| Sf. Gutt
Liverpool hefur lánað ungverska markmanninn Adam Bogdan til Skotlands. Adam mun spila með Hibernian á komandi leiktíð. Framkvæmdastjóri Hibernian er Neil Lennon sem var stjóri Adam hjá Bolton Wanderes.
Adam kom til Liverpool frá Bolton sumarið 2015. Leiktíðina 2016/17 var hann lánaður til Wigan Athletic. Þar sleit hann krossbönd í nóvember 2016 og hefur ekki spilað með aðalliði síðan. Hann var ekki orðinn góður af meiðslum sínum fyrr en snemma á þessu ári.
Meiðsli hafa farið illa með feril Adam Bogdan en hann var markvörður Ungverja um tíma og á 20 landsleiki á ferilskrá sinni. Hann er búinn að spila sex leiki með Liverpool.
TIL BAKA
Adam Bogdan lánaður

Liverpool hefur lánað ungverska markmanninn Adam Bogdan til Skotlands. Adam mun spila með Hibernian á komandi leiktíð. Framkvæmdastjóri Hibernian er Neil Lennon sem var stjóri Adam hjá Bolton Wanderes.
Adam kom til Liverpool frá Bolton sumarið 2015. Leiktíðina 2016/17 var hann lánaður til Wigan Athletic. Þar sleit hann krossbönd í nóvember 2016 og hefur ekki spilað með aðalliði síðan. Hann var ekki orðinn góður af meiðslum sínum fyrr en snemma á þessu ári.

Meiðsli hafa farið illa með feril Adam Bogdan en hann var markvörður Ungverja um tíma og á 20 landsleiki á ferilskrá sinni. Hann er búinn að spila sex leiki með Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan