| Sf. Gutt
Í gærkvöldi gerðu Chelsea og Huddersfield Town 1:1 jafntefli í London og Tottenham Hotspur vann Newcastle United 1:0 á Wembley. Manchester City vann svo Brighton and Hove Albion 3:1 á heimavelli. Í kvöld skildu West Ham United og Manchester United jöfn án marka í London.
Þetta voru þeir leikir sem höfðu áhrif á efstu sætin. Stigið sem Manchester United fékk þýðir að liðið verður í öðru sæti. Liðið hefur nú 78 stig en grannar þeirra eru með 97 stig og hafa sett stigamet. Tottenham hefur nú 74 stig og Liverpool 72. Chelsea kemur í fimmta sæti með 70 stig.
Fyrir síðustu umferð deildarinnar næsta sunnudag þarf Liverpool eitt stig á móti Brighton á Anfield Road til að tryggja fjórða sætið. Geri Liverpool jafntefli og Chelsea vinnur sinn leik verða liðin jöfn en Liverpool nær sætinu á betra markahlutfalli. Tap hjá Liverpool og sigri Chelsea á útivelli í Newcastle þá missir Liverpool af fjórða sætinu og slíkt er óhugsandi. Sigur Liverpool gulltryggir fjórða sætið og sigur gæti komið liðinu í þriðja sæti ef Tottenham tapar eða gerir jafntefli við Leicester City á Wembley.
Sigur er alltaf bestur og vonandi gulltryggir Liverpool fjórða sætið og helst það þriðja. En til þess þarf greiða frá Leicester. Að minnsta kosti þarf Liverpool að klára sitt verkefni og svo er að sjá hvað gerist í öðrum leikjum. Liverpool fær auðvitað sæti í Meistaradeildinni með því að vinna Evrópubikarinn en allt getur gerst í úrslitaleiknum. Fyrsti tími er bestur og allt verður öruggt með því að vinna Brighton. Það má ekki bregðast!
TIL BAKA
Liverpool þarf eitt stig!
Eftir úrslit í síðustu leikjum í ensku Úrvalsdeildinni liggur fyrir að Liverpool þarf eitt stig til að tryggja sér eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar.
Í gærkvöldi gerðu Chelsea og Huddersfield Town 1:1 jafntefli í London og Tottenham Hotspur vann Newcastle United 1:0 á Wembley. Manchester City vann svo Brighton and Hove Albion 3:1 á heimavelli. Í kvöld skildu West Ham United og Manchester United jöfn án marka í London.
Þetta voru þeir leikir sem höfðu áhrif á efstu sætin. Stigið sem Manchester United fékk þýðir að liðið verður í öðru sæti. Liðið hefur nú 78 stig en grannar þeirra eru með 97 stig og hafa sett stigamet. Tottenham hefur nú 74 stig og Liverpool 72. Chelsea kemur í fimmta sæti með 70 stig.
Fyrir síðustu umferð deildarinnar næsta sunnudag þarf Liverpool eitt stig á móti Brighton á Anfield Road til að tryggja fjórða sætið. Geri Liverpool jafntefli og Chelsea vinnur sinn leik verða liðin jöfn en Liverpool nær sætinu á betra markahlutfalli. Tap hjá Liverpool og sigri Chelsea á útivelli í Newcastle þá missir Liverpool af fjórða sætinu og slíkt er óhugsandi. Sigur Liverpool gulltryggir fjórða sætið og sigur gæti komið liðinu í þriðja sæti ef Tottenham tapar eða gerir jafntefli við Leicester City á Wembley.
Sigur er alltaf bestur og vonandi gulltryggir Liverpool fjórða sætið og helst það þriðja. En til þess þarf greiða frá Leicester. Að minnsta kosti þarf Liverpool að klára sitt verkefni og svo er að sjá hvað gerist í öðrum leikjum. Liverpool fær auðvitað sæti í Meistaradeildinni með því að vinna Evrópubikarinn en allt getur gerst í úrslitaleiknum. Fyrsti tími er bestur og allt verður öruggt með því að vinna Brighton. Það má ekki bregðast!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan