Miðasala á árshátíð Liverpool klúbbsins
Árshátíð Liverpool klúbbsins með Jamie Carragher verður haldin í Kórnum þann 24 maí næstkomandi.
Dagskráin verður glæsileg að vanda.
Jamie Carragher er næstleikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, með 737 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997-2013. Carragher varð tvívegis ensku bikarmeistari með Liverpool, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu, UEFA bikarinn og enska deildarbikarinn þrisvar sinnum.
Húsið opnar kl 19 fyrir fordrykk þar sem gestum gefst færi á að taka mynd af sér með heiðursgestinum.
Borðhald hefst kl 20 en 3ja rétta veislumáltið í boði Gumma Meiriháttar, matreiðslumeistara af Laugaás, sem tryggir að enginn fer svangur heim.
Ingvar Jónsson, Papi, sér um veislustjórn. Aðrir sem koma fram eru Hreimur og Rúnar Eff, Arnar Dór og dj Jón Gestur.
Forsala til
klúbbmeðlima er í gangi til 4. Apríl þegar almenn sala opnar ef einhverjir
miðar eru eftir.
Hver
meðlimur getur keypt 2 miða.
20 ára
aldurstakmark.
Miðasalan hefst annað kvöld er félagsmenn fá sendan
tölvupóst með link fyrir miðakaupum.
Athugið að
félagsmenn bera ábyrgð á að netfang sé rétt skráð. Hægt er að senda póst á
[email protected] með uppfærðum upplýsingum ef þarf.
Verð: 11.900 kr miðinn.
Matseðill:
Forréttur
Hægelduð bleikja krydduð með birki, fennel, fennelgrasi, capers og dill borin
fram á brioche brauði.
Aðalréttur
Sæt basilkryddað lambafille, ljúffeng skógarsveppa kremsósa ásamt timian
krydduðum kartöflum, ristuðu rótargrænmeti og basil olíu.
Eftirréttur
Karamellu súkkulaði með hnetu crumble, myntussírópi, jarðaberjum og mangó
sorbet.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!