| Grétar Magnússon
Það hittir þannig á þessa vikuna að leikið er tvisvar í röð gegn Leicester á útivelli en liðin mætast aftur á laugardaginn kemur og þá í deildinni.
Liðin hafa aðeins einu sinni áður mæst í þessari keppni en það var 29. október árið 1986 þar sem Liverpool vann góðan 4-1 sigur á Anfield. Steve McMahon gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum og Kenny Dalglish bætti einu marki við. Liverpool fór alla leið í úrslit keppninnar þetta tímabilið en úrslitaleikurinn tapaðist fyrir Arsenal á Wembley 2-1.
Það verður að segjast að þessi keppni er klárlega neðst á listanum yfir þær keppnir sem maður vill að liðið fer langt í. En að sama skapi er alltaf einhver smá rómantík í þessu hjá Liverpool þar sem félagið er jú sigursælast allra liða á Englandi þegar kemur að því að vinna þennan bikar en honum hefur verið hampað alls átta sinnum af þeim rauðu. Það má örugglega búast við því að Jurgen Klopp stilli upp töluvert breyttu liði í þessum leik en það verður þó engu að síður nokkuð sterk uppstilling að mínu mati. Mohamed Salah og Roberto Firmino hljóta að fá hvíld núna og Sadio Mané er auðvitað í banni. Philippe Coutinho má alveg fá fleiri mínútur til að halda áfram að koma sér í gang og stilla miðið en öll skot hans gegn Burnley voru langt frá því að hitta á markið. Alex Oxlade-Chamberlain fær væntanlega tækifæri í fyrsta sinn sem byrjunarliðsmaður og þá væntanlega sem einn af þremur sóknarmönnum. Annars er erfitt að ráða í hvernig þessu verður stillt upp en fréttir frá Englandi herma að Danny Ward fái að spila í bikarkeppnum þannig að líklega verður hann í markinu. Ég ætla ekki að giska á hvernig vörnin verður sett upp núna en á miðjunni býst ég við því að Marko Grujic byrji ásamt Henderson og Wijnaldum. Spái því svo að Daniel Sturridge verði fremstur allra og Ben Woodburn klári að mynda sóknarþríeykið.
Heimsóknir á heimavöll Leicester hafa ekki verið góðar hjá Liverpool undanfarin ár en síðustu tveir leikir þar hafa tapast í deildinni. Leicester voru nýbúnir að skipta um stjóra þegar liðin mættust síðast og þeir hreinlega völtuðu yfir Liverpool með 3-1 sigri þar sem Coutinho skoraði síðasta mark leiksins og lagaði stöðuna lítillega. Tímabilið þar áður urðu Leicester auðvitað meistarar og þeir unnu þægilegan 2-0 sigur. Þeir hljóta þó að hvíla einhverja af sínum bestu mönnum í þessum leik og horfa líklega eins og Liverpool á deildarleikinn sem mikilvægari leik. Jamie Vardy og Christian Fuchs eru vanalega byrjunarliðsmenn hjá þeim en þeir eiga samkvæmt nýjustu fréttum við einhver smávægileg meiðsli að stríða og ég býst við því að þeir verði hvíldir fyrir átök helgarinnar, síðasta nafnið á meiðslalistanum þeirra er svo miðjumaðurinn Matty James og hann mun ekki ná þessum leik eftir því sem ég kemst næst.
Ég ætla að spá því að lokatölur leiksins verði 1-1 og því þurfi að grípa til framlengingar og þetta fer svo alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Danny Ward verður hetjan og tryggir Liverpool sæti í næstu umferð keppninnar.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur okkar manna er gegn Leicester City í enska Deildarbikarnum sem heitir því skemmtilega nafni á þessu tímabili, Carabao Cup. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 19. september og hefst klukkan 18:45.
Það hittir þannig á þessa vikuna að leikið er tvisvar í röð gegn Leicester á útivelli en liðin mætast aftur á laugardaginn kemur og þá í deildinni.
Liðin hafa aðeins einu sinni áður mæst í þessari keppni en það var 29. október árið 1986 þar sem Liverpool vann góðan 4-1 sigur á Anfield. Steve McMahon gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum og Kenny Dalglish bætti einu marki við. Liverpool fór alla leið í úrslit keppninnar þetta tímabilið en úrslitaleikurinn tapaðist fyrir Arsenal á Wembley 2-1.
Það verður að segjast að þessi keppni er klárlega neðst á listanum yfir þær keppnir sem maður vill að liðið fer langt í. En að sama skapi er alltaf einhver smá rómantík í þessu hjá Liverpool þar sem félagið er jú sigursælast allra liða á Englandi þegar kemur að því að vinna þennan bikar en honum hefur verið hampað alls átta sinnum af þeim rauðu. Það má örugglega búast við því að Jurgen Klopp stilli upp töluvert breyttu liði í þessum leik en það verður þó engu að síður nokkuð sterk uppstilling að mínu mati. Mohamed Salah og Roberto Firmino hljóta að fá hvíld núna og Sadio Mané er auðvitað í banni. Philippe Coutinho má alveg fá fleiri mínútur til að halda áfram að koma sér í gang og stilla miðið en öll skot hans gegn Burnley voru langt frá því að hitta á markið. Alex Oxlade-Chamberlain fær væntanlega tækifæri í fyrsta sinn sem byrjunarliðsmaður og þá væntanlega sem einn af þremur sóknarmönnum. Annars er erfitt að ráða í hvernig þessu verður stillt upp en fréttir frá Englandi herma að Danny Ward fái að spila í bikarkeppnum þannig að líklega verður hann í markinu. Ég ætla ekki að giska á hvernig vörnin verður sett upp núna en á miðjunni býst ég við því að Marko Grujic byrji ásamt Henderson og Wijnaldum. Spái því svo að Daniel Sturridge verði fremstur allra og Ben Woodburn klári að mynda sóknarþríeykið.
Heimsóknir á heimavöll Leicester hafa ekki verið góðar hjá Liverpool undanfarin ár en síðustu tveir leikir þar hafa tapast í deildinni. Leicester voru nýbúnir að skipta um stjóra þegar liðin mættust síðast og þeir hreinlega völtuðu yfir Liverpool með 3-1 sigri þar sem Coutinho skoraði síðasta mark leiksins og lagaði stöðuna lítillega. Tímabilið þar áður urðu Leicester auðvitað meistarar og þeir unnu þægilegan 2-0 sigur. Þeir hljóta þó að hvíla einhverja af sínum bestu mönnum í þessum leik og horfa líklega eins og Liverpool á deildarleikinn sem mikilvægari leik. Jamie Vardy og Christian Fuchs eru vanalega byrjunarliðsmenn hjá þeim en þeir eiga samkvæmt nýjustu fréttum við einhver smávægileg meiðsli að stríða og ég býst við því að þeir verði hvíldir fyrir átök helgarinnar, síðasta nafnið á meiðslalistanum þeirra er svo miðjumaðurinn Matty James og hann mun ekki ná þessum leik eftir því sem ég kemst næst.
Ég ætla að spá því að lokatölur leiksins verði 1-1 og því þurfi að grípa til framlengingar og þetta fer svo alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Danny Ward verður hetjan og tryggir Liverpool sæti í næstu umferð keppninnar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan