| Sf. Gutt
Liverpool og Chelsea skildu jöfn 1:1 í stórslagnum á Anfield Road í dag. Liverpool hefði átt að ná öllum stigunum eftir að vera manni fleiri allan síðari hálfleikinn.
Liverpool byrjaði betur og snemma leiks átti Harvey Elliott skot utan vítateigs sem fór rétt framhjá. Eftir tíu mínútur sendi Trent Aexander-Arnold langa sendingu fram á Jordan Henderson en fyrirliðinn náði ekki að hitta boltann almennilega í mjög góðu færi.
Á 22. mínútu komust gestirnir yfir gegn gangi leiksins. Reece Jones sendi fyrir markið upp úr hornspyrnu frá vinstri. Kai Havertz náði að skalla boltann aftur fyrir sig og yfir í hornið fjær. Allisson Becker reyndi eins og hann gat að ná boltanum en það tókst ekki.
Evrópumeistararnir spiluðu betur í kjölfarið og þegar tíu mínútur voru til leikshlés komst Mason Mount í upplagt færi í vítateignum en hann skaut framhjá. Hann hefði líka getað sent á félaga sinn sem var vel staðsettur.
Á 43. mínútu varð Roberto Firmino að fara af velli eftir að hafa orðið fyrir meiðslum. Diogo Jota kom inn á í hans stað. Þegar komið var fram í viðbótartíma dró til tíðinda. Chelsea mistókst að hreinsa eftir horn frá vinstri. Joël Matip kom í veg fyrir að boltinn færi út af við fjærstöngina og skallaði svo í slá í kjölfarið. Eftir mikinn atgang kom Sadio Mané boltanum á markið en Reece varði með hendi á marklínu. Hann bjargaði svo aftur á línu frá Diogo.
Ekkert var dæmt en dómarinn fékk skilaboð um að það þyrfti að skoða málið. Hann leit eldsnöggt á skjáinn og dæmdi svo víti og rak Reece af velli. Hárrétt dæmt! Mohamed Salah tók vítið og skoraði örugglega með föstu skoti. Jafnt í hálfleik og var það sanngjarnt.
Skiljanlega hóf Liverpool síðari hálfleik af miklum krafti enda manni fleiri. Á 51. mínútu gaf Mohamed fyrir frá vinstri á Diogo en hann skallaði yfir fyrir miðju marki. Rétt á eftir átti Virgil van Dijk fast langskot sem Édouard Mendy varði naumlega. Á 59. mínútu átti Fabinho Tavarez skot utan vítateigs en aftur var varið og það sama var uppi á teningnum litlu síðar þegar Andrew Robertson skaut utan teigs.
Liverpool sótti linnulaust og áhorfendur studdu vel við bakið á sínum mönnum. En vörn Chelsea var vel skipulögð og sem veggur. Leikmönnum Liverpool gekk ekkert að opna hana og skapa opin færi. Þegar sex mínútur voru eftir komst Mateo Kavacic í færi en Joël komst fyrir skotið og Alisson varði svo. Chelsea hélt út og Liverpool mátti sætta sig við jafntefli eftir að vera manni fleiri helming leiksins.
Liverpool spilaði vel í leiknum og hefði átt að vinna. En Chelsea lék líka vel og sérstaklega voru leikmenn liðsins ákveðnir eftir að þeir voru aðeins tíu eftir á vellinum. Liverpool hefði átt að geta fært sér liðsmuninn í nyt en það tókst því miður ekki. Úrslitin voru líklega sanngjörn þegar upp var staðið.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Ungi strákurinn var stórgóður og sýndi að hann getur vel spilað á meðal þeirra bestu. Hann er ennþá bara efnilegur en hann gæti orðið stórgóður!
Jürgen Klopp: Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Við áttum okkar færi, spiluðum vel og reyndum hvað við gátum.
Mark Liverpool: Mohamed Salah, víti, (45. mín.).
Mark Chelsea: Kai Havertz (22. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 53.100.
- Mohamed Salah skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 99. deildarmark hans í ensku knattspyrnunni.
TIL BAKA
Jafntefli við Chelsea
Liverpool og Chelsea skildu jöfn 1:1 í stórslagnum á Anfield Road í dag. Liverpool hefði átt að ná öllum stigunum eftir að vera manni fleiri allan síðari hálfleikinn.
Liverpool byrjaði betur og snemma leiks átti Harvey Elliott skot utan vítateigs sem fór rétt framhjá. Eftir tíu mínútur sendi Trent Aexander-Arnold langa sendingu fram á Jordan Henderson en fyrirliðinn náði ekki að hitta boltann almennilega í mjög góðu færi.
Á 22. mínútu komust gestirnir yfir gegn gangi leiksins. Reece Jones sendi fyrir markið upp úr hornspyrnu frá vinstri. Kai Havertz náði að skalla boltann aftur fyrir sig og yfir í hornið fjær. Allisson Becker reyndi eins og hann gat að ná boltanum en það tókst ekki.
Evrópumeistararnir spiluðu betur í kjölfarið og þegar tíu mínútur voru til leikshlés komst Mason Mount í upplagt færi í vítateignum en hann skaut framhjá. Hann hefði líka getað sent á félaga sinn sem var vel staðsettur.
Á 43. mínútu varð Roberto Firmino að fara af velli eftir að hafa orðið fyrir meiðslum. Diogo Jota kom inn á í hans stað. Þegar komið var fram í viðbótartíma dró til tíðinda. Chelsea mistókst að hreinsa eftir horn frá vinstri. Joël Matip kom í veg fyrir að boltinn færi út af við fjærstöngina og skallaði svo í slá í kjölfarið. Eftir mikinn atgang kom Sadio Mané boltanum á markið en Reece varði með hendi á marklínu. Hann bjargaði svo aftur á línu frá Diogo.
Ekkert var dæmt en dómarinn fékk skilaboð um að það þyrfti að skoða málið. Hann leit eldsnöggt á skjáinn og dæmdi svo víti og rak Reece af velli. Hárrétt dæmt! Mohamed Salah tók vítið og skoraði örugglega með föstu skoti. Jafnt í hálfleik og var það sanngjarnt.
Skiljanlega hóf Liverpool síðari hálfleik af miklum krafti enda manni fleiri. Á 51. mínútu gaf Mohamed fyrir frá vinstri á Diogo en hann skallaði yfir fyrir miðju marki. Rétt á eftir átti Virgil van Dijk fast langskot sem Édouard Mendy varði naumlega. Á 59. mínútu átti Fabinho Tavarez skot utan vítateigs en aftur var varið og það sama var uppi á teningnum litlu síðar þegar Andrew Robertson skaut utan teigs.
Liverpool sótti linnulaust og áhorfendur studdu vel við bakið á sínum mönnum. En vörn Chelsea var vel skipulögð og sem veggur. Leikmönnum Liverpool gekk ekkert að opna hana og skapa opin færi. Þegar sex mínútur voru eftir komst Mateo Kavacic í færi en Joël komst fyrir skotið og Alisson varði svo. Chelsea hélt út og Liverpool mátti sætta sig við jafntefli eftir að vera manni fleiri helming leiksins.
Liverpool spilaði vel í leiknum og hefði átt að vinna. En Chelsea lék líka vel og sérstaklega voru leikmenn liðsins ákveðnir eftir að þeir voru aðeins tíu eftir á vellinum. Liverpool hefði átt að geta fært sér liðsmuninn í nyt en það tókst því miður ekki. Úrslitin voru líklega sanngjörn þegar upp var staðið.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Ungi strákurinn var stórgóður og sýndi að hann getur vel spilað á meðal þeirra bestu. Hann er ennþá bara efnilegur en hann gæti orðið stórgóður!
Jürgen Klopp: Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Við áttum okkar færi, spiluðum vel og reyndum hvað við gátum.
Mark Liverpool: Mohamed Salah, víti, (45. mín.).
Mark Chelsea: Kai Havertz (22. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 53.100.
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði annað mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 99. deildarmark hans í ensku knattspyrnunni.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan