| Sf. Gutt
TIL BAKA
Loksins sigur í þessum mánuði
Loksins náði Liverpool sigri í þessum mánuði. Eftir fjóra leiki án sigurs vann Liverpool 2:3 í Leicester og það eftir þrjú töp þar í röð.
Í annað sinn í vikunni var haldið til Leicester. Eins og vitað var þá gerðu báðir framkvæmdastjórarnir margar breytingar á liðunum sínum frá því í Deildarbikarleiknum.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að þetta yrði hörkuleikur. Eftir fimm mínútur komst Jamie Vardy í færi vinstra megin. Færið var þröngt en hann náði föstu skoti sem Simon Mignolet varði. Hann hélt ekki boltanum og Riyad Mahrez náði boltanum en mokaði honum yfir. Á 13. mínútu átti Emre Can fast skot utan vítateigs sem small í stöng. Boltinn hrökk út í teiginn til Mohamed Salah en hann hitti ekki markið sem var galopið.
En Egyptinn skoraði skoraði tveimur mínútum seinna. Philippe Coutinho sendi stórgóða sendingu frá vinstri yfir á fjærstöng þar sem Mohamed skallaði í markið úr þröngu færi. Vel gert og nýliðinn heldur áfram að skora. Rétt á eftir svaf Simon á verðinum, var seinn að koma boltanum frá en hann slapp með skrekkinn þegar sótt var að honum og hann bjargaði skoti í horn.
Liverpool var mun betra liðið framan af og forystan jókst á 23. mínútu. Philippe, sem spilaði stórvel, tók þá aukaspyrnu og þrumaði boltanum úr við stöng vinstra megin. Glæsilegt mark og Brasilíumaðurinn fagnaði innilega. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu líka af krafti og það er greinilegt að Philippe er tilbúinn að gera sitt besta fyrir Liverpool og það er sannarlega mikilvægt!
Mikið gekk á undir lok hálfleiksins. Á 42. mínútu átti Roberto Firmino skáskot sem fór framhjá en Philippe var ekki fjarri því að ná að stýra boltanum í markið. Á lokamínútunni átti Jamie Vardy skalla eftir aukaspyrnu sem Simon sló yfir í horn. Eftir hornið átti Simon mislukkað úthlaup. Boltinn hrökk að markinu og Shinji Okazaki potaði boltanum yfir marklínuna. Leikmenn Liverpool mótmæltu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á Simon en markið stóð.
Markið veitti heimamönnum mikinn kraft og þeir voru mjög grimmir framan af síðari hálfleik. Vörn Liverpool var óörugg en leikmenn liðsins lögðu sig alla fram og börðust eins og ljón við að verja forystuna. Á 68. mínútu leit út fyrir að Liverpool hefði náð að gera út um leikinn. Liverpool sneri vörn í sókn. Varamaðurinn Daniel Sturridge lék fram að vítateignum, renndi boltanum til hliðar á Jordan Henderson sem lék á varnarmann áður en hann skoraði. Vel gert hjá fyrirliðanum sem lék sinn besta leik á leiktíðinni. En stuðningsmenn Liverpool voru enn að fagna þegar Refirnir sýndu klærnar. Simon hélt ekki föstu skoti Demarai Gray og Jamie skallaði í autt markið.
Nokkrum andartökum seinna fékk Leicester víti eftir að dómarinn mat það sem svo að Simon hefði fellt Jamie. Simon snerti boltann lítillega áður en dómurinn stóð. Jamie tók vítið sjálfur og þrykkti boltanum svo til á mitt markið en Simon sá við honum og verði vel. Frábært hjá Belganum! Í kjölfarið var heppnin með Liverpool þegar Emre handlék boltann inn í vítateig. Ekkert hefði verið hægt að segja hefði dómarinn dæmt aftur víti.
Það var mikið fjör til leiksloka en Liverpool náði að halda sínu og þegar upp var staðið tryggði Simon sigur Liverpool í þessum fjöruga leik. Jordan átti sigurmarkið og framganga hans skipti líka miklu. Loksins vannst sigur í þessum mánuði og það var mál til komið. Leikurinn endurspeglar Liverpool um þessar mundir. Frábær sókn en óörugg vörn. Í þessum leik færði þó baráttan sigurinn. Nú er að byggja á þessum sigri og ná fleiri sigrum í hús. Annað dugar ekki því liðið á að geta miklu meira en úrslit í síðustu leikjum hafa gefið.
Leicester City : Schmeichel, Simpson, Morgan, Maguire, Chilwell, Ndidi, King, Albrighton (Slimani 80. mín.), Mahrez (Gray 61. mín.), Okazaki (Iheanacho 74. mín.) og Vardy. Ónotaðir varamenn: Hamer, Amartey, Iborra og Fuchs.
Mörk Leicester: Shinji Okazaki (45. mín.) og Jamie Vardy (69. mín.).
Gul spjöld: Mark Albrighton, Wilfred Ndidi og Jamie Vardy.
Liverpool : Mignolet, Gomez, Lovren, Matip, Moreno, Henderson, Can (Milner 74. mín.), Wijnaldum, Salah, Firmino (Sturridge 65. mín.) og Coutinho (Oxlade-Chamberlain 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Solanke, Klavan og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (15. mín.), Philippe Coutinho (23. mín.) og Jordan Henderson (68. mín.).
Gul spjöld: Joel Matip, Dejan Lovren og Simon Mignolet.
Áhorfendur á King Power leikvanginum: 32.004.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Fyrirliðinn hefur ekki spilað vel á leiktíðinni, verið fjarri sínu besta og dauflegur. En núna tók hann sig saman í andlitinu. Hann spilaði af krafti, fór fyrir sínum mönnum og dreif þá áfram. Vel á minnst hann skoraði líka sigurmarkið!
Jürgen Klopp: Reyndar fannst mér við verðskulda sigur. Það var það eina sem mig langaði að segja eftir leikinn. Þess vegna er þetta góður dagur.
- Mohamed Salah skoraði sjötta mark sitt það sem af er leiktíðar.
- Þeir Philippe Coutinho og Jordan Henderson skoruðu fyrstu mörk sínu á sparktíðinni.
- Simon Mignolet varði sitt annað víti á leiktíðinni.
- Simon hefur varið sjö af þeim 15 vítaspyrnum sem hann hefur staðið andspænis frá því hann kom til Liverpool.
- Liverpool vann sinn fyrsta sigur eftir fjóra leiki án sigurs í október.
- Liverpool vann sinn fyrsta sigur í Leicester eftir þrjú töp þar í röð.
- Jamie Vardy skoraði í sjötta sinn gegn Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Í annað sinn í vikunni var haldið til Leicester. Eins og vitað var þá gerðu báðir framkvæmdastjórarnir margar breytingar á liðunum sínum frá því í Deildarbikarleiknum.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að þetta yrði hörkuleikur. Eftir fimm mínútur komst Jamie Vardy í færi vinstra megin. Færið var þröngt en hann náði föstu skoti sem Simon Mignolet varði. Hann hélt ekki boltanum og Riyad Mahrez náði boltanum en mokaði honum yfir. Á 13. mínútu átti Emre Can fast skot utan vítateigs sem small í stöng. Boltinn hrökk út í teiginn til Mohamed Salah en hann hitti ekki markið sem var galopið.
En Egyptinn skoraði skoraði tveimur mínútum seinna. Philippe Coutinho sendi stórgóða sendingu frá vinstri yfir á fjærstöng þar sem Mohamed skallaði í markið úr þröngu færi. Vel gert og nýliðinn heldur áfram að skora. Rétt á eftir svaf Simon á verðinum, var seinn að koma boltanum frá en hann slapp með skrekkinn þegar sótt var að honum og hann bjargaði skoti í horn.
Liverpool var mun betra liðið framan af og forystan jókst á 23. mínútu. Philippe, sem spilaði stórvel, tók þá aukaspyrnu og þrumaði boltanum úr við stöng vinstra megin. Glæsilegt mark og Brasilíumaðurinn fagnaði innilega. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu líka af krafti og það er greinilegt að Philippe er tilbúinn að gera sitt besta fyrir Liverpool og það er sannarlega mikilvægt!
Mikið gekk á undir lok hálfleiksins. Á 42. mínútu átti Roberto Firmino skáskot sem fór framhjá en Philippe var ekki fjarri því að ná að stýra boltanum í markið. Á lokamínútunni átti Jamie Vardy skalla eftir aukaspyrnu sem Simon sló yfir í horn. Eftir hornið átti Simon mislukkað úthlaup. Boltinn hrökk að markinu og Shinji Okazaki potaði boltanum yfir marklínuna. Leikmenn Liverpool mótmæltu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á Simon en markið stóð.
Markið veitti heimamönnum mikinn kraft og þeir voru mjög grimmir framan af síðari hálfleik. Vörn Liverpool var óörugg en leikmenn liðsins lögðu sig alla fram og börðust eins og ljón við að verja forystuna. Á 68. mínútu leit út fyrir að Liverpool hefði náð að gera út um leikinn. Liverpool sneri vörn í sókn. Varamaðurinn Daniel Sturridge lék fram að vítateignum, renndi boltanum til hliðar á Jordan Henderson sem lék á varnarmann áður en hann skoraði. Vel gert hjá fyrirliðanum sem lék sinn besta leik á leiktíðinni. En stuðningsmenn Liverpool voru enn að fagna þegar Refirnir sýndu klærnar. Simon hélt ekki föstu skoti Demarai Gray og Jamie skallaði í autt markið.
Nokkrum andartökum seinna fékk Leicester víti eftir að dómarinn mat það sem svo að Simon hefði fellt Jamie. Simon snerti boltann lítillega áður en dómurinn stóð. Jamie tók vítið sjálfur og þrykkti boltanum svo til á mitt markið en Simon sá við honum og verði vel. Frábært hjá Belganum! Í kjölfarið var heppnin með Liverpool þegar Emre handlék boltann inn í vítateig. Ekkert hefði verið hægt að segja hefði dómarinn dæmt aftur víti.
Það var mikið fjör til leiksloka en Liverpool náði að halda sínu og þegar upp var staðið tryggði Simon sigur Liverpool í þessum fjöruga leik. Jordan átti sigurmarkið og framganga hans skipti líka miklu. Loksins vannst sigur í þessum mánuði og það var mál til komið. Leikurinn endurspeglar Liverpool um þessar mundir. Frábær sókn en óörugg vörn. Í þessum leik færði þó baráttan sigurinn. Nú er að byggja á þessum sigri og ná fleiri sigrum í hús. Annað dugar ekki því liðið á að geta miklu meira en úrslit í síðustu leikjum hafa gefið.
Leicester City : Schmeichel, Simpson, Morgan, Maguire, Chilwell, Ndidi, King, Albrighton (Slimani 80. mín.), Mahrez (Gray 61. mín.), Okazaki (Iheanacho 74. mín.) og Vardy. Ónotaðir varamenn: Hamer, Amartey, Iborra og Fuchs.
Mörk Leicester: Shinji Okazaki (45. mín.) og Jamie Vardy (69. mín.).
Gul spjöld: Mark Albrighton, Wilfred Ndidi og Jamie Vardy.
Liverpool : Mignolet, Gomez, Lovren, Matip, Moreno, Henderson, Can (Milner 74. mín.), Wijnaldum, Salah, Firmino (Sturridge 65. mín.) og Coutinho (Oxlade-Chamberlain 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Solanke, Klavan og Alexander-Arnold.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (15. mín.), Philippe Coutinho (23. mín.) og Jordan Henderson (68. mín.).
Gul spjöld: Joel Matip, Dejan Lovren og Simon Mignolet.
Áhorfendur á King Power leikvanginum: 32.004.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Fyrirliðinn hefur ekki spilað vel á leiktíðinni, verið fjarri sínu besta og dauflegur. En núna tók hann sig saman í andlitinu. Hann spilaði af krafti, fór fyrir sínum mönnum og dreif þá áfram. Vel á minnst hann skoraði líka sigurmarkið!
Jürgen Klopp: Reyndar fannst mér við verðskulda sigur. Það var það eina sem mig langaði að segja eftir leikinn. Þess vegna er þetta góður dagur.
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði sjötta mark sitt það sem af er leiktíðar.
- Þeir Philippe Coutinho og Jordan Henderson skoruðu fyrstu mörk sínu á sparktíðinni.
- Simon Mignolet varði sitt annað víti á leiktíðinni.
- Simon hefur varið sjö af þeim 15 vítaspyrnum sem hann hefur staðið andspænis frá því hann kom til Liverpool.
- Liverpool vann sinn fyrsta sigur eftir fjóra leiki án sigurs í október.
- Liverpool vann sinn fyrsta sigur í Leicester eftir þrjú töp þar í röð.
- Jamie Vardy skoraði í sjötta sinn gegn Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan