| Heimir Eyvindarson
Liverpool smellir sér í stutta rútuferð til West Bromwich í ensku
miðlöndunum nú í morgunsárið og mætir WBA á The Hawthorns í hádegisleik
dagsins.
Ég hef áður minnst á að ég man þá tíð þegar WBA var skemmtilegt fótboltalið, í kringum 1980. Þá stjórnaði Ron Atkinson liðinu og kanónur á borð við Cyrille Regis og Laurie Cunningham röðuðu inn mörkum fyrir liðið, sem spilaði leiftrandi sóknarbolta í hverjum einasta leik. Nú er öldin önnur, enda er liðinu stjórnað af Tony Pulis. Það þarf varla að ræða það frekar.
Fyrir fyrri leik liðanna í vetur fór ég ágætlega yfir það hversu óolandi það hefur verið fyrir Liverpool að mæta liðum undir stjórn Pulis. Þar er ágætlega leiðinleg tölfræði sem áhugasamir geta rifjað upp hér.
Að vísu tókst Liverpool að laga tölfræðina aðeins í haust, með 2-1 sigri á Anfield þar sem Mané og Coutinho skoruðu mörk Liverpool. Mikið væri nú gott að geta notað hraða Mané á móti miðvarðalurkunum McAuley og Dawson.
Klopp ætti að geta stillt upp sinni sterkustu vörn í dag, að því gefnu að við teljum Clyne, Matip, Lovren og Milner okkar sterkustu vörn. Á miðjunni vantar Henderson og Lallana, sem er auðvitað mjög bagalegt, þannig að Can og Wijnaldum byrja næsta örugglega og svo er bara spurning hver tekur þriðja slottið á miðjunni. Það er kannski líklegast að það verði Lucas, en eitthvað segir mér að Klopp muni koma okkur á óvart í dag.
Frammi vantar auðvitað sárlega Mané, en aðrir eru heilir og klárir.
Lið WBA er auðvitað týpískt TP lið, það er gríðarlega þétt fyrir og mörkin koma helst eftir föst leikatriði, sem hljómar alls ekki vel fyrir okkar menn. Hinn 37 ára gamli miðvörður Gareth McAuley hefur verið iðinn við að koma boltanum í netið eftir föst leikatriði og er annar tveggja markahæstu manna liðsins. Hljómar mjög Púlískt.
Aðrir leikmenn sem vert er að fylgjast með í liði WBA eru kannski ekki margir, en þarna eru samt inná milli ágætis fótboltamenn eins og Rondon og Chadli.
Hvað sem öllu þvaðri og Pulis svekkelsi líður er klárt að Liverpool er betra fótboltalið en WBA, en við þekkjum mætavel að það segir ekki neitt þegar á hólminn er komið. Ég er samt frekar skringilega bjartsýnn fyrir þennan leik og leyfi mér að spá sögulegum sigri Liverpool. Klopp hefur ekki enn tapað leik fyrir liðum undir stjórn Pulis, báðir leikir liðanna á síðustu leiktíð enduðu með leiðinlegu jafntefli og svo vannst sem fyrr segir sætur sigur á Anfield í haust. Nú vantar okkur bara að vinna Pulis á útivelli, það kemur í dag fjárinn hafi það!
Eigum við að segja 2-1 og mörkin koma frá Origi og Grujic.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Ég hef áður minnst á að ég man þá tíð þegar WBA var skemmtilegt fótboltalið, í kringum 1980. Þá stjórnaði Ron Atkinson liðinu og kanónur á borð við Cyrille Regis og Laurie Cunningham röðuðu inn mörkum fyrir liðið, sem spilaði leiftrandi sóknarbolta í hverjum einasta leik. Nú er öldin önnur, enda er liðinu stjórnað af Tony Pulis. Það þarf varla að ræða það frekar.
Fyrir fyrri leik liðanna í vetur fór ég ágætlega yfir það hversu óolandi það hefur verið fyrir Liverpool að mæta liðum undir stjórn Pulis. Þar er ágætlega leiðinleg tölfræði sem áhugasamir geta rifjað upp hér.
Að vísu tókst Liverpool að laga tölfræðina aðeins í haust, með 2-1 sigri á Anfield þar sem Mané og Coutinho skoruðu mörk Liverpool. Mikið væri nú gott að geta notað hraða Mané á móti miðvarðalurkunum McAuley og Dawson.
Frammi vantar auðvitað sárlega Mané, en aðrir eru heilir og klárir.
Aðrir leikmenn sem vert er að fylgjast með í liði WBA eru kannski ekki margir, en þarna eru samt inná milli ágætis fótboltamenn eins og Rondon og Chadli.
Hvað sem öllu þvaðri og Pulis svekkelsi líður er klárt að Liverpool er betra fótboltalið en WBA, en við þekkjum mætavel að það segir ekki neitt þegar á hólminn er komið. Ég er samt frekar skringilega bjartsýnn fyrir þennan leik og leyfi mér að spá sögulegum sigri Liverpool. Klopp hefur ekki enn tapað leik fyrir liðum undir stjórn Pulis, báðir leikir liðanna á síðustu leiktíð enduðu með leiðinlegu jafntefli og svo vannst sem fyrr segir sætur sigur á Anfield í haust. Nú vantar okkur bara að vinna Pulis á útivelli, það kemur í dag fjárinn hafi það!
Eigum við að segja 2-1 og mörkin koma frá Origi og Grujic.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan