| Sf. Gutt

Tveir úrslitaleikir eftir


Andrew Robertson segir að Liverpool eigi tvo úrslitaleiki eftir á keppnistímabilinu. Einn í deildinni og svo úrslitaleikinn um Evrópubikarinn.

,,Við eigum eiginlega tvo bikarúrslitaleiki eftir. Við getum ekki leyft okkur að hugsa um Kiev. Við vitum að fjölmiðlamenn ogstuðningsmenn okkar hugsa aðallega um leikinn þar en við einbeitum okkur algjörlega að leiknum við Brighton. Við vitumaðef við vinnum síðasta leikinn þá endum við meðal fjögurra efstu liða hvernig sem aðrir leikir fara."

,,Þetta verður risaleikur. Frá því keppnistímabilið hófst hefur það verið aðalmarkmið okkar að komast í hóp fjögurra efstu liða. Það tekst með sigri á Brighton. Öll vinna okkar þessa vikuna miðar að því að vinna leikinn."


,,Við hefðum viljað hafa klárað málið fyrir síðustu helgina á leiktíðinni. En úrslit í síðustu deildarleikjum okkar hafa ekki verið nógu góð. Við verðum að láta það til hliðar. Allir eru að berjast fyrir sætum sínum í liðinu og strákarnir æfa á fullum krafti. Við verðum tilbúnir þegar þar að kemur. Við ætlum okkur stigin þrjú sem færa okkur eitt af fjórum efstu sætunum. Við þurfum að taka vel á því og allir verða að fylkja sér að baki okkur til að klára verkefnið."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan