| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur í fyrsta leik
Liverpool mætti nýliðum Norwich á útivelli í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar og tryggðu sér stigin þrjú með flottum 0-3 sigri.
Miðjan hjá Jürgen Klopp kom kannski eilítið á óvart en þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita hófu leikinn. Aftastir voru þeir Alisson, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Virgil van Dijk og Kostas Tsimikas. Ekkert óvænt þar og allir kátir með að sjá loksins van Dijk í byrjunarliðinu. Frammi voru svo þeir Diogo Jota, Sadio Mané og Mohamed Salah. Bekkurinn var skipaður eftirtöldum leikmönnum: Kelleher, Konaté, Gomez, Woodburn, Fabinho, Origi, Elliott, Firmino og Minamino.
Það var auðvitað rífandi stemmning á vellinum, heimamenn mættir aftur í efstu deild og fullur völlur af spenntum áhorfendum. Leikurinn var nokkuð jafn framan af enda má alltaf búast við því að fyrsti leikur gegn nýliðum á útivelli sé erfitt verkefni. Liverpool átti fyrsta markverða færi leiksins á 10. mínútu þegar Tsimikas átti fína fyrirgjöf sem varnarmaður Norwich þurfti að bjarga í horn. Upp úr horninu sendi Keita boltann inná teiginn þar sem Jota átti góðan skalla en Tim Krul varði vel. Krul þurfti svo aftur að vera vel á verði þegar Salah átti lúmskt skot. Heimamenn reyndu að svara og Teemu Pukki fékk pláss til að skjóta en Alisson varði. Á 26. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Alexander-Arnold átti sendingu frá hægri kanti inná teiginn, Salah potaði í boltann sem kom varnarmönnum úr jafnvægi og Jota var fyrstur til að átta sig, skaut að marki, boltinn fór undir Krul og í netið. Forystunni var að sjálfsögðu vel fagnað og Jota kominn á blað !
Ekki svo löngu síðar björguðu Norwich menn tvisvar sinnum vel í teignum, seinna skotið frá Matip var hreinsað af marklínu af varnarmanni og mátti þar litlu muna að staðan væri orðin 0-2. Seinni hálfleikur hófst svipað og fyrri hálfleikur hafði spilast. Bæði lið að reyna að spila boltanum sín á milli en færin svosem ekki mjög mörg.
Hlutirnir breyttust þó eftir klukkutíma leik þegar Klopp skipti Firmino og Fabinho inná fyrir Jota og Oxlade-Chamberlain. Nokkrum mínútum síðar hafði Firmino sett boltann í netið. Vel útfærð skyndisókn okkar manna kom Mané í skotfæri en varnarmaður komst fyrir skotið. Boltinn barst á Salah hægra megin sem sendi þvert fyrir markið og þar gat Firmino ekki gert neitt annað en að senda boltann í netið. 16 mínútum fyrir leikslok skoraði svo Salah flott mark, boltinn barst til hans á vítateigslínu og hann þrumaði honum glæsilega í netið. Frábær leikur hjá Egyptanum, tvær stoðsendingar og mark. Besta færi heimamanna kom rétt fyrir leikslok þegar Alisson varði frábærlega í markteignum eftir darraðadans. En markinu var haldið hreinu og stigin þrjú í húsi !
Norwich: Krul, Aarons, Hanley, Gibson, Giannoulis, Lees-Melou, Gilmour, Rupp, Cantwell (Dowell, 86. mín.), Pukki (Idah, 77. mín.), Rashica (Sargent, 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Zimmermann, Sörensen, Tzolis, McLean, Mumba, Gunn.
Gult spjald: Cantwell.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Tsimikas, Oxlade-Chamberlain (Fabinho, 61. mín.), Milner, Keita (Elliott, 83. mín.), Salah, Jota (Firmino, 61. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Gomez, Woodburn, Origi, Minamino.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (26. mín.), Roberto Firmino (65. mín.) og Mohamed Salah (74. mín.).
Gult spjald: Milner.
Maður leiksins: Mohamed Salah heldur uppteknum vana og skorar í fyrsta leik deildarinnar auk þess að leggja upp tvö mörk. Þvílíkur leikmaður !
Jürgen Klopp: ,,Þetta var góður dagur. Ákkúrat það sem við bjuggumst við og höfum saknað svo lengi. Ég klappaði fyrir stuðningsmönnum Norwich því það er svo ánægjulegt að fá þá aftur á völlinn, sama hvaða liði þeir halda með. Ég sá það í augum leikmanna minna að þeir þurftu aðeins að venjast þessu aftur. Allir þurfa að venja sig við andrúmsloftið. Við þurftum að venjast mótherjanum og leiknum og fundum leið til þess. Frammistaðan var mjög fagmannleg og það gleður mig. Við hefðum getað gert betur í nokkrum atvikum, þetta var ekki fullkominn leikur, en þetta snerist auðvitað um úrslitin."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði í fyrsta leik deildarinnar fimmta tímabilið í röð, enginn leikmaður í sögu deildarinnar hefur náð því áður.
- Mark Roberto Firmino var mark númer 49 skorað af varamanni undir stjórn Klopp. Ekkert lið hefur fengið jafn gott marka framlag frá varamönnum í deildinni síðan Klopp tók við Liverpool.
- Markið sem Roberto skoraði var sögulegt í meira lagi. Markið var 8.000. deildarmarkið í sögu Liverpool Football Club!
- Norwich hafa nú tapað 11 leikjum í röð í úrvalsdeildinni.
- Mohamed Salah hefur nú lagt upp 35 mörk fyrir liðsfélaga sína í deildinni síðan hann kom til félagsins. Aðeins Kevin De Bruyne hefur lagt upp fleiri mörk síðan Salah gekk til liðs við félagið.
Miðjan hjá Jürgen Klopp kom kannski eilítið á óvart en þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita hófu leikinn. Aftastir voru þeir Alisson, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Virgil van Dijk og Kostas Tsimikas. Ekkert óvænt þar og allir kátir með að sjá loksins van Dijk í byrjunarliðinu. Frammi voru svo þeir Diogo Jota, Sadio Mané og Mohamed Salah. Bekkurinn var skipaður eftirtöldum leikmönnum: Kelleher, Konaté, Gomez, Woodburn, Fabinho, Origi, Elliott, Firmino og Minamino.
Það var auðvitað rífandi stemmning á vellinum, heimamenn mættir aftur í efstu deild og fullur völlur af spenntum áhorfendum. Leikurinn var nokkuð jafn framan af enda má alltaf búast við því að fyrsti leikur gegn nýliðum á útivelli sé erfitt verkefni. Liverpool átti fyrsta markverða færi leiksins á 10. mínútu þegar Tsimikas átti fína fyrirgjöf sem varnarmaður Norwich þurfti að bjarga í horn. Upp úr horninu sendi Keita boltann inná teiginn þar sem Jota átti góðan skalla en Tim Krul varði vel. Krul þurfti svo aftur að vera vel á verði þegar Salah átti lúmskt skot. Heimamenn reyndu að svara og Teemu Pukki fékk pláss til að skjóta en Alisson varði. Á 26. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Alexander-Arnold átti sendingu frá hægri kanti inná teiginn, Salah potaði í boltann sem kom varnarmönnum úr jafnvægi og Jota var fyrstur til að átta sig, skaut að marki, boltinn fór undir Krul og í netið. Forystunni var að sjálfsögðu vel fagnað og Jota kominn á blað !
Ekki svo löngu síðar björguðu Norwich menn tvisvar sinnum vel í teignum, seinna skotið frá Matip var hreinsað af marklínu af varnarmanni og mátti þar litlu muna að staðan væri orðin 0-2. Seinni hálfleikur hófst svipað og fyrri hálfleikur hafði spilast. Bæði lið að reyna að spila boltanum sín á milli en færin svosem ekki mjög mörg.
Hlutirnir breyttust þó eftir klukkutíma leik þegar Klopp skipti Firmino og Fabinho inná fyrir Jota og Oxlade-Chamberlain. Nokkrum mínútum síðar hafði Firmino sett boltann í netið. Vel útfærð skyndisókn okkar manna kom Mané í skotfæri en varnarmaður komst fyrir skotið. Boltinn barst á Salah hægra megin sem sendi þvert fyrir markið og þar gat Firmino ekki gert neitt annað en að senda boltann í netið. 16 mínútum fyrir leikslok skoraði svo Salah flott mark, boltinn barst til hans á vítateigslínu og hann þrumaði honum glæsilega í netið. Frábær leikur hjá Egyptanum, tvær stoðsendingar og mark. Besta færi heimamanna kom rétt fyrir leikslok þegar Alisson varði frábærlega í markteignum eftir darraðadans. En markinu var haldið hreinu og stigin þrjú í húsi !
Norwich: Krul, Aarons, Hanley, Gibson, Giannoulis, Lees-Melou, Gilmour, Rupp, Cantwell (Dowell, 86. mín.), Pukki (Idah, 77. mín.), Rashica (Sargent, 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Zimmermann, Sörensen, Tzolis, McLean, Mumba, Gunn.
Gult spjald: Cantwell.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Tsimikas, Oxlade-Chamberlain (Fabinho, 61. mín.), Milner, Keita (Elliott, 83. mín.), Salah, Jota (Firmino, 61. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Gomez, Woodburn, Origi, Minamino.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (26. mín.), Roberto Firmino (65. mín.) og Mohamed Salah (74. mín.).
Gult spjald: Milner.
Maður leiksins: Mohamed Salah heldur uppteknum vana og skorar í fyrsta leik deildarinnar auk þess að leggja upp tvö mörk. Þvílíkur leikmaður !
Jürgen Klopp: ,,Þetta var góður dagur. Ákkúrat það sem við bjuggumst við og höfum saknað svo lengi. Ég klappaði fyrir stuðningsmönnum Norwich því það er svo ánægjulegt að fá þá aftur á völlinn, sama hvaða liði þeir halda með. Ég sá það í augum leikmanna minna að þeir þurftu aðeins að venjast þessu aftur. Allir þurfa að venja sig við andrúmsloftið. Við þurftum að venjast mótherjanum og leiknum og fundum leið til þess. Frammistaðan var mjög fagmannleg og það gleður mig. Við hefðum getað gert betur í nokkrum atvikum, þetta var ekki fullkominn leikur, en þetta snerist auðvitað um úrslitin."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði í fyrsta leik deildarinnar fimmta tímabilið í röð, enginn leikmaður í sögu deildarinnar hefur náð því áður.
- Mark Roberto Firmino var mark númer 49 skorað af varamanni undir stjórn Klopp. Ekkert lið hefur fengið jafn gott marka framlag frá varamönnum í deildinni síðan Klopp tók við Liverpool.
- Markið sem Roberto skoraði var sögulegt í meira lagi. Markið var 8.000. deildarmarkið í sögu Liverpool Football Club!
- Norwich hafa nú tapað 11 leikjum í röð í úrvalsdeildinni.
- Mohamed Salah hefur nú lagt upp 35 mörk fyrir liðsfélaga sína í deildinni síðan hann kom til félagsins. Aðeins Kevin De Bruyne hefur lagt upp fleiri mörk síðan Salah gekk til liðs við félagið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan