| Sf. Gutt
Liverpool fór á kostum í Slóveníu í kvöld og setti nýtt félagsmet með því að vinna NK Maribor 0:7. Fyrsta metið var sett á Íslandi. Eins féll Englandsmet.
Liverpool setti nýtt félagsmet með því að vinna 0:7 í Slóveníu því hvorki fyrr eða síðar hefur liðið unnið stærri útisigur í Evrópukeppni. Segja má að Liverpool hafi sett gamla metið fyrst á Íslandi því Liverpool vann K.R. 0:5 á Laugardalsvellinum í ágúst 1964 í fyrsta Evrópuleik beggja félaga. Seinna vann Liverpool tvo 0:5 Evrópusigra á ferðum sínum um Evrópu. Árið 1976 tók Liverpool írska liðið Crusaders í gegn og þriðji fimm marka sigurinn kom í Finnlandi 2001 þegar F.C. Haka steinlá. En í kvöld var útivallarmetið bætt um tvö mörk.
Liverpool hefur aldrei áður skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik í útileik í Evrópukeppni og reyndar hefur enskt lið aldrei gert það heldur. Sigurinn var líka sá næst stærsti á útivelli í sögunni hjá Liverpool en metið er 0:8 sigur í Stoke í Deildrbikarleik á leiktíðinni 2000/01.
Sigur Liverpool var nýtt Englandsmet því enskt lið hefur aldrei unnið stærri útisigur í sögu Evrópubikarsins og seinna Meistaradeildarinnar.
Sigurinn var Evrópumetjöfnun á útisigri í Meistaradeildinni. Franska liðið Marseille og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu höfðu áður unnið 0:7 á útivöllum. Marseille vann MSK Zilina 2010 og Shakhtar burstaði BATE fjórum árum seinna.
Við má bæta að sigurinn er sá stærsti sem Liverpool hefur unnið á valdatíð Jürgen Klopp.
Mörk Liverpool í þessum mikla metleik skoruðu þeir Mohamed Salah og Roberto Firmino en þeir skoruðu tvö mörk hvor. Philippe Coutinho, Alex Oxlade-Chamberlain og Trent Alexander-Arnold skoruðu eitt hver. Alex skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
Rótburst og met á met ofan!
TIL BAKA
Metsigur og nýtt félagsmet!
Liverpool fór á kostum í Slóveníu í kvöld og setti nýtt félagsmet með því að vinna NK Maribor 0:7. Fyrsta metið var sett á Íslandi. Eins féll Englandsmet.
Liverpool setti nýtt félagsmet með því að vinna 0:7 í Slóveníu því hvorki fyrr eða síðar hefur liðið unnið stærri útisigur í Evrópukeppni. Segja má að Liverpool hafi sett gamla metið fyrst á Íslandi því Liverpool vann K.R. 0:5 á Laugardalsvellinum í ágúst 1964 í fyrsta Evrópuleik beggja félaga. Seinna vann Liverpool tvo 0:5 Evrópusigra á ferðum sínum um Evrópu. Árið 1976 tók Liverpool írska liðið Crusaders í gegn og þriðji fimm marka sigurinn kom í Finnlandi 2001 þegar F.C. Haka steinlá. En í kvöld var útivallarmetið bætt um tvö mörk.
Liverpool hefur aldrei áður skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik í útileik í Evrópukeppni og reyndar hefur enskt lið aldrei gert það heldur. Sigurinn var líka sá næst stærsti á útivelli í sögunni hjá Liverpool en metið er 0:8 sigur í Stoke í Deildrbikarleik á leiktíðinni 2000/01.
Sigur Liverpool var nýtt Englandsmet því enskt lið hefur aldrei unnið stærri útisigur í sögu Evrópubikarsins og seinna Meistaradeildarinnar.
Sigurinn var Evrópumetjöfnun á útisigri í Meistaradeildinni. Franska liðið Marseille og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu höfðu áður unnið 0:7 á útivöllum. Marseille vann MSK Zilina 2010 og Shakhtar burstaði BATE fjórum árum seinna.
Við má bæta að sigurinn er sá stærsti sem Liverpool hefur unnið á valdatíð Jürgen Klopp.
Mörk Liverpool í þessum mikla metleik skoruðu þeir Mohamed Salah og Roberto Firmino en þeir skoruðu tvö mörk hvor. Philippe Coutinho, Alex Oxlade-Chamberlain og Trent Alexander-Arnold skoruðu eitt hver. Alex skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
Rótburst og met á met ofan!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan