| Sf. Gutt

Liverpool v Brighton and Hove Albion
Á þessari öld hefur Liverpool jafnan farið lengstu og erfiðustu leiðir að markmiðum sínum. Framlengingar og vítaspyrnukeppnir hafa æði oft orðið raunin í úrslitaleikjum og markmið í deildinni hafa oft náðst í seinna lagi. Í fyrra náði Liverpool að tryggja sér Meistaradeildarsæti í síðustu umferð deildarinnar með því að vinna Middlesbrough 3:0. Sigur var nauðsyn í þeim leik. Nú er aftur komið að síðustu umferð deildarinnar og Liverpool er ekki með öruggt sæti í Meistaradeildinni í hendi. Núna dugar jafntefli en ekkert má út af bera.
Brighton and Hove Albion kemur í heimsókn á ANfield Road á morgun. Liðið kom upp í efstu deild fyrir ári og mun vera aftur þar á næsta keppnistímabili. Chris Hughton hefur gert góða hluti með Mávana og það er alltaf gaman þegar smærri félög standa sig meðal þeirra bestu.
Stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega farnir að hugsa til úrslitaleiksins við Real Madrid í Kiev. Það er þó hálfur mánuðir í hann og leikurinn á móti Brighton er ekki síður mikilvægur. Liverpool verður að vera í Meistaradeildinni og fjórða sætið má ekki tapast. Reyndar getur Liverpool líka náð þriðja sætinu. Ekki dugir að treysta á önnur lið og Liverpool verður að hrista af sér slyðruorðið sem hefur verið viðloðandi í síðustu deildarleikjum. Liverpool hefur jú aðeins unnið einn af síðustu fimm og mistekist að vinna West Bromwich Albion og Stoke City sem bæði eru fallin.
Þetta keppnistímabil hefur verið stórskemmtilegt. Liverpool hefur leikið frábæra sóknarknattspyrnu sem stuðningsmenn liðsins og fleiri hafa hrifist af. Mörkunum hefur rignt og ég spái því að það bætist þrjú mörk við á morgun. Mohamed Salah skorar tvö og Roberto Firmino eitt. Úrslitaleikurinn á morgun þarf ekki að vinnast en það er alltaf betra að vinna. Eftir hann er hægt að fara að hugsa um úrslitaleikinn í Kiev eftir tvær vikur!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Liverpool v Brighton and Hove Albion
Á þessari öld hefur Liverpool jafnan farið lengstu og erfiðustu leiðir að markmiðum sínum. Framlengingar og vítaspyrnukeppnir hafa æði oft orðið raunin í úrslitaleikjum og markmið í deildinni hafa oft náðst í seinna lagi. Í fyrra náði Liverpool að tryggja sér Meistaradeildarsæti í síðustu umferð deildarinnar með því að vinna Middlesbrough 3:0. Sigur var nauðsyn í þeim leik. Nú er aftur komið að síðustu umferð deildarinnar og Liverpool er ekki með öruggt sæti í Meistaradeildinni í hendi. Núna dugar jafntefli en ekkert má út af bera.

Brighton and Hove Albion kemur í heimsókn á ANfield Road á morgun. Liðið kom upp í efstu deild fyrir ári og mun vera aftur þar á næsta keppnistímabili. Chris Hughton hefur gert góða hluti með Mávana og það er alltaf gaman þegar smærri félög standa sig meðal þeirra bestu.

Stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega farnir að hugsa til úrslitaleiksins við Real Madrid í Kiev. Það er þó hálfur mánuðir í hann og leikurinn á móti Brighton er ekki síður mikilvægur. Liverpool verður að vera í Meistaradeildinni og fjórða sætið má ekki tapast. Reyndar getur Liverpool líka náð þriðja sætinu. Ekki dugir að treysta á önnur lið og Liverpool verður að hrista af sér slyðruorðið sem hefur verið viðloðandi í síðustu deildarleikjum. Liverpool hefur jú aðeins unnið einn af síðustu fimm og mistekist að vinna West Bromwich Albion og Stoke City sem bæði eru fallin.

YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París? -
| Heimir Eyvindarson
Risaleikur í París í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag -
| Heimir Eyvindarson
Virgil Van Dijk vill að leikmenn fari ekki fram úr sér. Nú sé að duga eða drepast -
| Sf. Gutt
Erum staðfastir í baráttunni -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Arne Slot fær tveggja leikja bann -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Við þráum annan titil!
Fréttageymslan