| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ryan Kent lánaður
Ryan Kent hefur verið lánaður frá Liverpool til Glasgow Rangers. Þar verður hann undir leiðsögn Steven Gerrard. Áður hafði Ovie Ejaria farið í lán til Rangers og svo er Jon Flanagan þriðji leikmaðurinn sem Steven hefur fengið til sín frá Liverpool. Jon gerði fastasamning við Rangers.
Ryan var lánaður til tveggja félaga á síðustu leiktíð. Fyrst til þýska liðsins Freiburg og svo Bristol City. Ryan náði sér ekki á strik á hvorugum staðnum. Áður var hann leiktíðirnar á undan í láni hjá Coventry City og Barnsley. Honum gekk vel hjá báðum þessum liðum.
Ryan Kent, sem er snöggur útherji, vakti mikla athygli með Liverpool á undirbúningstímabilinu fyrir ári en náði ekki að fylgja því eftir. Hann skoraði eitt marka Liverpool í 0:7 sigri á Chester í fyrsta æfingaleiknum núna í sumar. Hann hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpool.
Þess má geta í leiðinni að ungi markmaðurinn Shamal George hefur verið lánaður frá Liverpool til Tranmere Rovers. Hann verður hjá Tranmere þar til í janúar.
Ryan var lánaður til tveggja félaga á síðustu leiktíð. Fyrst til þýska liðsins Freiburg og svo Bristol City. Ryan náði sér ekki á strik á hvorugum staðnum. Áður var hann leiktíðirnar á undan í láni hjá Coventry City og Barnsley. Honum gekk vel hjá báðum þessum liðum.
Ryan Kent, sem er snöggur útherji, vakti mikla athygli með Liverpool á undirbúningstímabilinu fyrir ári en náði ekki að fylgja því eftir. Hann skoraði eitt marka Liverpool í 0:7 sigri á Chester í fyrsta æfingaleiknum núna í sumar. Hann hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpool.
Þess má geta í leiðinni að ungi markmaðurinn Shamal George hefur verið lánaður frá Liverpool til Tranmere Rovers. Hann verður hjá Tranmere þar til í janúar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan