| Sf. Gutt
Kynningin á fulltrúum Liverpool á EM er í fullum gangi. Sá sjötti í röðinni er Thiago Alcântara leikmaður spænska landsliðsins!
Nafn: Thiago Alcântara.
Fæðingardagur: 11. apríl 1991.
Fæðingarstaður: San Pietro Vernotico á Ítalíu.
Staða: Miðjumaður.
Félög á ferli: Barcelona (2005-13), Bayern Munchen (2013-20) og Liverpool.
Fyrsti landsleikur: 10. ágúst 2011 gegn Ítalíu.
Landsleikjafjöldi: 42.
Landsliðsmörk: 2.
Leikir með Liverpool: 30.
Mörk fyrir Liverpool: 1.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Það gekk á ýmsu. Slæm meiðsli eftir fautalegt brot leikmanns Everton settu strik í reikninginn í byrjun og hann var nokkra mánuði frá. Hann var lengi að ná sér á strik eftir meiðslin en spilaði mjög vel á lokakaflanum á leiktíðinni.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Thiago er með mjög góðan leikskilning. Hann er flinkur með boltann og sendingar hans eru mjög góðar.
Hver er staða Thiago í landsliðinu? Hann hefur verið fastamaður síðustu árin.
Hvað um Spán? Spænska liðið er mjög sterkt. Liðið er eitt sigurstranglegasta liðið á mótinu.
Vissir þú? Faðir hans, Mazinho, var brasilískur landsliðsmaður og varð heimsmeistari 1994. Thiago hefði því getað spilað með brasilíska landsliðinu. Hann fæddist á Ítalíu og gat því líka spilað fyrir hönd Ítala.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net.
TIL BAKA
Fulltrúar Liverpool á EM
Kynningin á fulltrúum Liverpool á EM er í fullum gangi. Sá sjötti í röðinni er Thiago Alcântara leikmaður spænska landsliðsins!
Nafn: Thiago Alcântara.
Fæðingardagur: 11. apríl 1991.
Fæðingarstaður: San Pietro Vernotico á Ítalíu.
Staða: Miðjumaður.
Félög á ferli: Barcelona (2005-13), Bayern Munchen (2013-20) og Liverpool.
Fyrsti landsleikur: 10. ágúst 2011 gegn Ítalíu.
Landsleikjafjöldi: 42.
Landsliðsmörk: 2.
Leikir með Liverpool: 30.
Mörk fyrir Liverpool: 1.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Það gekk á ýmsu. Slæm meiðsli eftir fautalegt brot leikmanns Everton settu strik í reikninginn í byrjun og hann var nokkra mánuði frá. Hann var lengi að ná sér á strik eftir meiðslin en spilaði mjög vel á lokakaflanum á leiktíðinni.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Thiago er með mjög góðan leikskilning. Hann er flinkur með boltann og sendingar hans eru mjög góðar.
Hver er staða Thiago í landsliðinu? Hann hefur verið fastamaður síðustu árin.
Hvað um Spán? Spænska liðið er mjög sterkt. Liðið er eitt sigurstranglegasta liðið á mótinu.
Vissir þú? Faðir hans, Mazinho, var brasilískur landsliðsmaður og varð heimsmeistari 1994. Thiago hefði því getað spilað með brasilíska landsliðinu. Hann fæddist á Ítalíu og gat því líka spilað fyrir hönd Ítala.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan