| Sf. Gutt
Liverpool og Chelsea mætast í leiknum um Stórbikar Evrópu á miðvikudaginn kemur. Niðurtalning fyrir leikinn hefst hér og nú.
+ Leikurinn um Stórbikar Evrópu er árlegur opnunarleikur Evrópumótanna.
+ Fyrst var keppt um Stórbikar Evrópu á leiktíðinni 1972/73. Ekki hefur þó verið keppt um bikarinn á hverju ári. Nokkur ár hafa fallið úr.
+ Barcelona, 1992, 1997, 2009, 2011 og 2015, og AC Milan, 1989, 1990, 1994, 2003 og 2007, hafa oftast unnið Stórbikar Evrópu eða fimm sinnum.
+ Real Madrid hefur unnið bikarinn fjórum sinnum.
+ Liverpool og Altetico Madrid koma næst með þrjá sigra á afrekaskrá sinni.
+ Frá 1972 til 1999 var leikurinn milli sigurvegara í Evrópukeppni meistaraliða og Evrópukeppni bikarhafa. Eftir að Evrópukeppni bikarhafa var sameinuð Evrópukeppni félagsliða, sem seinna varð að Evrópudeildinni, leika sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar um bikarinn.
+ Lengst af voru leiknir tveir leikir heima og að heiman en frá árinu 1998 hefur verið spilaður einn leikur.
+ Frá 1998 til 2012 var leikurinn spilaður í furstadæminu Mónakó á leikvangi Loðvíks annars sem er heimavöllur Monaco.
+ Síðan hefur leikurinn farið fram á leikvöngum víðs vegar um Evrópu.
+ Í ár fer leikurinn fram á Vodafone Park í Istanbul í Tyrkandi. Völlurinn er heimavöllur Besiktas. Völlurinn tekur 41.188 áhorfendur.
+ Liverpool mætir til leiks sem sigurvegari Meistaradeildar eftir 2:0 sigur á Tottenham Hotspur í Madríd. Chelsea vann Evrópudeildina í vor eftir 4:1 sigur á Arsenal í Bakú.
+ Þetta verður í fyrsta sinn sem tvö ensk lið spila um Stórbikar Evrópu.
+ Stéphanie Frappart frá Frakklandi dæmir leikinn. Hún er fyrsta konan sem dæmir úrslitaleik karla á Evrópumóti. Aðstoðardómarar hennar eru allar konur.
TIL BAKA
Niðurtalning - 1. kapítuli
Liverpool og Chelsea mætast í leiknum um Stórbikar Evrópu á miðvikudaginn kemur. Niðurtalning fyrir leikinn hefst hér og nú.
+ Leikurinn um Stórbikar Evrópu er árlegur opnunarleikur Evrópumótanna.
+ Fyrst var keppt um Stórbikar Evrópu á leiktíðinni 1972/73. Ekki hefur þó verið keppt um bikarinn á hverju ári. Nokkur ár hafa fallið úr.
+ Barcelona, 1992, 1997, 2009, 2011 og 2015, og AC Milan, 1989, 1990, 1994, 2003 og 2007, hafa oftast unnið Stórbikar Evrópu eða fimm sinnum.
+ Real Madrid hefur unnið bikarinn fjórum sinnum.
+ Liverpool og Altetico Madrid koma næst með þrjá sigra á afrekaskrá sinni.
+ Frá 1972 til 1999 var leikurinn milli sigurvegara í Evrópukeppni meistaraliða og Evrópukeppni bikarhafa. Eftir að Evrópukeppni bikarhafa var sameinuð Evrópukeppni félagsliða, sem seinna varð að Evrópudeildinni, leika sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar um bikarinn.
+ Lengst af voru leiknir tveir leikir heima og að heiman en frá árinu 1998 hefur verið spilaður einn leikur.
+ Frá 1998 til 2012 var leikurinn spilaður í furstadæminu Mónakó á leikvangi Loðvíks annars sem er heimavöllur Monaco.
+ Síðan hefur leikurinn farið fram á leikvöngum víðs vegar um Evrópu.
+ Í ár fer leikurinn fram á Vodafone Park í Istanbul í Tyrkandi. Völlurinn er heimavöllur Besiktas. Völlurinn tekur 41.188 áhorfendur.
+ Liverpool mætir til leiks sem sigurvegari Meistaradeildar eftir 2:0 sigur á Tottenham Hotspur í Madríd. Chelsea vann Evrópudeildina í vor eftir 4:1 sigur á Arsenal í Bakú.
+ Þetta verður í fyrsta sinn sem tvö ensk lið spila um Stórbikar Evrópu.
+ Stéphanie Frappart frá Frakklandi dæmir leikinn. Hún er fyrsta konan sem dæmir úrslitaleik karla á Evrópumóti. Aðstoðardómarar hennar eru allar konur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan