| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jafntefli við Manchester United
Liverpool og Manchester United tókust á í mikilli en tíðindalítilli rimmu á Anfield í dag. Enn og aftur gekk lítið upp við mark andstæðinganna og lyktir urðu markalaust jafntefli.
Það var mikil hátíðarstund fyrir leikinn þegar Kenny Dalglish gekk út að miðjunni á Anfield Road þar sem hann var hylltur af áhorfendum. Í gær var Aldarstúkan endurskírð og heitir nú Kenny Dalglish stand. Neðri hluti stúkunnar myndaði orðin The King með myndverki og á sama tíma stóð Kenny 7 í Kop stúkunni. Þessi hylling var í framhaldi af hátíðarstund í gær þegar Kenny Dalglish stúkan fékk nafnið sitt.
Leikurinn sjálfur var svo til endurtekning af leik liðanna á sama stað fyrir ári. Liverpool reyndi að vinna sigur en Manchester United reyndi að sleppa við tap. Liverpool náði ekki að nýta sér góð færi líkt og síðustu vikur og vörn gestanna hélt. Fá færi sköpuðust framan og það var ekki fyrr en á 34. mínútu sem fyrsta hættulega færið kom. Roberto Firmino fékk boltann vinstra megin í vítateignum, lék á varnarmann og sendi fyrir þar sem Joel Matip náði skoti sem David varði með öðrum fætinum. Boltinn fór út og þar náði Mohamed Salah boltanum en skot hans fór rétt framhjá. Mjög góð markvarsla en Joel náði reyndar ekki ýkja föstu skoti. Um tíu mínútum seinna fékk United sitt fyrsta færi. Eftir snöggt spil við vítateigslína fékk Romelu Lukaku gott skotfæri en Simon Mignolet varði vel. Ekkert mark í leikhléi.
Liverpool sótti allan síðari hálfleikinn enda hafði United algjörlega lagst í vörn. Á 56. mínútu sendi Joe Gomez inn í vítateiginn og þar fékk Emre Can boltann óvaldaður en hann skaut hátt upp í Kop stúkuna. Sókn Liverpool var ekki nógu hörð og vörn United hafði ekki ýkja mikið fyrir að verjast en reyndar voru oft átta menn við vítateiginn þegar Liverpool var að reyna að sækja. Á 71. mínútu komst Roberto í nokkuð góða stöðu og lyfti boltanum yfir á fjærstöng en þar náði Mohamed ekki til boltans. Liverpool hefði átt að fá víti þegar brotið var á Philippe Coutinho en dómarinn dæmdi ekkert. Hann hafði heldur ekki bókað Romelu þegar hann sparkaði einn leikmann Liverpool gróflega í fyrri hálfleik. Á lokamínútunni skallaði Dejan Lovren yfir eftir horn og hefði hann átt að geta hitt á markið. Allt kom fyrir ekki og þrátt fyrir góðan vilja náðist ekki að vinna fekar en alltof oft síðustu vikurnar.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Matip, Lovren, Moreno, Wijnaldum, Henderson, Can, Salah (Oxlade-Chamberlain 78. mín.), Firmino (Solanke 87. mín.) og Coutinho (Sturridge 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Milner, Klavan og Alexander-Arnold.
Manchester United: De Gea, Valencia, Smalling, Jones, Darmian, Herrera, Matic, Young (Lindelof 90. mín.), Mkhitaryan (Lingard 62. mín.), Martial (Rashford 65. mín.) og Lukaku. Ónotaðir varamenn: Mata, Blind, Romero og Tuanzebe.
Gul spjöld: Chris Smalling og Ashley Young.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.912.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn var alltaf að og var ógnandi. Sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann bar af á vellinum.
Jürgen Klopp: Við spiluðum vel. Mér fannst við verðskulda þrjú stig. Við vorum óheppnir í að minnsta skoti tvö skipti og kannski þrjú. Svo varði De Gea þegar við fengum okkar besta færi.
- Liverpool og Manchester United gerðu jafntefli í þriðja leiknum í röð. Það hefur ekki gert frá því 1921.
- Liðin skildu jöfn án marka á Anfield aðra leiktíðina í röð.
- Liverpool hefur nú aðeins unnið einn leik í september og október.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leik.
Hér má horfa á þegar Kenny Dalglish var hylltur fyrir leikinn.
Það var mikil hátíðarstund fyrir leikinn þegar Kenny Dalglish gekk út að miðjunni á Anfield Road þar sem hann var hylltur af áhorfendum. Í gær var Aldarstúkan endurskírð og heitir nú Kenny Dalglish stand. Neðri hluti stúkunnar myndaði orðin The King með myndverki og á sama tíma stóð Kenny 7 í Kop stúkunni. Þessi hylling var í framhaldi af hátíðarstund í gær þegar Kenny Dalglish stúkan fékk nafnið sitt.
Leikurinn sjálfur var svo til endurtekning af leik liðanna á sama stað fyrir ári. Liverpool reyndi að vinna sigur en Manchester United reyndi að sleppa við tap. Liverpool náði ekki að nýta sér góð færi líkt og síðustu vikur og vörn gestanna hélt. Fá færi sköpuðust framan og það var ekki fyrr en á 34. mínútu sem fyrsta hættulega færið kom. Roberto Firmino fékk boltann vinstra megin í vítateignum, lék á varnarmann og sendi fyrir þar sem Joel Matip náði skoti sem David varði með öðrum fætinum. Boltinn fór út og þar náði Mohamed Salah boltanum en skot hans fór rétt framhjá. Mjög góð markvarsla en Joel náði reyndar ekki ýkja föstu skoti. Um tíu mínútum seinna fékk United sitt fyrsta færi. Eftir snöggt spil við vítateigslína fékk Romelu Lukaku gott skotfæri en Simon Mignolet varði vel. Ekkert mark í leikhléi.
Liverpool sótti allan síðari hálfleikinn enda hafði United algjörlega lagst í vörn. Á 56. mínútu sendi Joe Gomez inn í vítateiginn og þar fékk Emre Can boltann óvaldaður en hann skaut hátt upp í Kop stúkuna. Sókn Liverpool var ekki nógu hörð og vörn United hafði ekki ýkja mikið fyrir að verjast en reyndar voru oft átta menn við vítateiginn þegar Liverpool var að reyna að sækja. Á 71. mínútu komst Roberto í nokkuð góða stöðu og lyfti boltanum yfir á fjærstöng en þar náði Mohamed ekki til boltans. Liverpool hefði átt að fá víti þegar brotið var á Philippe Coutinho en dómarinn dæmdi ekkert. Hann hafði heldur ekki bókað Romelu þegar hann sparkaði einn leikmann Liverpool gróflega í fyrri hálfleik. Á lokamínútunni skallaði Dejan Lovren yfir eftir horn og hefði hann átt að geta hitt á markið. Allt kom fyrir ekki og þrátt fyrir góðan vilja náðist ekki að vinna fekar en alltof oft síðustu vikurnar.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Matip, Lovren, Moreno, Wijnaldum, Henderson, Can, Salah (Oxlade-Chamberlain 78. mín.), Firmino (Solanke 87. mín.) og Coutinho (Sturridge 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Milner, Klavan og Alexander-Arnold.
Manchester United: De Gea, Valencia, Smalling, Jones, Darmian, Herrera, Matic, Young (Lindelof 90. mín.), Mkhitaryan (Lingard 62. mín.), Martial (Rashford 65. mín.) og Lukaku. Ónotaðir varamenn: Mata, Blind, Romero og Tuanzebe.
Gul spjöld: Chris Smalling og Ashley Young.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.912.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn var alltaf að og var ógnandi. Sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann bar af á vellinum.
Jürgen Klopp: Við spiluðum vel. Mér fannst við verðskulda þrjú stig. Við vorum óheppnir í að minnsta skoti tvö skipti og kannski þrjú. Svo varði De Gea þegar við fengum okkar besta færi.
Fróðleikur:
- Liverpool og Manchester United gerðu jafntefli í þriðja leiknum í röð. Það hefur ekki gert frá því 1921.
- Liðin skildu jöfn án marka á Anfield aðra leiktíðina í röð.
- Liverpool hefur nú aðeins unnið einn leik í september og október.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leik.
Hér má horfa á þegar Kenny Dalglish var hylltur fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan