frá Diego Costa seint í leiknum. Margir vilja kannski kenna honum um markið sem Luiz skoraði en hann hefði líklega ekki komið neinum vörnum við þar sem spyrnan var föst og alveg út við stöng. En vissulega hefði hann og liðsfélagar hans átt að vera betur tilbúnir þegar dómarinn flautaði og spyrnan var tekin.
Jurgen Klopp: ,,Ég sagði það fyrir leik og mörgum líkaði það ekki, en þetta yndislega og kröftuga félag þarf að passa sig á því að fara ekki á taugum. Það er ekki allt svart þó svo að við töpum. Þetta lið er með frábæran liðsanda og við skulum gera okkar besta það sem eftir er og sjá hvar við endum þegar upp er staðið. Úrslitin í kvöld voru fín fyrir okkur en við verðum að halda áfram að berjast."
Fróðleikur:
- Simon Mignolet hefur varið sex af fjórtán vítaspyrnum sem hann hefur fengið á sig í úrvalsdeildinni og hefur enginn markvörður í sögu félagsins varið fleiri spyrnur.
- Í fyrsta sinn síðan í október 2012 hefur Liverpool ekki tekist að sigra í fimm heimaleikjum í röð.
- Gini Wijnaldum skoraði sitt þriðja mark á leiktíðinni og öll hafa þau komið á heimavelli.
- Eftir leikinn sitja okkar menn enn í fjórða sæti deildarinnar með 46 stig.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og þeir Nathaniel Clyne og Adam Lallana voru með en óvíst var með þátttöku hins fyrrnefnda vegna meiðsla. Með Clyne í vörninni voru Lovren, Matip og Milner, á miðjunni þeir Emre Can, Henderson og Wijnaldum og fremstir voru þeir Coutinho, Lallana og Firmino. Sadio Mané var á bekknum og var það kærkomin sjón að sjá hann í leikmannahópnum á ný en með honum á varamannabekknum sátu þeir Origi, Sturridge, Lucas, Klavan, Moreno og markvörðurinn Loris Karius.
Janúarleikir Liverpool hafa verið frekar einsleitir á að horfa. Leikmenn Liverpool spila sín á milli á vallarhelmingi andstæðingsins sem liggur þétt til baka og lokar svæðum mjög vel. Það sama var nú að mestu leyti uppá teningnum framan af þessum leik en Chelsea vörðust auðvitað mjög vel eins og við var að búast. En það mátti merkja einhvern auka kraft í leikmönnum Liverpool og þó svo að þeir hafi ekki komist í nein úrvals færi uppvið mark gestanna þá voru þeir fljótir að vinna boltann til baka af leikmönnum Chelsea og það var ekki alveg sama andleysi yfir mönnum og í síðustu leikjum. Fyrsta skot Liverpool á markið kom á 12. mínútu þegar Wijnaldum skaut fyrir utan vítateig en skotið var beint á Courtois í markinu. Þess má til gamans geta að fyrsta skot Liverpool á markið í leiknum þar á undan kom eftir rúmlega klukkutíma leik !
En um miðjan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir. Aukaspyrna var dæmd fyrir litlar sakir þegar Lallana og Hazard eltust við boltann og Hazard féll við. Mignolet stillti upp í varnarvegg en Liverpool menn virtust alls ekki tilbúnir þegar flautan gall hjá dómaranum og David Luiz þrumaði að marki. Boltinn fór í stöngina og inn og Mignolet stóð steinrunninn í markinu en honum til varnar þá hefði hann sennilega aldrei náð að verja þennan bolta, varnarveggurinn gerði heldur ekki mikið til að reyna að stöðva skotið. Gestirnir fögnuðu markinu auðvitað gríðarlega enda var það nú sennilega gegn gangi leiksins. Mörgum Liverpool manninum leist ekki á blikuna núna því liðið hefur ekki verið að skora mörg mörk undanfarið og Chelsea menn með bestu vörnina í deildinni. Önnur aukaspyrna gestanna skömmu síðar var einnig hættuleg en Mignolet gerði vel í að slá fyrirgjöf Willian frá marki. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var svo sama sagan uppá teningnum, heimamenn mikið með boltann en ógnuðu marki gestanna ansi lítið. Staðan því 0-1 þegar flautað var til leikhlés.
Eftir aðeins fjórar mínútur í seinni hálfleik hefði staðan átt að vera orðin jöfn þegar Firmino fékk dauðafæri á vítateignum. Lallana og Clyne léku saman upp hægri kantinn og varnarmaður Chelsea tæklaði boltann frá en hann barst beint til Firmino sem var einn og óvaldaður á teignum. Hann áttaði sig alls ekki á því hversu mikinn tíma hann hafði og skaut í fyrsta himinhátt yfir. Þarna fór úrvals færi forgörðum og það má nú ekki klúðra þeim mörgum gegn liði eins og Chelsea. Gestirnir ógnuðu líka og leikurinn var orðinn mun hraðari. Victor Moses skaut í stöngina utanverða eftir að hafa unnið boltann af Milner inná teignum, þar áttaði Moses sig ekki á því að hann hafði líklega meiri tíma. Liverpool menn náðu svo að jafna metin á 57. mínútu leiksins. Adam Lallana skaut að marki en boltinn fór beint í varnarmann og barst út fyrir teiginn. Þar var Jordan Henderson fljótur að senda boltann rakleiðis út til vinstri á Milner sem var óvaldaður á teignum. Hann skallaði boltann áfram fyrir markið, boltinn fór í fótinn á einum varnarmanna og áfram inná markteiginn þar sem Wijnaldum var mættur til að skalla boltann í markið. Virkilega vel gert hjá Wijnaldum þarna og sendingin hjá Henderson var hreint út sagt frábær og opnaði vörn gestanna. Mikill kraftur var í heimamönnum eftir markið en þeir máttu þó hafa sig alla við til að verjast hröðum skyndisóknum Chelsea manna. Sadio Mané kom inná fyrir Coutinho þegar korter var eftir og skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Matip felldi Costa í teignum. Jurgen Klopp var hreint út sagt ekki kátur með ákvörðunina því honum fannst sem að brotið hefði verið á Lovren þegar Costa fékk boltann á miðjunni. En vítaspyrnan var dæmd og Costa fór á punktinn sjálfur en sem betur fer varði Mignolet spyrnuna, hann kastaði sér snöggt niður til hægri og sló boltann aftur fyrir markið. Virkilega vel gert hjá Mignolet sem sýndi og sannaði að hann er virkilega öflugur þegar kemur að því að verja vítaspyrnur.
Á lokamínútum leiksins hefðu bæði lið getað skorað. Henderson bjargaði mjög vel með góðri tæklingu á teignum þegar Pedro var að komast einn í gegn og Spánverjinn skaut líka rétt framhjá markinu með skoti fyrir utan teig. Hinumegin var það Firmino sem skallaði að marki úr teignum en því miður var skallinn beint á Courtois í markinu. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og bæði lið kannski ágætlega sátt með stigið þegar upp var staðið.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Lovren, Milner, Henderson, Can, Wijnaldum, Lallana (Origi, 90. mín.), Coutinho (Mané, 75. mín.), Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Moreno, Klavan, Lucas, Sturridge.
Mark Liverpool: Gini Wijnaldum (57. mín.).
Gul spjöld: Milner og Henderson.
Chelsea: Courtois, Azpilicueta, Luiz, Cahill, Kanté, Moses, Alonso, Matic, Willian (Fabregas, 83. mín.), Costa (Batshuayi, 90.), Hazard (Pedro, 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Begovic, Zouma, Terry, Chalobah.
Mark Chelsea: David Luiz (24. mín.).
Gult spjald: Willian.
Áhorfendur á Anfield: 53.157.
Maður leiksins: Simon Mignolet fær nafnbótina þar sem hann bjargaði stigi með því að verja vítaspyrnu frá Diego Costa seint í leiknum. Margir vilja kannski kenna honum um markið sem Luiz skoraði en hann hefði líklega ekki komið neinum vörnum við þar sem spyrnan var föst og alveg út við stöng. En vissulega hefði hann og liðsfélagar hans átt að vera betur tilbúnir þegar dómarinn flautaði og spyrnan var tekin.
Jurgen Klopp: ,,Ég sagði það fyrir leik og mörgum líkaði það ekki, en þetta yndislega og kröftuga félag þarf að passa sig á því að fara ekki á taugum. Það er ekki allt svart þó svo að við töpum. Þetta lið er með frábæran liðsanda og við skulum gera okkar besta það sem eftir er og sjá hvar við endum þegar upp er staðið. Úrslitin í kvöld voru fín fyrir okkur en við verðum að halda áfram að berjast."
Fróðleikur:
- Simon Mignolet hefur varið sex af fjórtán vítaspyrnum sem hann hefur fengið á sig í úrvalsdeildinni og hefur enginn markvörður í sögu félagsins varið fleiri spyrnur.
- Í fyrsta sinn síðan í október 2012 hefur Liverpool ekki tekist að sigra í fimm heimaleikjum í röð.
- Gini Wijnaldum skoraði sitt þriðja mark á leiktíðinni og öll hafa þau komið á heimavelli.
- Eftir leikinn sitja okkar menn enn í fjórða sæti deildarinnar með 46 stig.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan