| Grétar Magnússon
Þá er síðasta landsleikjahléi ársins lokið og því ber að fagna. Hér rennum við yfir hvernig leikmönnum félagsins gekk með sínum liðum.
Á þriðjudagskvöldið var Diogo Jota í byrjunarliði Portúgal í dramatískum 3-2 sigri á Króatíu.
Takumi Minamino kom inná í seinni hálfleik þegar Japanir mættu Mexíkó í vináttuleik í Austurríki, lokatölur voru 2-0 fyrir Mexíkó.
U-21 árs lið Englendinga mætti Albaníu í undankeppni Evrópumótsins á Molineux leikvanginum í Wolverhampton. Curtist Jones kom inná á 61. mínútu leiksins og hjálpaði sínum mönnum að landa 5-0 sigri.
Á miðvikudagskvöldið voru svo fjölmargir leikir.
Hollendingar mættu Pólverjum á útivelli og þar hélt Gini Wijnaldum áfram að skora fyrir sína menn og sem fyrr var hann fyrirliði liðsins. Hann skoraði sigurmark Hollendinga seint í leiknum, lokatölur 1-2.
Wales mættu Finnum á heimavelli og sigruðu 3-1 þar sem Harry Wilson skoraði fyrsta mark leiksins. Neco Williams sat allann tímann á bekknum.
Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn þegar Grikkir mættu Slóveníu á heimavelli og þar urðu lokatölur 0-0.
Andy Robertson var mættur á ný í byrjunarlið Skota sem mættu Ísrael á útivelli, hann spilaði allan leikinn í 1-0 tapi.
Írar mættu Búlgaríu á heimavelli og endaði leikurinn með markalausu jafntefli þar sem Caoimhin Kelleher sat á varamannabekknum.
Roberto Firmino spilaði svo allan leikinn fyrir Brasilíu í undankeppni HM hjá landsliðum í Suður-Ameríku. Brassar mættu Úrúgvæ á útivelli og sigruðu 0-2, Alisson Becker sat á bekknum og kom ekki við sögu.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir
![](/Myndasafn/Logo/Staerri/thjodadeild-logo.jpg)
Á þriðjudagskvöldið var Diogo Jota í byrjunarliði Portúgal í dramatískum 3-2 sigri á Króatíu.
Takumi Minamino kom inná í seinni hálfleik þegar Japanir mættu Mexíkó í vináttuleik í Austurríki, lokatölur voru 2-0 fyrir Mexíkó.
U-21 árs lið Englendinga mætti Albaníu í undankeppni Evrópumótsins á Molineux leikvanginum í Wolverhampton. Curtist Jones kom inná á 61. mínútu leiksins og hjálpaði sínum mönnum að landa 5-0 sigri.
Á miðvikudagskvöldið voru svo fjölmargir leikir.
Hollendingar mættu Pólverjum á útivelli og þar hélt Gini Wijnaldum áfram að skora fyrir sína menn og sem fyrr var hann fyrirliði liðsins. Hann skoraði sigurmark Hollendinga seint í leiknum, lokatölur 1-2.
Wales mættu Finnum á heimavelli og sigruðu 3-1 þar sem Harry Wilson skoraði fyrsta mark leiksins. Neco Williams sat allann tímann á bekknum.
Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn þegar Grikkir mættu Slóveníu á heimavelli og þar urðu lokatölur 0-0.
Andy Robertson var mættur á ný í byrjunarlið Skota sem mættu Ísrael á útivelli, hann spilaði allan leikinn í 1-0 tapi.
Írar mættu Búlgaríu á heimavelli og endaði leikurinn með markalausu jafntefli þar sem Caoimhin Kelleher sat á varamannabekknum.
Roberto Firmino spilaði svo allan leikinn fyrir Brasilíu í undankeppni HM hjá landsliðum í Suður-Ameríku. Brassar mættu Úrúgvæ á útivelli og sigruðu 0-2, Alisson Becker sat á bekknum og kom ekki við sögu.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan