| Sf. Gutt
Mohamed Salah beið ekki boðanna og setti met á fyrsta leikdegi leiktíðarinnar. Hann varð fyrstur leikmanna til að skora í fyrstu umferð í efstu deild á Englandi fimm keppnistímabil í röð. Magnað afrek hjá egypska Kóngnum!
Mohamed Salah skoraði í 0:3 sigri Liverpool á Carrow Road. Þar með skoraði hann á fyrsta leikdegi fimmta keppnistímabilið í röð. Hann byrjaði á opnunardegi leiktíðarinnar 2107/18 þegar Liverpool gerði 3:3 jafntefli við Watford á Vicarage Road. Það var fyrsti leikur hans fyrir Liverpool.
Á næsta keppnistímabili, 2018/19, kom West Ham United í heimsókn á Anfield á fyrsta leikdegi. Liverpool vann 4:0 og Mohamed skoraði fyrsta mark leiksins. Á leiktíðinni 2019/20 mætti Liverpool Norwich á Anfield í opnunarleik Úrvalsdeildarinnar. Mohamed hélt uppteknum hætti og skoraði í 4:1 sigri Liverpool. Á síðasta keppnistímabili, 2020/21, mættu nýbakaðir Englandsmeistarar Liverpool Leeds United í fyrstu umferð á Anfield. Liverpool vann 4:3 og gerði Mohamed sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Sigurmarkið skoraði hann úr víti þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.
Mohamed Salah er nú búinn að skora sjö mörk í fyrstu umferð. Ian Rush kemur honum næstur í þessum efnum hjá Liverpool með sex mörk. Michael Owen skoraði fimm á fyrsta leikdegi. Tekið skal fram að hér eru bara talin mörk eftir að Úrvalsdeildin var stofnsett.
TIL BAKA
Enn met hjá Mohamed Salah!
Mohamed Salah beið ekki boðanna og setti met á fyrsta leikdegi leiktíðarinnar. Hann varð fyrstur leikmanna til að skora í fyrstu umferð í efstu deild á Englandi fimm keppnistímabil í röð. Magnað afrek hjá egypska Kóngnum!
Mohamed Salah skoraði í 0:3 sigri Liverpool á Carrow Road. Þar með skoraði hann á fyrsta leikdegi fimmta keppnistímabilið í röð. Hann byrjaði á opnunardegi leiktíðarinnar 2107/18 þegar Liverpool gerði 3:3 jafntefli við Watford á Vicarage Road. Það var fyrsti leikur hans fyrir Liverpool.
Á næsta keppnistímabili, 2018/19, kom West Ham United í heimsókn á Anfield á fyrsta leikdegi. Liverpool vann 4:0 og Mohamed skoraði fyrsta mark leiksins. Á leiktíðinni 2019/20 mætti Liverpool Norwich á Anfield í opnunarleik Úrvalsdeildarinnar. Mohamed hélt uppteknum hætti og skoraði í 4:1 sigri Liverpool. Á síðasta keppnistímabili, 2020/21, mættu nýbakaðir Englandsmeistarar Liverpool Leeds United í fyrstu umferð á Anfield. Liverpool vann 4:3 og gerði Mohamed sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Sigurmarkið skoraði hann úr víti þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.
Mohamed Salah er nú búinn að skora sjö mörk í fyrstu umferð. Ian Rush kemur honum næstur í þessum efnum hjá Liverpool með sex mörk. Michael Owen skoraði fimm á fyrsta leikdegi. Tekið skal fram að hér eru bara talin mörk eftir að Úrvalsdeildin var stofnsett.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan