| HI
Jordan Henderson er einn sex íþróttamanna sem er tilnefndur sem íþróttamaður ársins hjá BBC. Þetta er enn ein rósin í hnappagat Liverpool eftir þetta ótrúlega ár í sögu félagsins.
Nái Henderson þessari viðurkenningu verður hann fyrsti leikmaður Liverpool frá 1998 til að fá hana - þá var það Michael Owen sem hlotnaðist þessi heiður. Að auki eru 15 ár síðan leikmaður Liverpool var svo mikið sem tilnefndur - það var Steven Gerrard árið 2005.
Aðrir sem eru tilnefndir til viðurkenningarinnar er Lewis Hamilton Formúlu 1 ökumaður, Ronnie O'Sullivan snókerleikari, Hollie Doyle hestakona og Stuart Broad krikketspilari. Tilkynnt verður um sjöttu útnefninguna síðar í kvöld.
Henderson var útnefndur leikmaður síðasta tímabils af íþróttafréttamönnum í sumar og það yrði því heldur betur toppurinn á góðu ári ef hann fengi þessa viðurkenningu líka. Tilkynnt verður hver fær hana 20. desember.
TIL BAKA
Henderson tilnefndur sem íþróttamaður ársins hjá BBC

Nái Henderson þessari viðurkenningu verður hann fyrsti leikmaður Liverpool frá 1998 til að fá hana - þá var það Michael Owen sem hlotnaðist þessi heiður. Að auki eru 15 ár síðan leikmaður Liverpool var svo mikið sem tilnefndur - það var Steven Gerrard árið 2005.
Aðrir sem eru tilnefndir til viðurkenningarinnar er Lewis Hamilton Formúlu 1 ökumaður, Ronnie O'Sullivan snókerleikari, Hollie Doyle hestakona og Stuart Broad krikketspilari. Tilkynnt verður um sjöttu útnefninguna síðar í kvöld.
Henderson var útnefndur leikmaður síðasta tímabils af íþróttafréttamönnum í sumar og það yrði því heldur betur toppurinn á góðu ári ef hann fengi þessa viðurkenningu líka. Tilkynnt verður hver fær hana 20. desember.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust!
Fréttageymslan