| Sf. Gutt
Liverpool komst áfram í úrslitaleikinn um Evrópubikarinn eftir ævintýralega endurkomu á móti Barcelona. Liverpool vann stórsigur 4:0 á spænsku meisturunum og fór áfram samanlagt 4:3. Ævintýri eins og þau gerast best á Anfield Road!
Sumir sögðu að kraftaverk lægi í loftinu áður en flautað var til leiks Liverpool og Barcelona á Anfield. Stuðningsmenn Liverpool mættu snemma og lágu ekki á liði sínu. Andrúmsloftið var orðið rafmagnað löngu fyrir leikinn. Líklega töldu flestir að Barcelona hefði gert út um viðureignina á Nou Camp enda með þriggja marka forystu í nesti. Jürgen Klopp og leikmenn Liverpool voru ekki í þeim hópi!
Mohamed Salah, Roberto Firmino og Naby Keita gátu ekki leikið og fjarvera þeirra styrkti álit þeirra sem töldu áframhald Barcelona öruggt. Xherdan Shaqiri og Divock Origi komu inn í framlínuna. Jürgen Klopp sagði fyrir leikinn að hann langaði að sjá glæsilega framgöngu sinna manna hvernig sem myndi fara! Það vantaði ekkert upp á það!
Eftir að áhorfendur höfðu sungið þjóðsönginn af miklum krafti fór allt á fullt og eftir sjö mínútur gerðist það sem Liverpool þurfti nauðsynlega á að halda. Jordan Henderson fékk boltann inn í vítateignum eftir undirbúning Sadio Mané. Marc-André ter Stegen varði skot hans en hann hélt ekki boltanum. Divock Origi var á næstu grösum og skoraði auðveldlega af stuttu færi. Óskabyrjun! Enn vantaði að vísu þrjú mörk en það var nægur tími eftir!
Staðan hefði getað verið enn betri á upphafskaflanum en dómarinn dæmdi ekki víti eftir brot á Sadio sem hann hefði vel getað gert. Lionel Messi ógnaði eftir um stundarfjórðung en Alisson Becker sló skot hans yfir. Litlu síðar komst Philippe Coutinho inn í vítateiginn vinstra megin en Alisson varði vel. Gestirnir voru sókndjarfir enda vissu þeir að ef þær næðu að skora eitt mark þá væru möguleikar Liverpool hverfandi. En hver einasti leikmaður Liverpool var staðráðinn í að gera sitt allra besta til að láta almennilega á það reyna að snúa blaðinu við frá því á Nou Camp. Hvergi var slegið af innan vallar sem utan!
Á 23. mínútu átti Andrew Robertson fast skot frá vítateigshorninu sem Marc-André verði. Í viðbótartíma hálfleiksins átti Barcelona góða skyndisókn en Alisson varði frá Jordi Alba. Vel gert hjá markmanninum magnaða. Stuðningsmenn Liverpool klöppuðu vel fyrir sínum mönnum þegar þeir gengu af velli eftir fyrri hálfleikinn. Ennþá gat allt gert! Þar að auki sótti Liveprool í átt að The Kop í síðari hálfleik!
Jürgen Klopp varð að gera breytingu á liðinu í hálfleik. Andrew gat ekki haldið áfram vegna meiðsla sem hann varð fyrir eftir atlögu frá Luis Suarez í fyrri hálfleik. Georginio Wijnaldum kom inn á fyrir Skotann. Margir hefðu kannski átt von á því að Jordan Henderson gæti ekki haldið áfram en það þurfti að huga að honum góða stund fyrir hlé. En fyrirliðinn harkaði af sér og kom til leiks.
Á 51. mínútu komst Luis inn í vítateginn en enn og aftur varði Alisson. Um þremur mínútum seinna sprakk allt úr fögnuði. Trent Alexander-Arnold átti sendingu fram hægri kantinn en hún var beint á mótherja. Pilturinn bætti fyrir með því að rjúka fram og ná boltanum af mótherjanum. Hann sendi svo fyrir. Boltinn fór á Georginio Wijnaldum skaut viðstöðulausu skoti sem Marc-André réði ekki við. Hafi einhverjir efast um að Liverpool gæti unnið nógu stórt hættu þeir að efast á þessari stundu. Fögnuðurinn stóð enn yfir þegar Xherdan Shaqiri gaf fyrir frá vinstri beint á Georginio sem skallaði beint upp í vinstra hornið. Fögnuðurinn hélt áfram og magnaðist enn ef það gat yfir höfuð gerst. Tvö mörk á tveimur mínútum og staðan orðin jöfn samanlagt. Leikmönnum Barcelona féll allur ketill í eld! Nú vantaði bara eitt mark og nægur tími eftir!
Baráttan hélt áfram en Liverpool hafði fyrir löngu náð undirtökunum. Það leið smá saman að leikslokum og þreytan jókst. En leikmenn Liverpool fengu aukakraft með hinum magnaða stuðningi áhorfenda. Á 79. mínútu fékk Liverpool horn frá hægri. Trent, sem vann hornspyrnuna, kom að boltanum en virtist ætla að hætta við að taka hornið. Honum var litið inn í vítateiginn og sá að Divock var óvaldaður og vörn Barcelona óviðbúin. Trent sneri við og sparkaði boltanum fyrir markið. Hann hitti beint á Divock sem stýrði boltanum í markið fyrir framan Kop stúkuna. Lygilegt mark og fögnuðurinn var ólýsanlegur! Stuðningsmenn Liverpool hvar í veröldinni sem þeir voru staddir voru einfaldlega í himnaríki!
Barcelona átti engin svör það sem eftir lifði leiksins og fengu ekki færi. Leikmenn Liverpool vörðu mörkin sín fjögur af öryggi og trylltu fögnuður braust út þegar dóamarinn flautaði til leiksloka. Um leið bættist eitt magnaðasta afrek í sögu Liverpool Football Club við í annála félagsins!
Leikmenn, þjálfarar, annað starfsfólk og Jürgen Klopp áttu magnþrungna samverustund fyrir framan The Kop eftir leikinn. Allir sungu You will never walk alone einum rómi! Samverustund sem undirstrikaði afrekið en undirstrikaði líka hversu miklu samstaða allra sem koma að félaginu getur áorkað!
Barcelona var rutt úr vegi. Liverpool er komið í níunda sinn og annað árið í röð í úrslitaleikinn um Evrópubikarinn. Í Madríd verður að bæta fyrir vonbrigðin í Kiev á síðasta ári. Liverpool hefur tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum. Það má ekki gerast í Madríd! Liverpool verður að vinna Evrópubikarinn. En hver veit kannski verður kominn titill í hús áður en haldið verður til Madrídar!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson (Wijnaldum 45. mín.), Fabinho, Milner, Henderson, Shaqiri (Sturridge 90. mín.), Mane og Origi (Gomez 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lovren, Brewster og Woodburn.
Mörk Liverpool: Divock Origi (7. og 79. mín.) og Georginio Wijnaldum (54. og 56. mín.).
Gul spjöld: Fabinho Tavarez og Joël Matip.
Barcelona: Ter Stegen, Sergi Roberto, Pique, Lenglet, Alba, Vidal (Arthur 75), Busquets, Rakitic (Malcom 80), Messi, Suarez og Coutinho (Semedo 60). Ónotaðir varamenn: Cillessen, Umtiti, Vermaelen og Alena.
Gul spjöld: Sergio Busquets, Ivan Rakitic og Nélson Semedo.
Áhorfendur á Anfield Road: 55.212.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Af hetjum Liverpool á þessari kyngimögnuðu kvöldstund er réttast að velja fyrirliðann. Það þurfti að huga að honum í fyrri hálfleik en hann reif sig á fætur og lék allan leikinn. Magnaður leikur hjá fyrirliðanum okkar!
Jürgen Klopp: Ég sagði við strákana fyrir leikinn að mín skoðun væri sú að verkefnið væri óvinnandi en af því það væru þeir sem væru annars vegar þá teldi ég að við ættum möguleika!
- Liverpool leikur til úrslita um Evrópubikarinn í níunda sinn í Madríd 1. júní.
- Aðeins Real Mardid 16 sinnum, AC Milan 11 sinnum og Bayern München tíu sinnum hafa leikið oftar í undanúrslitum.
- Liverpool leikur til úrslita annað árið í röð. Manchester United gerði það síðasta enskra liða 2008 og 2009.
- Liverpool hefur unnið Evrópubikarinn fimm sinnum.
- Divock Origi er nú búinn að skora sex mörk á leiktíðinni.
- Þetta voru fyrstu mörk hans í Meistaradeildinni og um leið varð hann 50. leikmaður Liverpool til að skora í keppninni.
- Georginio Wijnaldum er kominn með fimm mörk á keppnistímabilinu.
- Hann varð fyrstur varamanna til að skora tvö mörk á móti Barcelona í Meistaradeildinni.
- Samkvæmt mælingum liðu 122 sekúndur á milli marka hans.
- Trent Alexander-Gordon er kominn með 14 stoðsendingar á leiktíðinni.
- Virgil van Dijk lék sinn 70. leik. Hann er búinn að skora sjö mörk.
- Daniel Sturridge lék sinn 160. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 67 mörk.
- Barcelona hefur aldrei tapað jafn stórt fyrir ensku liði.
- Eftir að Meistaradeildin var stofnuð er þetta aðeins í fjórða sinn sem lið kemst áfram eftir tap með þremur mörkum eða fleirum í fyrri leik.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
TIL BAKA
Ævintýralegt afrek á Anfield Road!
Liverpool komst áfram í úrslitaleikinn um Evrópubikarinn eftir ævintýralega endurkomu á móti Barcelona. Liverpool vann stórsigur 4:0 á spænsku meisturunum og fór áfram samanlagt 4:3. Ævintýri eins og þau gerast best á Anfield Road!
Sumir sögðu að kraftaverk lægi í loftinu áður en flautað var til leiks Liverpool og Barcelona á Anfield. Stuðningsmenn Liverpool mættu snemma og lágu ekki á liði sínu. Andrúmsloftið var orðið rafmagnað löngu fyrir leikinn. Líklega töldu flestir að Barcelona hefði gert út um viðureignina á Nou Camp enda með þriggja marka forystu í nesti. Jürgen Klopp og leikmenn Liverpool voru ekki í þeim hópi!
Mohamed Salah, Roberto Firmino og Naby Keita gátu ekki leikið og fjarvera þeirra styrkti álit þeirra sem töldu áframhald Barcelona öruggt. Xherdan Shaqiri og Divock Origi komu inn í framlínuna. Jürgen Klopp sagði fyrir leikinn að hann langaði að sjá glæsilega framgöngu sinna manna hvernig sem myndi fara! Það vantaði ekkert upp á það!
Eftir að áhorfendur höfðu sungið þjóðsönginn af miklum krafti fór allt á fullt og eftir sjö mínútur gerðist það sem Liverpool þurfti nauðsynlega á að halda. Jordan Henderson fékk boltann inn í vítateignum eftir undirbúning Sadio Mané. Marc-André ter Stegen varði skot hans en hann hélt ekki boltanum. Divock Origi var á næstu grösum og skoraði auðveldlega af stuttu færi. Óskabyrjun! Enn vantaði að vísu þrjú mörk en það var nægur tími eftir!
Staðan hefði getað verið enn betri á upphafskaflanum en dómarinn dæmdi ekki víti eftir brot á Sadio sem hann hefði vel getað gert. Lionel Messi ógnaði eftir um stundarfjórðung en Alisson Becker sló skot hans yfir. Litlu síðar komst Philippe Coutinho inn í vítateiginn vinstra megin en Alisson varði vel. Gestirnir voru sókndjarfir enda vissu þeir að ef þær næðu að skora eitt mark þá væru möguleikar Liverpool hverfandi. En hver einasti leikmaður Liverpool var staðráðinn í að gera sitt allra besta til að láta almennilega á það reyna að snúa blaðinu við frá því á Nou Camp. Hvergi var slegið af innan vallar sem utan!
Á 23. mínútu átti Andrew Robertson fast skot frá vítateigshorninu sem Marc-André verði. Í viðbótartíma hálfleiksins átti Barcelona góða skyndisókn en Alisson varði frá Jordi Alba. Vel gert hjá markmanninum magnaða. Stuðningsmenn Liverpool klöppuðu vel fyrir sínum mönnum þegar þeir gengu af velli eftir fyrri hálfleikinn. Ennþá gat allt gert! Þar að auki sótti Liveprool í átt að The Kop í síðari hálfleik!
Jürgen Klopp varð að gera breytingu á liðinu í hálfleik. Andrew gat ekki haldið áfram vegna meiðsla sem hann varð fyrir eftir atlögu frá Luis Suarez í fyrri hálfleik. Georginio Wijnaldum kom inn á fyrir Skotann. Margir hefðu kannski átt von á því að Jordan Henderson gæti ekki haldið áfram en það þurfti að huga að honum góða stund fyrir hlé. En fyrirliðinn harkaði af sér og kom til leiks.
Á 51. mínútu komst Luis inn í vítateginn en enn og aftur varði Alisson. Um þremur mínútum seinna sprakk allt úr fögnuði. Trent Alexander-Arnold átti sendingu fram hægri kantinn en hún var beint á mótherja. Pilturinn bætti fyrir með því að rjúka fram og ná boltanum af mótherjanum. Hann sendi svo fyrir. Boltinn fór á Georginio Wijnaldum skaut viðstöðulausu skoti sem Marc-André réði ekki við. Hafi einhverjir efast um að Liverpool gæti unnið nógu stórt hættu þeir að efast á þessari stundu. Fögnuðurinn stóð enn yfir þegar Xherdan Shaqiri gaf fyrir frá vinstri beint á Georginio sem skallaði beint upp í vinstra hornið. Fögnuðurinn hélt áfram og magnaðist enn ef það gat yfir höfuð gerst. Tvö mörk á tveimur mínútum og staðan orðin jöfn samanlagt. Leikmönnum Barcelona féll allur ketill í eld! Nú vantaði bara eitt mark og nægur tími eftir!
Baráttan hélt áfram en Liverpool hafði fyrir löngu náð undirtökunum. Það leið smá saman að leikslokum og þreytan jókst. En leikmenn Liverpool fengu aukakraft með hinum magnaða stuðningi áhorfenda. Á 79. mínútu fékk Liverpool horn frá hægri. Trent, sem vann hornspyrnuna, kom að boltanum en virtist ætla að hætta við að taka hornið. Honum var litið inn í vítateiginn og sá að Divock var óvaldaður og vörn Barcelona óviðbúin. Trent sneri við og sparkaði boltanum fyrir markið. Hann hitti beint á Divock sem stýrði boltanum í markið fyrir framan Kop stúkuna. Lygilegt mark og fögnuðurinn var ólýsanlegur! Stuðningsmenn Liverpool hvar í veröldinni sem þeir voru staddir voru einfaldlega í himnaríki!
Barcelona átti engin svör það sem eftir lifði leiksins og fengu ekki færi. Leikmenn Liverpool vörðu mörkin sín fjögur af öryggi og trylltu fögnuður braust út þegar dóamarinn flautaði til leiksloka. Um leið bættist eitt magnaðasta afrek í sögu Liverpool Football Club við í annála félagsins!
Leikmenn, þjálfarar, annað starfsfólk og Jürgen Klopp áttu magnþrungna samverustund fyrir framan The Kop eftir leikinn. Allir sungu You will never walk alone einum rómi! Samverustund sem undirstrikaði afrekið en undirstrikaði líka hversu miklu samstaða allra sem koma að félaginu getur áorkað!
Barcelona var rutt úr vegi. Liverpool er komið í níunda sinn og annað árið í röð í úrslitaleikinn um Evrópubikarinn. Í Madríd verður að bæta fyrir vonbrigðin í Kiev á síðasta ári. Liverpool hefur tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum. Það má ekki gerast í Madríd! Liverpool verður að vinna Evrópubikarinn. En hver veit kannski verður kominn titill í hús áður en haldið verður til Madrídar!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson (Wijnaldum 45. mín.), Fabinho, Milner, Henderson, Shaqiri (Sturridge 90. mín.), Mane og Origi (Gomez 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lovren, Brewster og Woodburn.
Mörk Liverpool: Divock Origi (7. og 79. mín.) og Georginio Wijnaldum (54. og 56. mín.).
Gul spjöld: Fabinho Tavarez og Joël Matip.
Barcelona: Ter Stegen, Sergi Roberto, Pique, Lenglet, Alba, Vidal (Arthur 75), Busquets, Rakitic (Malcom 80), Messi, Suarez og Coutinho (Semedo 60). Ónotaðir varamenn: Cillessen, Umtiti, Vermaelen og Alena.
Gul spjöld: Sergio Busquets, Ivan Rakitic og Nélson Semedo.
Áhorfendur á Anfield Road: 55.212.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Af hetjum Liverpool á þessari kyngimögnuðu kvöldstund er réttast að velja fyrirliðann. Það þurfti að huga að honum í fyrri hálfleik en hann reif sig á fætur og lék allan leikinn. Magnaður leikur hjá fyrirliðanum okkar!
Jürgen Klopp: Ég sagði við strákana fyrir leikinn að mín skoðun væri sú að verkefnið væri óvinnandi en af því það væru þeir sem væru annars vegar þá teldi ég að við ættum möguleika!
Fróðleikur
- Liverpool leikur til úrslita um Evrópubikarinn í níunda sinn í Madríd 1. júní.
- Aðeins Real Mardid 16 sinnum, AC Milan 11 sinnum og Bayern München tíu sinnum hafa leikið oftar í undanúrslitum.
- Liverpool leikur til úrslita annað árið í röð. Manchester United gerði það síðasta enskra liða 2008 og 2009.
- Liverpool hefur unnið Evrópubikarinn fimm sinnum.
- Divock Origi er nú búinn að skora sex mörk á leiktíðinni.
- Þetta voru fyrstu mörk hans í Meistaradeildinni og um leið varð hann 50. leikmaður Liverpool til að skora í keppninni.
- Georginio Wijnaldum er kominn með fimm mörk á keppnistímabilinu.
- Hann varð fyrstur varamanna til að skora tvö mörk á móti Barcelona í Meistaradeildinni.
- Samkvæmt mælingum liðu 122 sekúndur á milli marka hans.
- Trent Alexander-Gordon er kominn með 14 stoðsendingar á leiktíðinni.
- Virgil van Dijk lék sinn 70. leik. Hann er búinn að skora sjö mörk.
- Daniel Sturridge lék sinn 160. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 67 mörk.
- Barcelona hefur aldrei tapað jafn stórt fyrir ensku liði.
- Eftir að Meistaradeildin var stofnuð er þetta aðeins í fjórða sinn sem lið kemst áfram eftir tap með þremur mörkum eða fleirum í fyrri leik.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan