| Sf. Gutt
Ungliðinn Ryan Kent gerði í dag nýjan lantímasamning við Liverpool. Hann lék mjög vel núna á undirbúningstímabilinu og það verður spennandi að sjá hvort hann fær tækifæri með aðalliðinu á leiktíðinni sem í hönd fer.
Ryan, sem verður 21. árs seinna á árinu, hefur verið hjá Liverpool frá því hann var sjö ára. Hann spilar jafnan sem útherji og getur líka verið bakvörður. Hann hefur tvívegis verið lánaður fyrst til Coventry City fyrri hluta leiktíðarinnar 2015/16 og svo til Barnsley á síðasta keppnistímabili. Þar var hann valinn ungliði árins. Ryan hefur leikið einn leik fyrir Liverpool en það var í FA bikarnum á móti Exeter leiktíðina 2015/16.
Ryan segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að taka tilboði Liverpool um nýjan samning. ,,Þetta var auðveld ákvörðun. Hérna er ég undir stjórn framkvæmdastjóra sem er tilbúinn að gefa sér tíma til að þróa mig sem leikmann. Hjá Liverpool er allt til staðar svo ég geti orðið góður leikmaður þegar fram líða stundir."
Það er gleðilegt að Ryan Kent hafi gert nýjan samning við Liverpool. Hann nær vonandi að láta að sér kveða hjá aðalliði Liverpool á næstu árum. Það myndi þýða að hann næði að verða góður leikmaður.
TIL BAKA
Ryan Kent gerir nýjan samning
Ungliðinn Ryan Kent gerði í dag nýjan lantímasamning við Liverpool. Hann lék mjög vel núna á undirbúningstímabilinu og það verður spennandi að sjá hvort hann fær tækifæri með aðalliðinu á leiktíðinni sem í hönd fer.
Ryan, sem verður 21. árs seinna á árinu, hefur verið hjá Liverpool frá því hann var sjö ára. Hann spilar jafnan sem útherji og getur líka verið bakvörður. Hann hefur tvívegis verið lánaður fyrst til Coventry City fyrri hluta leiktíðarinnar 2015/16 og svo til Barnsley á síðasta keppnistímabili. Þar var hann valinn ungliði árins. Ryan hefur leikið einn leik fyrir Liverpool en það var í FA bikarnum á móti Exeter leiktíðina 2015/16.
Ryan segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að taka tilboði Liverpool um nýjan samning. ,,Þetta var auðveld ákvörðun. Hérna er ég undir stjórn framkvæmdastjóra sem er tilbúinn að gefa sér tíma til að þróa mig sem leikmann. Hjá Liverpool er allt til staðar svo ég geti orðið góður leikmaður þegar fram líða stundir."
Það er gleðilegt að Ryan Kent hafi gert nýjan samning við Liverpool. Hann nær vonandi að láta að sér kveða hjá aðalliði Liverpool á næstu árum. Það myndi þýða að hann næði að verða góður leikmaður.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan