| HI
TIL BAKA
Thiago frá í nokkrar vikur í viðbót
Búist er við að Thiago Alcantara verður frá í nokkrar vikur í viðbót. Rúmur mánuður er síðan hann lék síðan með liðinu en þá varð hann fyrir hnémeiðslum í leiknum gegn Everton. Jürgen Klopp var spurður út í stöðuna á honum á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Ajax á morgun og sagði að hún krefðist nokkurra útskýringa.
"Daginn sem Thiago meiddist þegar brotið var á honum gegn Everton meiddisr Virgil van Dijk illa. Eftir að þeir höfðu báðir farið í myndatöku leit út fyrir að þær litu illa út fyrir annan þeirra og vel fyrir hinn. Ekkert var brotið, rifið eða neitt slíkt [hjá Thiago]. En við sjáum núna að hnéð var illa leikið eftir þetta. Þegara ekkert er brotið eða rifið halda menn að það taki aðeins nokkra daga að jafna sig en höggið á fótinn var það mikið að hann er ekki ennþá búinn að jafna sig.
Þetta er þó ekki stór skaði og hann æfir öðru hverju, en þó ekki þessa stundin því að við þurfum að sjá hvernig hann er til að ákveða næstu skref. Ég get ekki sagt með fullri vissu hvenær hann hefur náð sér en það verða nokkrar vikur í viðbót."
Klopp var þó ekki eingöngu með slæmar fréttir því líklegt er að Trent Alexander-Arnold, Naby Keita og Xerdan Shaqiri verði orðnir leikhæfir fyrir leikinn gegn Wolves um næstu helgi. Þeir munu ekki ná leiknum gegn Ajax.
"Daginn sem Thiago meiddist þegar brotið var á honum gegn Everton meiddisr Virgil van Dijk illa. Eftir að þeir höfðu báðir farið í myndatöku leit út fyrir að þær litu illa út fyrir annan þeirra og vel fyrir hinn. Ekkert var brotið, rifið eða neitt slíkt [hjá Thiago]. En við sjáum núna að hnéð var illa leikið eftir þetta. Þegara ekkert er brotið eða rifið halda menn að það taki aðeins nokkra daga að jafna sig en höggið á fótinn var það mikið að hann er ekki ennþá búinn að jafna sig.
Þetta er þó ekki stór skaði og hann æfir öðru hverju, en þó ekki þessa stundin því að við þurfum að sjá hvernig hann er til að ákveða næstu skref. Ég get ekki sagt með fullri vissu hvenær hann hefur náð sér en það verða nokkrar vikur í viðbót."
Klopp var þó ekki eingöngu með slæmar fréttir því líklegt er að Trent Alexander-Arnold, Naby Keita og Xerdan Shaqiri verði orðnir leikhæfir fyrir leikinn gegn Wolves um næstu helgi. Þeir munu ekki ná leiknum gegn Ajax.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan