| Sf. Gutt
Mamadou Sakho fyrrum leikmaður Liverpool hefur kært Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, fyrir að hafa ollið sér skaða með ólögmætu banni. Mamadou vill fá 13 milljónir sterlingspunda í skaðabætur. Forsaga málsins er sú að í apríl 2016 var hann settur í 30 daga keppnisbann eftir að ólöglegt fitubrennsluefni mældist í lyfjaprófi eftir 2:0 sigur Liverpool á Manchester United á Anfield Road í Evrópudeildinni. Síðar sýknaði Knattspyrnusamband Evrópu Mamadou eftir að í ljós kom að efnið var ekki á bannlista. Stórfurðuleg vinnubrögð hjá sambandinu!
Bannið hafði þær afleiðingar að Mamadou var ekki valinn í landslið Frakklands fyrir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 2016 og var það mikið áfall þar sem keppnin var haldin í heimalandi hans. Bannið kom líka mjög illa við Liverpool því franska miðvörðinn vantaði það sem eftir var af leiktíðinni 2015/16. Mamadou hafði spilað stórvel áður en kom að banninu og það veikti til dæmis vörn Liverpool mikið á móti Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, sem tapaðist, að hafa hann ekki til taks.
Mamadou Sakho hafði áunnið sér miklar vinsældir hjá stuðningsmönnum Liverpool og allt virtist á réttri leið eftir að banninu var aflétt sumarið 2016. En Mamadou féll í ónáð hjá Jürgen Klopp um sumarið eftir að hafa ekki farið eftir reglum félagsins í æfingaferð til Bandaríkjanna og svo fór að hann spilaði ekki framar fyrir Liverpool. Í janúar 2017 var Frakkinn lánaður til Crystal Palace. Þá um sumarið var Mamadou seldur til Palace fyrir 24 milljónir sterlingspunda. Tvær milljónir geta svo bæst við ef ákvæði í samningnum ganga eftir. WADA hafnar að bera ábyrgð á því að hann hraktist frá Liverpool og öðru því sem Frakkinn segir að hafi fylgt óréttmætu banni.
Mamadou Sakho, sem kom til Liverpool sumarið 2013 frá Paris St Germain, lék 80 leiki með Liverpool og skoraði þrjú mörk.
TIL BAKA
Ég ákæri!
Mamadou Sakho fyrrum leikmaður Liverpool hefur kært Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, fyrir að hafa ollið sér skaða með ólögmætu banni. Mamadou vill fá 13 milljónir sterlingspunda í skaðabætur. Forsaga málsins er sú að í apríl 2016 var hann settur í 30 daga keppnisbann eftir að ólöglegt fitubrennsluefni mældist í lyfjaprófi eftir 2:0 sigur Liverpool á Manchester United á Anfield Road í Evrópudeildinni. Síðar sýknaði Knattspyrnusamband Evrópu Mamadou eftir að í ljós kom að efnið var ekki á bannlista. Stórfurðuleg vinnubrögð hjá sambandinu!
Bannið hafði þær afleiðingar að Mamadou var ekki valinn í landslið Frakklands fyrir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 2016 og var það mikið áfall þar sem keppnin var haldin í heimalandi hans. Bannið kom líka mjög illa við Liverpool því franska miðvörðinn vantaði það sem eftir var af leiktíðinni 2015/16. Mamadou hafði spilað stórvel áður en kom að banninu og það veikti til dæmis vörn Liverpool mikið á móti Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, sem tapaðist, að hafa hann ekki til taks.
Mamadou Sakho hafði áunnið sér miklar vinsældir hjá stuðningsmönnum Liverpool og allt virtist á réttri leið eftir að banninu var aflétt sumarið 2016. En Mamadou féll í ónáð hjá Jürgen Klopp um sumarið eftir að hafa ekki farið eftir reglum félagsins í æfingaferð til Bandaríkjanna og svo fór að hann spilaði ekki framar fyrir Liverpool. Í janúar 2017 var Frakkinn lánaður til Crystal Palace. Þá um sumarið var Mamadou seldur til Palace fyrir 24 milljónir sterlingspunda. Tvær milljónir geta svo bæst við ef ákvæði í samningnum ganga eftir. WADA hafnar að bera ábyrgð á því að hann hraktist frá Liverpool og öðru því sem Frakkinn segir að hafi fylgt óréttmætu banni.
Mamadou Sakho, sem kom til Liverpool sumarið 2013 frá Paris St Germain, lék 80 leiki með Liverpool og skoraði þrjú mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan