| Sf. Gutt
Ryan Kent er búinn að standa sig prýðilega hjá Rangers eftir að hann fór þangað í lán. Hann var meira að segja kjörinn bestur ungra leikmanna í tveimur kosningum. Fyrst hjá félagi sínu Rangers og svo í kjöri atvinnuknattspyrnumanna. Hann var til viðbótar valinn í Lið ársins í Skotlandi.
Ryan hefur áður verið kosinn besti ungi leikmaðurinn hjá félagi. Á leiktíðinni 2016/17 var Ryan í láni hjá Barnsley og þar var hann líkt og hjá Rangers kosinn besti ungi leikmaðurinn. Hann hefur líka verið í láni hjá Coventry City, Freiburg í Þýskalandi og Bristol City. Ryan er búinn að vera hjá Liverpool frá því hann var sjö ára gamall. Hann hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpool.
Steven Gerrard lagði mikla áherslu á að fá Ryan til liðs við Rangers. Steven öðlaðist mikla trú á piltinum eftir að hafa kynnst honum þegar hann var unglingaþjálfari hjá Liverpool. Ekki er ósennilegt að Steven vilji fá Ryan til Rangers fyrir fullt og fast í sumar.


Tveir aðrir leikmenn sem hafa leikið með Liverpool hafa áður verið kjörnir bestu ungu leikmenn skosku Úrvalsdeildarinnar. Fyrst var það Danny Wilson á leiktíðinni 2009/10 en hann lék með Rangers. Hann kom til Liverpool 2010 og var til 2013. Á leiktíðinni 2013/14 var Andrew Robertson kosinn besti ungi leikmaðurinn. Hann var þá leikmaður Dundee United.
TIL BAKA
Besti ungi leikmaður Skotlands

Ryan Kent er búinn að standa sig prýðilega hjá Rangers eftir að hann fór þangað í lán. Hann var meira að segja kjörinn bestur ungra leikmanna í tveimur kosningum. Fyrst hjá félagi sínu Rangers og svo í kjöri atvinnuknattspyrnumanna. Hann var til viðbótar valinn í Lið ársins í Skotlandi.

Ryan hefur áður verið kosinn besti ungi leikmaðurinn hjá félagi. Á leiktíðinni 2016/17 var Ryan í láni hjá Barnsley og þar var hann líkt og hjá Rangers kosinn besti ungi leikmaðurinn. Hann hefur líka verið í láni hjá Coventry City, Freiburg í Þýskalandi og Bristol City. Ryan er búinn að vera hjá Liverpool frá því hann var sjö ára gamall. Hann hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpool.
Steven Gerrard lagði mikla áherslu á að fá Ryan til liðs við Rangers. Steven öðlaðist mikla trú á piltinum eftir að hafa kynnst honum þegar hann var unglingaþjálfari hjá Liverpool. Ekki er ósennilegt að Steven vilji fá Ryan til Rangers fyrir fullt og fast í sumar.


Tveir aðrir leikmenn sem hafa leikið með Liverpool hafa áður verið kjörnir bestu ungu leikmenn skosku Úrvalsdeildarinnar. Fyrst var það Danny Wilson á leiktíðinni 2009/10 en hann lék með Rangers. Hann kom til Liverpool 2010 og var til 2013. Á leiktíðinni 2013/14 var Andrew Robertson kosinn besti ungi leikmaðurinn. Hann var þá leikmaður Dundee United.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust!
Fréttageymslan