| Grétar Magnússon
Jordan Henderson fór í aðgerð vegna meiðsla í nára sem hann hlaut gegn Everton um síðustu helgi. Aðgerðin gekk vel og fyrirliðinn gæti snúið aftur á völlinn í apríl.
Fyrirliðinn þurfti að fara af velli vegna nárameiðsla eftir u.þ.b. hálftíma leik í nágrannaslagnum um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun hjá læknateymi félagsins var ákveðið að best væri að senda Henderson í aðgerð, sem er lokið og hefst nú endurhæfing eftir hana.
Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hvenær Henderson snýr aftur til keppni en það er að minnsta kosti ljóst að það mun ekki gerast fyrr en eftir landsleikjahléð sem verður nú seinnipart mars mánaðar.
Vel verður fylgst með hvernig endurhæfingin gengur og læknateymið vegur og metur það hvenær óhætt er fyrir hann að snúa aftur til æfinga.
Mikið hefur verið rætt og ritað um meiðsli lykilmanna liðsins á tímabilinu og þetta er auðvitað enn eitt áfallið á þeim bænum. Við vonum að Henderson nái sér góðum í tæka tíð og snúi aftur á völlinn á þessu tímabili.
TIL BAKA
Henderson fór í aðgerð

Fyrirliðinn þurfti að fara af velli vegna nárameiðsla eftir u.þ.b. hálftíma leik í nágrannaslagnum um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun hjá læknateymi félagsins var ákveðið að best væri að senda Henderson í aðgerð, sem er lokið og hefst nú endurhæfing eftir hana.
Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hvenær Henderson snýr aftur til keppni en það er að minnsta kosti ljóst að það mun ekki gerast fyrr en eftir landsleikjahléð sem verður nú seinnipart mars mánaðar.
Vel verður fylgst með hvernig endurhæfingin gengur og læknateymið vegur og metur það hvenær óhætt er fyrir hann að snúa aftur til æfinga.
Mikið hefur verið rætt og ritað um meiðsli lykilmanna liðsins á tímabilinu og þetta er auðvitað enn eitt áfallið á þeim bænum. Við vonum að Henderson nái sér góðum í tæka tíð og snúi aftur á völlinn á þessu tímabili.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París? -
| Heimir Eyvindarson
Risaleikur í París í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag
Fréttageymslan