| Sf. Gutt
Leicester City vs Liverpool
Leicester City á móti Liverpool. Taka tvö. Eftir Deildarbikartap í Leicester núna í vikunni dugir ekki annað en að ná sigri. Liverpool hefur ekki unnið í fjórum síðustu leikjum eftir stósigur 4:0 gegn Arsenal í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Allt hefur gegnið á afturfótunum eftir að leikmenn komu heim eftir landsleikina í byrjun mánaðarins. Rauða spjaldið sem Sadio fékk á móti City setti allt úr skorðum í þeim leik. Roberto Firmino mistókst að tryggja sigur á móti Sevilla þegar vítaspyrna hans fór í stöng. Miklir yfirburðir á móti Burnley dugðu ekki og núna síðast féll liðið úr Deildarbikarnum eftir að hafa verið mun betra liðið í fyrri hálfleik.
Pressan hefur aukist á Jürgen Klopp eftir því sem sigurlausum leikjum hefur fjölgað. Vörninni hefur verið fundið allt til foráttu og sóknarleikurinn skilar ekki mörkum miðað við marktilraunir. Hluti stuðningsmanna Liverpool fer hamförum í gagnrýni og þá helst á samfélagsmiðlum. Nú verður að halda sjó og snúa bökum saman.
Það er óhugsandi staða að hugsa sér að skipt verði um framkvæmdastjóra. Verði svo þá þarf að byrja allt upp á nýtt eina ferðina enn og slíkt yrðu mörg skref til baka í uppbyggingunni sem framkvæmdastjóri Liverpool og hans menn eru að vinna að. ,,Við verðum í breytast frá því að efast um allt yfir í að hafa tiltrú!" Tilvitnun í framkvæmdastjóra Liverpool er allt sem þarf!
Liverpool hefur spilað býsna vel í þessum þremur fjórum leikjum sem hafa ekki unnið. Ef frá er talinn síðari hálfleikurinn í Manchester og eins sá seinni í Leicester hefur liðið leikið vel. Ég hef því fulla trú á að liðið muni smella saman og það fyrr en seinna. Stundum raðast leikir liða þannig upp að þau leika saman tvo leiki í röð. Sjaldan eru úrslitin eins. Nú gerist það að Liverpool vinnur í Leicester. Philippe Coutinho og Mohamed Salah tryggja Liverpool 0:2 sigur á morgun! Tiltrú á betri tíð er nauðsynleg!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Leicester City vs Liverpool
Leicester City á móti Liverpool. Taka tvö. Eftir Deildarbikartap í Leicester núna í vikunni dugir ekki annað en að ná sigri. Liverpool hefur ekki unnið í fjórum síðustu leikjum eftir stósigur 4:0 gegn Arsenal í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Allt hefur gegnið á afturfótunum eftir að leikmenn komu heim eftir landsleikina í byrjun mánaðarins. Rauða spjaldið sem Sadio fékk á móti City setti allt úr skorðum í þeim leik. Roberto Firmino mistókst að tryggja sigur á móti Sevilla þegar vítaspyrna hans fór í stöng. Miklir yfirburðir á móti Burnley dugðu ekki og núna síðast féll liðið úr Deildarbikarnum eftir að hafa verið mun betra liðið í fyrri hálfleik.
Pressan hefur aukist á Jürgen Klopp eftir því sem sigurlausum leikjum hefur fjölgað. Vörninni hefur verið fundið allt til foráttu og sóknarleikurinn skilar ekki mörkum miðað við marktilraunir. Hluti stuðningsmanna Liverpool fer hamförum í gagnrýni og þá helst á samfélagsmiðlum. Nú verður að halda sjó og snúa bökum saman.
Það er óhugsandi staða að hugsa sér að skipt verði um framkvæmdastjóra. Verði svo þá þarf að byrja allt upp á nýtt eina ferðina enn og slíkt yrðu mörg skref til baka í uppbyggingunni sem framkvæmdastjóri Liverpool og hans menn eru að vinna að. ,,Við verðum í breytast frá því að efast um allt yfir í að hafa tiltrú!" Tilvitnun í framkvæmdastjóra Liverpool er allt sem þarf!
Liverpool hefur spilað býsna vel í þessum þremur fjórum leikjum sem hafa ekki unnið. Ef frá er talinn síðari hálfleikurinn í Manchester og eins sá seinni í Leicester hefur liðið leikið vel. Ég hef því fulla trú á að liðið muni smella saman og það fyrr en seinna. Stundum raðast leikir liða þannig upp að þau leika saman tvo leiki í röð. Sjaldan eru úrslitin eins. Nú gerist það að Liverpool vinnur í Leicester. Philippe Coutinho og Mohamed Salah tryggja Liverpool 0:2 sigur á morgun! Tiltrú á betri tíð er nauðsynleg!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan